Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 14
Jóhanna Helga Halldórsdóttir: Gamla jólabréfið að snjóar og snjóar. Reyndar er dálítið jólalegt núna, trén eru hálfsliguð af stórum, feitum snjókornum, sem hlussast á þau eitt eftir annað. Alveg milljón snjókorn. Ég er að horfa á umferðina og fólkið sem virkilega nennir að vera úti og rápa milli búða, með alls konar lita böggla og farangur, eins og það sé þess síðasti dagur á ævinni til þess að versla. Sumir kasta kveðju, aðrir eru miklu glaðari og kyssast og flissa saman í smástund, halda svo áfram, orðnir alltof seinir því búðirnar eru fæstar opnar til miðnættis. Ég er reyndar að skrifa á jólakortin, á morgun þarf að senda þau síðustu, er alveg að verða búin. Eitthvað annars hugar, en ekki stressuð fyrir jólin, ég er búin að öllu og löngu búin að kaupa allar jólagjafir og þrífa, ég er eina óbilaða manneskjan í vinnunni, finnst mér allavega. Ég er að njóta þess um helgina að skrifa á kortin, borða konfekt og smákökur, fer í bíó í kvöld með Palla þegar hann kemur til baka. Við ætlum að sjá Stellu í framboði, auðvitað! Krakkarnir gista hjá ömmu sinni og afa og við ætlum að sofa og sofa á morgun og gera ekkert. Á sex kort eftir, til gömlu vinanna minna, uppáhalds- vinanna úr skólanum. Úps, þarna dettur kona í snjónum, rétt íyrir utan garðinn minn með sliguðu trjánum og öllum ljósaseríunum í runnunum. Hún lítur út fyrir að vera mjög þreytt þegar hún stendur upp og börnin tvö sem eru með henni eru frekar illa klædd og sýnast hálfhrædd um mömmu sína, þegar hún dustar af sér öll hlussusnjókornin. Húfulaus kona með tvö húfulaus börn í þunnum úlpum og allt í einu man ég eftir jólabréfinu hennar Ellu vinkonu. Hún er ein af uppáhaldsvinunum mínum úr skólanum, sem ég hef ekki hitt í átta ár. Jesús minn, það getur ekki verið svo langt síðan, er ég að hugsa þegar konan fyrir utan garðinn minn horfir allt í einu beint á mig fyrir innan gluggann. Ég horfi líka beint á hana, sé að hún er uppgefin á einhverju. Get ekki annað en brosað til hennar, þetta er falleg kona og viðkunnanleg, á meðan hún er fyrir utan garðinn að minnsta kosti. Veit að ég ætla ekki að bjóða henni inn, hún brosir á móti rétt sem snöggvast því ég sé það varla, og ég held áfram að horfa beint á hana, horfa og brosa til hennar og barnanna, sem eru stelpa og strákur, örugglega bæði á leikskólaaldri. Svo hættir hún að horfa inn um gluggann og inn um mig, gengur burt með börnin. Hvað hefði hún svo sem annað átt að gera? Ég hleyp upp á loft, upp í leynilegu jólakortageymsluna mína og sé þau liggja þarna í stöflum, mörg þúsund. Ég geymi þau öll síðan ég var krakki, skoða þau ef ég þarf að koma mér í gott skap, nokkrum sinnum á ári. Gramsa og gramsa, veit næstum hvar hver árgangur er og hvernig kortið frá þessum og hinum á að líta út. Fann það! Kortið frá Ellu vinkonu, og þarna er jólabréfið. Ég er búin að lesa það svo oft, að það er orðið máð og ég sé að hún hefur skælt þegar hún skrifaði það og ég líka smá þegar ég tók við því á jólunum fyrir þremur árum. Hvað tíminn líður, hvert er hann eiginlega að æða? Þetta var á jólunum þegar við Palli giftum okkur, nýbúin að eignast tvíburana Unu Osk og Árna Snæ. Skírðum og giftumst hvort öðru í leiðinni, það voru yndisleg jól, kannski man ég svona vel eftir bréfinu vegna þess að það kom einmitt þá. Mér datt ekki í hug þá að neinn gæti verið vansæll jólin sem ég var svo hamingjusöm og ósofin. Ég og Palli og tvíburarnir. Elsku hjartans Linda mín. O guð hvað ég sakna þín, sakna þess að vera ekki lengur stelpa í skóla þegar allt var svo einfalt og hver dagur tilhlökkunarefni. Það er ekki auðvelt að vera einstœð móðir og geta ekki veitt börnunum ýmislegt, eins og þjóðfélagið er í dag. Foreldrar mínir tala um það nánast daglega að ég hefði nú frekar átt að halda í hann Kára, þótt hann vœri Smásaga 542 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.