Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 18
veikinni, virðist ekki hafa liðið nema 3 til 4 sólarhringar frá smiti þar til sjúklingurinn veiktist. Þessi ægilega pest virðist ekki vera útdauð enn, því að hún stingur sér niður víða í heiminum, eins og Austurlöndum og sumstaðar í Ameríku. Tilgátur hafa komið upp um að fuglaflensan sé eitt afbrigði af svarta dauða. Þar sem rottur hafa verið taldir helstu smitberar svarta dauða, hlýtur maður að leiða hugann að því hvort þær hafi verið búnar að taka sér bólfestu hér á landi þegar fyrri faraldrarnir gengu. Frá miðri 18. öld segir frá því í Ferðabók Bjarna Páls- sonar og Eggerts Ólafssonar, að rottur hafi verið undir Jökli og getið um skip sem strandaði þar skammt fyrir utan og rotturnar synt í land. A þessum tímum voru einu samgöngur við önnur lönd á sjó, þess vegna er alls ekki loku fyrir það skotið að rottur hafi komið til landsins af og til eða orðið landlægar á sumum stöð- um, en lengi hefur verið talið að rottur væru forsenda þess að svarti dauði breiddist út. Seint á 19. öld fann Alexandre Yersin bakteríuna, sem er talið að valdi svarta dauða „yersinia pestis”. Með því að finna bakteríuna var talið að sjúkdómurinn væri aðallega bundin við nagdýr eins og rottur og mýs. I menn getur veikin borist með flóm sem lifa á nagdýrum þessum. Bakterían veldur bæði lungna- og kýlapest. í grein eftir Harald Briem, sem birtist í tímaritinu, Sagnir 1997, segir: „Sjúkdómurinn hefur gengið í þremur svo kölluðum heimsfar- öldrum. Hinn fyrsti var justinjanska pestin á 6. öld í kringum Miðjarðar- hafið, annar var svarti dauði, sem hófst á 14. öld í Evrópu, og hinn þriðji hófst á seinni hluta 19. aldar í Kína og er merki hans enn víða að finna í Asíu, Afríku og Ameríku.” Eftir þessu hefur það verið sami faraldurinn sem gekk yfir ísland í byrjun og lok 15. aldar þó svo að hann lægi niðri eða kæmi hingað aftur frá Evrópu. Rétt fyrir aldamótin 1900 braust út skæð drepsótt í Kína og á Indlandi, sem talið er að hafi verið svarti dauði. Pestin gerði mikinn usla á næstu árum eftir að hún kom upp. Það tók mörg ár að komast að því hvernig pestin smitaðist og var í fyrstu talið að hún smitaðist um meltingarveg. Þeirra tíma fræðimenn töldu líklegast að bakterían, yersinia pestis, sem fannst í líkömum sjúklinga, rottum og flugum, smitaðist um meltingarveg og bæru þessi kvikindi bakteríuna í mat. Nú til dags munu smitleiðir bakteríunnar vera betur kunnar og ætlar greinarhöfundur ekki að hætta sér út á þann hála ís að skrifa meira um þá hluti. Sjúkdómslýsingum á svarta dauða er ábótavant frá þeim tíma sem hann fór helreið yfir landið. Þó telja fræðimenn það full víst að það hafi verið svarti dauði í bæði skiptin. Ekki er vitað fyrir víst hvað pestin lagði marga að velli. I tímariti Sögufélagsins á blaðsíðu 199 frá árinu 1996 í grein eftir Gunnar Karlsson og Helga Skúla Kjartansson segir að tölur um kennimenn og þjónustufólk sem létust í plágunni séu mjög háar, frá 50-98% . Þess vegna hafi þeir ekki viljað nota þær til að álykta um mannfall á landinu. Þeir benda á að prestar séu í meiri hættu vegna starfs síns, með að smitast og dánartíðni á þessum stöðum geti verið dæmigerð fyrir þau heimili þar sem plágan kom, en ekki er víst að pestin hafi farið inn á öll heimili á landinu. Ekki er ástæða til annars en að ætla að mannfallið hér á landi hafi verið svipað og í nágrannalöndum okkar og er víða talið að það hafi verið um 25-45% . En það er ekkert sem sannar þessar tölur fyrir víst. Hval-Einar Herjólfsson, sá sem átti skipið sem færði landsmönnum pestina ógurlegu, virðist ekki hafa látist úr sóttinni. Helstu heimildir: Nýi annáll, Vatnsfjarðarannáll og Skarðsannáll. Sóttafar og sjúkdómar á Islandi 1400-1800. Sagnir tímarit um sögulegt efni 18. árg. 1997. HEIMA ER BEZT óskar eftir að fá til birtingar greinar um fugla, lif þeirra og hætti, sem fólk hefur tekið eftir á vegferð sinni. Greinarnar þurfa ekki að vera langar, ein til þrjár síður í blaðinu, allt eftir atvikum. Segja má frá óvenjulegum fuglum, sem við- komandi hefur þótt vera, sérkenni- legri hegðun þeirra og vott um vits- muni kannski. Greinarnar mega vera handskrifaðar sé þess óskað, og skulu sendast til: Heima er bezt, tímarit, Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík. heimaerbezt@simnet. is 546 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.