Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 40
Horft um öxl
Ráiíur um áRaqnhiícfi SÞorfjörnsoóííur
Foreldrar.
Sú einasta, Arnfríður Gunnarsdóttir, sem finnst skráð í
manntalinu frá 1801, er Arnfríður sú, sem skírð var 4.
marz 1774. Foreldrar hennar eru Gunnar Hafliðason,
bóndi í Götu í Hólahreppi í Ámessýslu, f. 1718, d. 2.
marz 1785 úr landfarsótt, og Ingi-
björg Magnúsdóttir f. 1736, frá
Gröf í Hrunamannahreppi í Árnes-
sýslu. Gunnar og kona hans hafa
notið þó nokkurrar virðingar í sinni
sveit, en þegar Arnfríður er borin
til skírnar, er Gunnar titlaður
„Monsr. Gunnar Hafliðason“ og
kona hans nefnd Madme Ingibjörg
Magnúsdóttir.“ (Mest eftir Mini-
sterialbók Hrepphóla í Árnes-
sýslu). Þau Gunnar og Ingibjörg
giftust 1761. Foreldrar Gunnars
voru sr. Hafliði Bergsveinsson f.
1683, frá Hrafnkelsstöðum í Út-
skálasókn, prestur í Hrepphólum í
Árnessýslu og Katrín Eiríksdóttir f. 1682, frá Lundi í
Borgarfirði. Ingibjörg Magnúsdóttir f. 1736 var frá Gröf í
Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Foreldrar hennar voru
Magnús Gissurarson f. um 1703 í Tungu í Reykjadal,
Árnessýslu og Valgerður Jónsdóttir f. 1694 frá Gröf í
Hrunamannahreppi. Þau höfðu gifzt 1731. Arnfríður bar
nafn langömmu sinnar, en móðir Valgerðar hét því nafni.
(Ættarvefur Mormóna á netinu). Gunnar var lögréttu-
maður frá 1769-1784. Sagður búsettur í Götu í Hruna-
mannahreppi. (Lögréttumannatal).
Amfríður virðist aðeins hafa verið um eins árs skeið á
Úlfsstöðum. Hvorki er um hana vitað árið fyrir, eða árið
eftir fæðingu Ragnhildar. Árið 1816 er Arnfríður ógift
vinnukona í Brekkhúsi í Ofanleitissókn í Vestmanna-
eyjum. (Mt. 1816). Hún finnst víða þarna í sókninni eftir
þetta, m.a. í Efstagerði árið 1823, Jóns Þorbjörnssonar-
húsi árið 1827, Kastala árið 1829, Árnahúsi 1833, Stein-
móðarbæ árið 1836, Stakkagerði 1844, og hvað stöðu
varðar, er hún yfirleitt þá skráð „sjálfrar sín.“ 1840, þegar
Arnfríður er 65 ára, er hún enn sögð sjálfrar sín og búsett
er hún í BrekkshúsL I kunnáttudálki stendur „fróð.“ Ekki
er auðvelt að lesa hvað skráð er um hegðan hennar. Helzt
virðist sem þar sé skráð „fremur smá.“ (Sic! -Hvort presti
hafi fundist stærðin skipta meginmáli hvað hegðan
varðar, skal allsendis ósagt látið!)
Arnfríður er enn búsett í Vestmannaeyjum 1845. Þá er
hún á Kornhóli og hefur þá ofan af fyrir sér með handa-
vinnu. (Mt. 1845). Þegar hún er (sögð) 72 ára árið 1848,
er hún í Kornhálsfjósi, en síðustu
árin er hún í Kornhálsi. 1850
stendur „lágvax“ í reitnum um
kunnáttu við nafn hennar, en hvað
þessi athugasemd hefur merkt, er
ekki alveg ljóst. Arnfríður er sögð
sjálfrar sín fram yfir áttrætt en
niðursetningur úr því. Þann 6. júlí
1859 andast Arnfríður, „niður-
setningur frá Elínarhúsi,“ þá 85
ára. „Dó af ellilasleika.“ (Min. og
sókn. Ofanleitissóknar). Ekki sést í
ministerialbók Ofanleitissóknar, að
Arnfríður eignist börn í Eyjum og
ekki gengur hún þar í hjónaband.
Áður hefur hún þó eignast soninn
Halldór, þann 21. febrúar 1808, dáinn 7. marz sama ár,
með Guðmundi Jónssyni bónda á Rauðará, síðar
tuktmeistara í Reykjavík. (T.VA.).
Vinnumaðurinn Þorbjörn Sigurðsson, deyr 13. febrúar
1808. (Mannt. Borgarij.). Hann var fæddur 8. október
1776. Þorbjörn var vinnumaður föður síns 1794, en for-
eldrar hans voru Sigurður Pálsson f. 1726, d. 7. júlí 1795,
bóndi víða í Reykholtsdal og Hálsasveit og 2. kona hans
Sigríður Þorleifsdóttir f. 9. nóvember 1735, d. 22. nóv-
ember 1786, sem gifzt höfðu 22. nóvember 1774. (B.Æ.)
Pilturinn fermist 17 ára og er hann næstelztur þeirra 11
barna, sem fermast það ár. Þorbjörn er vinnumaður á
Hægindum árið 1799. Árið eftir er hann kominn að Úlfs-
stöðum. Þorbjörn deyr úr brjóstsýki, þegar hann er 36
ára. Þá er hann vinnumaður á Norður-Reykjum. (Min.
Reykholts).
Sennilega hafa leiðir Ragnhildar og foreldra hennar lítt
legið saman eftir að þau Arnfríður og Þorbjörn hurfu úr
vistinni á Úlfsstöðum, að öllum líkindum vorið 1802.
Á Úlfsstöðum og í Hjarðarholti
Fóstri Ragnhildar, Magnús Sigurðsson, var fæddur á
2. hluti
Þórhildur Richter:
Ýmsir samferðamenn
Ragnhildar
Hér á eftir verður gerð
lítilsháttar grein fyrirýmsum
samferðamönnum Ragnhildar,
en mismikil þó.
568 Heimaerbezt