Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 19
GRUNAÐUR sajkamaour ar sem ég er nú kominn á raupsaldur, ætla ég hér að greina frá atviki úr æsku minni, sem ég hef ekki haft í há- mælum. Eg hóf nám í náttúrufræðum við Háskólann í Lundi í Svíþjóð á vormissiri 1952. Snemma í janúar tók ég mér far með gufubáti frá Kaup- mannahöfn til Málmeyjar, og með mér voru, mér ungum og óreyndum til halds og trausts (og kannski til að neyta tollfijálsra veiga á leiðinni), móðurbróðir minn Jónas Kristjáns- son, síðar forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, og annar Hafnar- íslendingur. Segir nú ekki af forum mínum næstu dagana utan það að ég kom mér fyrir í leiguherbergi hjá ágætum hjónum og tilkynnti verustað minn sendiráði íslands í Stokkhólmi, en þaðan átti ég von á námsstyrk frá Menntamálaráði. Styrkurinn barst svo í tékka með góðum skilum, og ég lagði megnið af honum inn í banka en hélt þó eftir nægu skotsilfri til að fata mig yst sern innst; gekk svo út úr fatabúðinni íklæddur sænskum herm- annafrakka gráum og með alpahúfu. Leiðin heim lá yfir óbyggt svæði kringum járnbrautarteina, þar sem land var í órækt, sums staðar allhátt kjarr og nokkur kofaskrifli. Á þessu svæði gengur fyrir mig hávaxinn maður, borgaralega klæddur, en ég sá hann oft síðar í borðalögðu júnífonni lögregluforingja. Hann spyr mig heitis, og ég greini rétt ffá því. Spyr hann mig þá hvort ég geti sannað rétt minn til nafnsins. Svo vel vildi til að ég var með vegabréf mitt á mér, sem ég hafði notað við að leysa út tékkann frá sendiráðinu og hefja viðskipti við Skandínavíska bankann. Sem foring- inn hafði sannfærst um réttmæti skil- ríkjanna, spurði hann mig hvort ég hefði komið inn í landið ffá Kaupmannahöfn með tilteknu damp- skipi og rakti síðan ferðir mínar, réttilega, frá þeim tíma. Ég gekkst við þessu. Næst hófst ræða, sem ég nam ekki fyllilega, enda enn óvanur sænskunni, en svo mikið skildi ég að ég hafði verið undir eftirliti rétt- vísinnar frá því ég sté fæti á sænska Örnólfur Thorlacius grund, grunaður um eitthvert meiri- háttar hliðarspor út af dyggðanna þröngu slóð. Helst trúi ég að ég hafi verið talinn flóttamaður, kannski strokumaður úr tukthúsi eða frá her- þjónustu. Þegar eftirlitsmenn mínir sáu mig uppábúinn leist þeim vissara að láta til skarar skríða áður en ég gengi þeim úr greipum í nýju gervi. Kannski hefur handtökusveit leynst bak við skúr eða inni i kjarri, með handjám og kylfur. En við foringinn skildum sáttir eftir að greitt hafði verið úr misskilningnum. Hann kvaddi kurteislega og baðst forláts á átroðningnum. Ég hef stundum leitt hugann að því, hvort skúrkurinn, tvífari minn, hafi komist undan maklegri meðferð laganna meðan gæslumenn þeirra fylgdust með ferðum mínum. Á þessum tíma var heimsstyrjöld tiltölulega nýlega afstaðin, og eftirlit með ferðum milli landa - og innan þeirra - var til muna nákvæmara en siðar varð. Við íslendingar þurftum, eins og aðrir útlendingar, að skrá okkur hjá útlendingaeftirliti lögregl- unnar og urðum að tilkynna allar ferð- ir okkar, innan lands eða út úr því, til skrifstofii eftirlitsins. Skrifstofan var, að mig minnir, í kjallara lögreglustöðvarinnar í Lundi. Eftirlit með útlendingum heyrði undir umsjón með sakamönnum - Krim- inalpolisen i Lund - og í kjallaranum voru deildir merktar þjófum, ofbeldis- mönnum og öðrum vandræðamönn- um á borð við útlendinga. Bak við dyr útlendingaeftirlits hitti ég löngum unga konu og þriflega, ég man að hún var sokkalaus og i tré- skóm. Satt að segja leist mér nokkuð vel á konuna, svo ég sætti mig hennar vegna við sakamannastimpilinn. Ég kvaddi þessa vinkonu mína ævinlega þegar ég hélt til íslands í jóla- eða sumarleyfi, og lét verða eitt mitt fyrsta verk að gefa mig fram við hana þegar ég sneri aftur til náms. Ekki trúi ég að hrifningin hafi verið gagnkvæm, en samt varð ég eins konar frúnaðarvinur - eða kannski uppljóst- rari - sakamannaeftirlits sænsku lög- reglunnar. Einhverju sinni hvarf ís- lensk námskona úr borginni án þess að láta yfirvöld vita um ferðir sínar. Þá barst mér bréf frá útlendinga- eftirlitinu með fyrirspum um hvort mér væri kunnugt um dvalarstað hennaf. Ég gerði mér þegar í stað ferð til þeirrar berfættu í tréskónum og bar af mér alla vitneskju um þessa löndu mína. (Hún var um þessar mundir gift sænskum manni, og hefiir kannski einfaldlega verið í heimsókn hjá tengdafólkinu.) Raunar hafði ég nokkrar áhyggjur af því hvernig mínir frómu leigusalar, herra og frú Nilsson, nryndu líta á það ef að staðaldri færa að berast inn á heimili þeirra bréf til mín í brúnum þjónustuumslögum, merktum Krim- inalpolisen i Lund. En til þess kom ekki. Námskonan kom fram og frek- ari skrif bárust mér ekki frá þeirri tréskóuðu. Heima er bezt 547

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.