Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 33
til mikillar skelfingar hvar stráksi
hefur bakkað að tóftardyrum og
sturtað farminum inn í tóftina.
Ég hreinlega fraus, hafði engan
tíma til að henda mér flötum á
jörðina, eins og ég hafði lært í
Kanada við slíkar aðstæður. Innan
stundar stóð þessi ungi maður við
hliðina á mér með reikninginn og
sagði aðeins: „Viltu gjöra svo vel og
kvitta.“ Það var hreint ótrúlegt hvað
sveitamennirnir voru grandvaralausir
og sluppu fyrir horn, án þess að hafa
nokkurn skrekk. Ég dáist að þeim
eftir á og mér varð oft hugsað til
þessara manna, sem kunnu ekki að
hræðast, þegar sat við stýrið á
„Heklu”, „Hattinum“ (TF-HAT) eða
„Súpunni“ (TF-SUP) í ísingu og
leiðindaveðrum á leiðinni vestur um
haf, þegar flugtíminn fór stundum að
nálgast tuttugu stundir til meginlands
Norður-Ameríku.
Eitt sinn missti vél flugið hjá mér
einhvers staðar suður af Hvarfi á
Grænlandi, vegna ísingar. Mikil
skelfing greip um sig meðal far-
þeganna enda hrapaði vélin stjórn-
laust langt niður og raunverulega hélt
ég að nú væri mín síðasta stund
runnin upp, en viti menn, allt í einu
fóru að heyrast miklir skruðningar
þegar við komumst niður í hlýrra loft
og ísinn braut af bol og vængjum
vélarinnar. Það var ótrúleg sýn, sem
við mér blasti, þegar ég sá vængi
vélarinnar Ijaðra úti í næturmyrkr-
inu, þegar þeir voru að losa sig við
klakabrynjuna. Eftir það vissi ég að
það mátti bjóða „Fjörkunum" ótrú-
lega vond veður.
Svo er það sagan af því þegar
norska konan, sem var á heimleið úr
norska flotanum, ól barn um borði í
„Heklu“ og það gerðist reyndar á
salerninu. Flugfreyjurnar, þær Sig-
ríður Gestsdóttir og Anna Lárus-
dóttir, önnuðust um konuna með
aðstoð Norðmanns, sem skildi á
milli, en síðan var þeim mæðgum
komið fyrir á besta stað í flugvélinni.
I framhaldi af þessu fór ég að ná
sambandi við ísland, því ég vildi
bera það undir trúnaðarlækni Loft-
leiða, hvað við þyrftum að gera
meira fyrir móður og barn. Ég
Alfreð Elíasson.
kallaði og kallaði en fékk engin svör.
Þótti mér þetta öllu verra, því enn
var nokkurra klukkustunda flug til
Islands. Ég heyrði vel í London og í
flugvélum sem þeir voru í sambandi
við. Ég kallaði því í London og bað
um neyðaraðstoð. Allt gekk það eftir
og sambandið við Reykjavík náðist.
Að þessum fjarskiptum loknum
fóru flugmenn hinna ýmsu flug-
félaga, sem höfðu fylgst með fjar-
skiptunum er fóru fram í talstöðvun-
um, að kalla okkur á Heklunni upp
og höfðu uppi góðlátlegt skens og
gamanyrði: „Hallo, daddy! Are you
not happy, daddy”, og svo framvegis.
Kannski er mér þó allra minnis-
stæðast þegar ég tók þátt í því að
bjarga DC-3 flugvélinni af Bárðar-
bungu Vatnajökuls, grafa hana tví-
vegis upp úr frera jökulsins, draga
hana niður á sléttlendi við Fljótsodda
á skaftfellsku afréttunum og fljúga
henni óskoðaðri þaðan til Reykja-
víkur með þeim Alfreð og Hrafni
boxara innanborðs. Ég viðurkenni að
það var dirfskufullt ævintýri, sem
heppnaðist,“ sagði Kristinn Olsen að
lokum.
Prestasögur
Seinni hluti
Hér birtast nokkrar gamlar og nýjar sögur af
prestum. Allar eru þœr meinlausar og vega í
engu að mannorði þessarar ágætu stéttar.
Rabbíni og kaþólskur prestur voru
saman í veislu. Presturinn spurði
rabbínann: „Hvenær ætlar þú, bróðir,
að láta af fordómum þinum og eta
svínakjöt?”
„í brúðkaupi þínu, bróðir,” svaraði
gyðingurinn.
írskur prestur sat í veislu og á móti
honum ung og fögur kona með
róðukross í festi um hálsinn. Presti
var starsýnt á bringu konunnar, sem
var í afar flegnum kjól.
„Þér erað væntanlega að horfa á
hinn krossfesta,” niælti daman.
„Mér varð raunar litið til ræningj-
anna,” svaraði prestur.
Irar segja sögur af sjálfum sér, þar
sem íbúar ýmissa hluta landsins hafa
hverjir sín sérkenni. Þannig eru
Keixybúar einfaldir sveitamenn, eins
konar molbúar eða bakkabræður, í
Cork búa borgarfífl, en við vestur-
ströndina, í Connemara, eru þrjótar.
Pörupiltur þar í sveit hafði stolið
hænu af prestinum. Þegar hann gekk
næst til skrifta vora góð ráð dýr.
„Faðir,” mælti hann. „Ég stal hænu
og ætla að láta yður fá hana.”
„Fáðu hana þeim sem þú stalst
henni af, sonur minn,” ansaði prestur.
„Ég er búinn að því, en hann vill
ekki þiggja hana,” sagði strákur.
„Flaltu henni þá, sonur sæll,”
svaraði skriftafaðirinn.
Það var í Þýskalandi á dögum
þúsundáraríkis Hitlers að maður af
gyðingaættum konr til kirkju að hlýða
messu.
Presturinn sagði hvasst:
„Þeir sem ekki eru aríar eiga ekkert
erindi í þessa kirkju.”
Þá gerðist kraftaverk. Líkneski af
guðsmóður lifnaði við, sté fram með
son sinn ungan og sagði við hinn
óvelkomna kirkjugest:
„Komdu ísak minn, við skulum
fara.”
Ornólfur Thorlacius tóksaman.
Heimaerbezt 561