Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 11
Lilja Ólafsdóttir til vinstri, annar tvíburinn sem rætt er um í greininni, og María. endurgjaldslaust ef hún veldi sér mannsefni sem honum væri að skapi. Nú ætluðu ungu pörin að láta reyna á þetta. Þau gengu heim á prestssetrið og smeygðu sér í betri fötin, sem þar voru geymd. Er ekki að orðlengja það að þau voru gefin saman í stofunni í Vigur án athuga- semda frá prestinum. Engir voru þar brúðkaupsgestir og engin veisluhöld eftir athöfnina, enda þurftu brúðhjónin að sinna störfum sínum. Eftir að hafa klæðst hversdagsfötum á ný skunduðu þau nýgiftu til Holu- búðar, brúðguminn að beitingaborðinu en brúðurin fór að lífga eldinn í kamínunni og elda mat handa skipshöfn- inni. Síðan var farið í róður og allt gekk sinn vanagang. Eitt hefur þó ungu konunni þótt á skorta. Elún kom að máli við unglinginn og kvaðst vilja eiga við hann kaup. Sagðist hún vera fús til að beita fyrir hann nokkra króka ef hann vildi skipta við sig á svefnplássi. Pilturinn varð kímileitur en kvað ekkert því til fyrirstöðu. Þar með var formannsrúmið orðið að hjónasæng. Þess má geta að þó engin viðhöfn væri í sambandi við þessa hjónavígslu, entist hjónabandið í 58 ár, eða þangað til eiginmaðurinn lést. Hjónin urðu farsæl og kynsæl, eignuðust 15 börn, þar af sex sinnum tvíbura. Frásögn Maríu Rögnvaldsdóttur Vorið 1924 bjuggum við Ólafur á Kleifum í Skötufirði. Tvíbýli var á Kleifum, jörðin fremur kostarýr og bústofn okkar lítill. Til að afla heimilinu viðurværis fór Ólafur ævinlega í verið á vorin, yfirleitt til Bolungarvíkur, svo var einnig þetta vor. Gamli bœrinn á Kleifum í Skötufirði. Ég var heima með börnin og skepnurnar. Auðvitað var þetta ýmsum erfiðleikum bundið, en erfiðast held ég hafi verið hvað oft var heylítið á vorin. Það var sárt að geta ekki gefið skepnunum nægilegt að éta, ærnar komnar að burði og þurftu á góðu fóðri að halda og eins var nauðsynlegt að halda mjólkinni í kúnni vegna barnanna. Við áttum aðeins eina kú á þeim árum, en hún var gæðaskepna, stóð aldrei geld nema einn mánuð, bless- unin. Það sem bjargaði var að við áttum alltaf fisk, saltaðan og hertan og ég sauð fisk og fiskbein handa kúnni. Henni þótti þetta gott og mjólkaði vel af fiskmetinu ásamt því litla heyi, sem hægt var að gefa henni. Við höfðum nú eignast átta börn, tvisvar sinnum einbura og þrisvar tvíbura. Eitt höfðum við misst og eitt var tekið í fóstur. Ég var með sex börn þetta vor, það elsta átta ára og yngst voru tvær telpur, tæpra tveggja ára. Nú vildi svo illa til að þær veiktust mikið, fengu háan hita, lágu í móki og ég var í vandræðum með að koma ofan í þær næringu. Þar kom að ég sá ekki fram á að þær hefðu þetta af nema læknishjálp fengist. Læknir var þá ekki í Ögurhreppi, en læknir fyrir Djúpið hafði aðsetur í Skálavík í Mjóafirði. Læknir þessi var annálað góðmenni, en mjög drykkfelldur. Ég fékk menn frá Eyri í Skötufirði til að fara á trillu inn í Skálavík og sækja lækninn. Þeir gripu í tómt þegar þangað kom - læknirinn úti á ísafirði, urðu þeir því að fara þangað, en ekki fundu þeir lækninn. Þeir báru þá upp erindi sitt við Vilmund Jónsson, sjúkrahúslækni. Hann kvaðst ekki hafa aðstæður til að fara í sjúkravitjun inn í Djúp, þeir skyldu hafa upp á héraðslækninum og fara með hann inneftir. Þetta gerðu þeir en læknirinn reyndist vera í slæmu ástandi. Mennirnir báru hann um borð í bátinn og héldu inn í Skötufjörð. Þegar þeir komu að Kleifum báru þeir hann inn í húsið. Ég var uppi á lofti hjá börnunum og fór niður. Leist mér ekki á blikuna þegar ég sá hvers kyns var. Mér brá mjög og sagði: Hvað eruð þið að gera með þetta hingað? Ekki verður hann börnunum til bjargar. Fór ég svo upp aftur. Litlu síðar koma mennirnir upp í loftsgatið, héldu þeir þá sinn undir hvorn handlegg á lækninum og gátu þannig komið honum upp. En þá datt Heima er bezt 539

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.