Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 12
Frá Vigur í dag.
Hestfjall, séð frá Vigur.
hann máttlaus niður í rúmið. Ég sagði þeim þá að koma
sér með hann niður aftur því hér gerði hann ekkert gagn.
Reis læknir þá allt í einu upp sló saman höndunum og
hrópaði: Börnin lifa! Þau skulu lifa! Síðan féll hann niður
í rúmið aftur. Mennirnir sáu nú að þetta var þýðingarlaust
og fóru með hann niður. Kona frá Eyri var stödd hjá mér
og bauðst hún til að láta fara með lækninn heim til sín
Bátahús íjjörunni í Vigur.
svo hann gæti sofið úr sér og myndi hann svo vera fluttur
að Kleifum strax og hann vaknaði. Ekki var um annað að
ræða en að taka þessu boði. Morguninn eftir vaknar
læknir snemma og vill komast strax af stað til
sjúklinganna. En þá tók ekki betra við. Karlskrattamir,
sem höfðu með bátinn að gera, höfðu fengið sér neðan í
því þegar þeir voru lausir við lækninn og voru nú
blindfullir úti á firði og engin ráð til að ná í bátinn.
Læknirinn tók það ráð að ganga út að Litlabæ og fá sig
fluttan inn að Kleifum. Það gekk allt vel og nú var loks
hægt að huga að börnunum. Læknirinn skoðaði telpurnar
mjög vandlega, nærfærinn og prúður. Sagði þær þurfa að
fá meðul sem allra fyrst, myndi þeim þá batna. Bóndinn á
Litlabæ, sem kom með lækninn, bauðst til að fara með
hann inn í Skálavík. Tók hann meðulin með sér til baka,
þannig að ég fékk þau um kvöldið. Telpunum létti
fljótlega við meðalagjöfina og náðu sér eftir skamman
tíma. Og ekki létti mér síður eftir þessa erfiðu daga.
540 Heima er bezt