Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 22
Eyri við Seyðisjjörð. Ljósm.: A. S. 1969. ur mikill, harðger og vitur, eins og segir í íslenzkum æviskrám. Meðal margra systkina Olafs voru Jón varalögmaður í Víðidalstungu, Ingi- björg prestkona á Snæfjöllum, amma Jóns forseta, og Þórður stúdent í Vigur, sem Vigurætt er kennd við. Kom hún út í mörgum bindum (frá 1992) á vegum Ættíræðistofu Þor- steins Jónssonar, sem tók þetta stóra ritverk saman ásamt Ásgeiri Svan- bergssyni. Olavius skrifaði mikið rit um rann- sóknarferðir sínar á landi feðra og mæðra: Ökonomisk rejse var prentuð í Kaupmannahöfn 1780. Fyrr hafði hann séð um útgáfú Njálu, svo að nokkurs sé getið, en að Hrappseyjar- prentverki var hann aðeins fyrsta starfsárið þar, síðan að miklu leyti erlendis. Koma Jóns Þorlákssonar að prent- smiðjunni var örlagarík um persónu- hagi hins unga skálds og framtíð. Hann fekk Margretar dóttur Boga í Hrappsey og var Bogi því langafi systkinanna á Stað í Aðalvík. Þegar síra Jón náði loks uppreisn til prestsembættis á ný og fór norður að Bægisá undir árslok 1788, neitaði Margret kona hans að fylgja honum norður í land. Á hún m. a. að hafa borið við ófanna snjóalögum í byggðum Eyjafjarðar og fyrirsjáan- legu búskaparbasli á Þelamörk, þó að einkaréttur alls bókarprents í landinu lögbundinn biskupsstólnum á Hólum, þeim biskupsfrændum nyrðra og hafði verið á þeirra vegum suður í Skálholti, er Þórður Þorláksson var biskup syðra, eftirver magisters Brynjólfs Sveinssonar 1674. Prentverkið flutti Þórður biskup frá Hólum 1685 og var mikilvirkur útgefandi, og er fræg sú undantekning hans, að hann lét fyrstur íslendinga prenta íslenzkar sögur, svonefndar Skálholtssögur, annars að sjálfu gefnu mest guðsorðabækur skv. hefð og skyldu. Prentsmiðjan á Breiðafirði Framtak Boga Bene- diktssonar í Hrappsey var einstakt menningar- verk auðugs sjálfseignar- bónda, en sá sem flutti prentsmiðjuna út til íslands og fekk til þess undanþágu frá einkaleyfi Hólaprents, var Ólafur Ólafsson frá Eyri við Seyðisfjörð, sem fyrr getur í þessum þáttum úr Aðalvíkursveit, en hann gerði all fræga rannsóknarferð sína 1775 norður í Grunnavíkur- og Sléttuhreppa, lesinn og lærður þjóð- hagsfræðingur á styrk dönsku stjórn- arinnar. Aðeins skal það endurtekið og áréttað, að Ólafur frá Eyri, sem tók sér menntamannsnafnið Olavius og átti langa starfsævi á Jótlandi, var svo bjartsýnn á framtíð landbúnaðar og fólksfjölgunar á Hornströndum bæði austan og vestan sveita- og sóknamarkanna undir Axarfjalli, að aldrei kom til framkvæmda hug- mynda hans. Þarf varla að telja hvað hindraði, auk almenns fátækis þjóð- fólksins, svöl veðrátta, tíð hafísár, mjög lítið undirlendi og illfærir ijallvegir. Fleiri og hættulegri en dæmi verða fundin um í nokkru öðru byggðarlagi, svo þau svefnþorn, sem aldrei gátu vakið framfarahuga. Hin góða von umbótasinna eins og Ólafs frá Eyri eða náttúrufræðinganna, sem gerðu sér ferð um afskekktustu sveitir á Vestfjörðum á 18. og 19. öld, var tálvon. Réttast sagt: óraun- A Sœbóli í Aðalvík. Straumnesjjall í norðri. Ljósm.: A. S. 1994. Japetus Steenstrup, brjóstmynd við Hafnarháskóla. Ljósm.: Á. S. 1988. hæft pappírsgagn. Draumur á dimm- ustu nótt, gleymdur í dögun. Rifja skal upp um hinn hugmynd- aríka Djúpmann, að hann var fæddur um 1741 og var faðir hans Ólafur lögsagnari Jónsson, Sigurðssonar, síðar í Vigur, sýslumaður og búfork- 550 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.