Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 20
Jóhanna Helga Halldórsdóttir:
Krotað að kvöldi
Ég er að fletta reikningabunkanum mínum.
Hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera við hann.
Skoða reikninga síðustu 2ja mánaða - og rúmlega.
Hefborgað allt sem ég get.
En það er sama sagan, ég ræð ekki við vexti, verðbólgu eða vísitölu.
A hverjum degi koma feitletruð, yfirdregin, valdsmannsleg bréf -
frá bankanum, bankastjóranum og lögfræðingum.
Þau fara neðst í bunkann.
Enginn gefur þann tíma sem til þarf
annað hvort er hann ekki til -
eða þá að hann bíður ekki eftir mér.
Ég skil að ég þarf kraftaverk núna.
Það er fallegt sólarlag.
Himinn og jörð og fallahlíðar í hrópandi ósamrœmi
við bunkann sem ég hef í báðum höndum.
í sólarlaginu ákveð ég að bíða eftir þessu kraftaverki
hvort sem ég hef efni á því eða ekki.
Það vaknaði ný von við regnbogann í dag
og nú leita ég að tilganginum með þessu.
I dag kom stórt hótunarbréf frá bankanum -
líka pennaveski og vasareiknir til dóttur minnar, sex ára.
Hún er svo glöð að byrja skólann,
á morgun kaupum við gula og rauða skólatösku
og hún fer að lœra um lífið.
Eg veit ekki hvernig veturinn verður
en œtla að gera mitt besta.
Ég mun minnast þessa dags í ágúst
með sólarlagið og regnbogann - minna mig á hann.
Dagurinn sem leikskóla lauk
og strákarnir tíndu í fulla kerru af rusli.
Eldri dóttirin þreif og pússaði og vaskaði upp -
pabbinn úti á túni að vinna.
Dagurinn sem börnin fóru í kvöldbaðið ogfengu ís með barnatímanum.
Dagurinn sem unga mamman labbaði til mín með barnavagninn.
Dagurinn sem pennaveski og vasareiknir komu frá bankanum.
Dagurinn sem ég gerði ekkert nema horfa á þennan gjaldfallna bunka
og ákvað að ég þyrfti kraftaverk.
Nú má það koma.
!
Við birtingu þessa verðlaunaljóós Jóhönnu, í samkeppni HEB og MENOR í októberhefti blaðsins, urðu þau leiðu mistök að
lokakafli Ijóðsins féll út. Biðjum við höfundinn velvirðingar á þessum mistökum og birtum Ijóðið hér aftur í heild.
I
548 Heima er bezt