Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 43

Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 43
18. hluti Framhaldssaga Jóhanna Helga Halldórsdóttir: Svo pökkuðum við saman og fórum, ég og hún Lára, og allar hinar konurnar fylgdu á eftir.“ Erla hló svo mikið við tilhugsunina, að henni svelgdist næstum á kaffinu sínu. „Og við sem héldum að þetta ætti að snúast um ný tækifæri og slíkt!” Unnur stundi og strauk kúluna, hún var orðin svo ansi fyrirferðarmikil. Samt leið henni svo vel, henni fannst óléttan algjörlega eðlilegt ástand og var ekki eins kviðin og áður. Nú var hún búin að skoða fæðingarstofuna og fá meiri fræðslu um fæðinguna sjálfa, og hvernig allt færi fram þegar tíminn kæmi. Steinar var orðinn svo spenntur að hann hringdi í hana á klukkutíma fresti allan daginn, til þess að vita hvort ekki væri allt í lagi og hvort hún finndi nokkra verki eða stingi einhvers staðar. Unni þótti vænt um umhyggju hans en hafði svo mikla þörf fyrir einveru að henni þótti best þegar hún var ein heima lungann úr deginum, að mála, spá og spekúlera. Hún var löngu búin að hafa töskuna tilbúna, sem Steinar skyldi koma með á sjúkrahúsið, þegar hún og barnið kæmu heim, allt var þvegið og strokið, og hún var staðráðin í því að njóta þessara vikna sem eftir væru. Hún upplifði þennan tíma eins og eitthvað sérlega dýrmætt. Tímann áður en hún yrði alvöru mamma. Hún fór í langa gönguferð á hverjum degi og hugleiddi lífið og tilveruna og lét sig dreyma um hvað það yrði gaman að vera með lítið barn í fanginu sem yrði örugglega nauðalíkt þeim Steinari, sama hvort kynið það væri. Hún hafði ekki viljað vita kyn barnsins þegar læknirinn spurði hana að því og sagðist geta sagt um það upp á 95%, en hún sá alltaf fyrir sér dökkhærða stúlku, líka henni sjálfri en með augun hans Steinars og brosið. Gaman að vita hvort það gengur eftir, hugsaði hún brosandi þar sem hún gekk yfirleitt sama hringinn, frá íbúðarhúsinu að fjárhúsunum og svo alla leið að veginum og til baka afitur. Þetta var svona klukkutími á dag alltaf, svo höfðu þau Steinar farið í nokkra tíma í foreldraleikfimi, eða hvað þær kölluðu það nú, þessar sem stýrðu foreldranámskeiðunum á vegum heilsugæslunnar. Þar æfðu þau djúpöndun og hraðöndun og reynt var að líkja eftir því sem gerðist í fæðingunni, ásamt því að liðka vöðva og byggja upp kraft. Unnur efaðist mikið um gildi þessara tíma, hún hafði tröllatrú á gönguferðum og sundi hins vegar, henni fannst hvoru tveggja orðið erfitt núna upp á síðkastið þar sem hún var eðlilega orðin fyrirferðarmikil, en píndi sig samt til þess að stunda bæði, fannst hún verða að fá hreyfinguna. Hún hugsaði til baka og rifjaði upp allt sem hafði gerst síðan hún kynntist Steinari og sleit að mestu böndin við foreldrahúsin, henni hafði fundist allt gerast svo hratt og svo margir atburðir og stórir á síðustu mánuðum að hún henti varla reiður á þeim öllum. Það frábærasta sem gerst hafði, fýrir utan þau Steinar og tilvonandi erfingja þeirra, fannst henni samband Erlu og Víglundar og vinskapur þeirra allra sem var eitthvað svo eðlilegur og heiðarlegur, en umfram allt skemmtilegur. Og svo auðvitað hún Jóna mágkona hennar, sem var nú orðin góð vinkona og ómissandi hluti af Qölskyldunni, með litlu Láru Lind, sem enginn sá sólina fyrir, mikið var Heimaerbezt 571

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.