Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 28
síður vísindaleg leit prófessors
Steenstrups í mýrunum hefði getað
orðið til framfara í sveit, sem var að
gleymast, en ný tækifæri blöstu við í
landinu. Námugröftur í móbergið
milli blágrýtis- eða fornbergsundir-
stöðunnar, og síðari aldaskeiða berg-
hlaups, jafnvel í skriðum, gat skipt
sköpum í Sléttuhreppi. Fólkinu féll
allur hugsjónaketill í eld, þegar
seinni heimsstyrjöldinni lauk.
Fáum mönnum var vorkennt norð-
ur þar, þegar engar undirtektir feng-
ust um vegatengingu frá Hesteyri,
læknissetri og verzlunarstaðnum, til
Látra, sem var býsna hagfelld. Né frá
Hesteyri til Staðar og Aðalvíkur.
Hafnarskilyrði innan við Hesteyri
einhver hin beztu á landinu - og því
ákjósanleg og auðveld úrlausn.
Sókn í surtarbrandinn var þeim
mun meiri í Aðalvíkursveit, að þar
eru svo köld sumur, að erfitt er að
þurrka rekaviðinn til eldsupphitunar.
í Jarðabókinni margtilvitnuðu og sízt
offrægðu, er hiklaust getið hrís- og
viðar í landi einu jarðarinnar í Sléttu-
hreppi, sem var í sjálfsábúð. Það var
góðbýlið Hesteyri. Land jarðarinnar
er heill íjörður, báðum megin frá
sveitamörkum að austan, undir Lási,
að vestanverðu að landareign Sléttu,
að kalla utan við Hesteyrarfjörð -
gegnt Lási. Inni í firðinum óx hrís,
áður birkikjarr að skógartrjáahæð.
Ofnýtt var, vegna hins afskaplega
grasleysis í Aðalvíkursveit, og svo
rifinn upp kjarrskógur til eldiviðar
og kolagerðar. Engin áhöld, nema
lúnar höndur og slitin handtök. Að-
eins skapfestan sleit upp. Seigur lífs-
viljinn. Að sönnu ekki til járn í
sagarblöð, hvað þá viðaraxir. Kvist-
inn í Hesteyrarfirði þraut, ekki af
ofbeit, því að bændur voru fáir og
búfénaður lítil hjörð „á hjara ver-
aldar“, svo að vitnað sé enn til Þór-
leifs Bjarnasonar, en elds var þörf í
jafnkulda íslenzkrar byggðar, eftir að
Litla ísöld lagðist á, með öllum
hörmungum og mannþjáningum, síð
þjóðveldisaldar. Viðarkolin voru
búnauðsyn.
Nágrannar Aðalvíkursveitar vestan
Grænlandssunds tóku þá að kenna
uppdráttarsýki og aðkoma dauðans
Isafjörður, seint á 19. öld.
varð biðskammur tími. - Allrasíð-
ustu íslenzku mennirnir vestan hafs
dóu um 1600, eftir því sem ég hef
komizt næst og áður skrifað um í
Heima er bezt á hátíðaári þúsund ára
kristni.
Endaslepp ferð
Þeir Jónas sigldu því einnig fýrir
Straumnes, að Steenstrup vildi kanna
votlendi á útskaga Vestíjarða. Bátinn
létu þeir fara í Rekavík, enda ætluðu
þeir lengra. Steenstrup var hugfang-
inn af mýrinni þar, en hafði grun um
túndruna norður í Fljóti. - Hvort
tveggja var, að Steenstrup var lang-
samur göngumaður um hæðótt lág-
lendi heimalands síns og Jónas nær
ófær fjallgöngumaður vegna helti og
feitlagni. Þegar þeir sáu til hinna
ofboð háu fjalla norðurundan og
fundu í reynd sinni, hve örðug
Fljótsgangan yrði, féllst þeim hugur.
Því var borið við tímaleysi, en á
Snæíjöllum í bakaleið virtist ekki
liggja svo mjög á. Þar voru þreyttir
menn, kannski dálítið smeykir við
hinar ókönnuðu, ímynduðu Horn-
strandir, sem þeir höfðu ekki treyst
sér til að kynnast við grýtt fótmálið.
Að vísu var þar ekki ókunnugum
fært né útlendingi. Allir voru þar
framandi, einnig íslenzkur land-
könnuður og danskur náttúrufræð-
ingur. Þeim veittist líklega erfiðast,
vegna ofurbjartsýni stúdentshugans
og mjög lítillar göngufærni.
Þannig var um Jónas Hallgríms-
son, sem við Norðlendingar, og í
sveitum hans, síðar alþjóð, elskum
og eigum hann ávallt „listaskáldið
góða“, að hann var býsna kenjóttur.
Eins og glæsileg saga hans, sem
Hannes Hafstein skrifaði 21 árs
stúdent í Kaupmannahöfn, og er
merk heimild um „gamlan sveit-
unga“, er svo mætti kalla Jónas úr
Öxnadal, Hannes frá Möðruvöllum,
en skammt er milli staðanna eins og
áður greindi um Bægisá. Jónas var
„ekki allra“, sem oft er sagt, og til-
takanlegt er. Hann var einfari, helzt
úti í náttúrunni, nema góðvinir fyndi
hann, hressti með samkvæmi og
gleddist. Öflugustu félagsmenn Is-
lendinga, eins og Konráð Gíslason
og Tómas Sæmundsson brugðust
aldrei, og fekk hann stjórnarstyrkinn
frá 1838 til landskráningar staða-
lýsinga og jarðfræðirannsókna á
Islandi.
Út í óvissu ókannaðra
sveita
Gerum söguna sízt lengri en varð.
Auðvitað ætluðu þeir norður í Fljót.
Steinrunnar skógarleifar voru íleiðis.
Teknar, horfnar, en auðgrafið til.
Allra kaldasta mýrlendi í Evrópu
hlaut að vera í Fljóti samkvæmt
heimsmyndinni þá. Reginfjöll og
mjög svo óárennileg ganga úr
Rekavík var framundan. Þeir gáfust
upp við svo búið. Raunaleg sannindi.
Komizt hafa þeir að fullkeyptu í
Stakkadalsósnum á bakaleið, er ört
flæddi að í höfuðdagsstraumnum.
Hestfæð hefur jafnan verið til-
finnanleg og reiðmennska framandi í
Aðalvík. Því hnýtir Jónas í aðstoðar-
manninn, finnur til með dróginni,
sem þeir urðu að þrímenna á yfir
ósinn, og var horaður hesturinn
hnakklaus. En þannig var, að
556 Heima er bezt