Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 16
Um miðja 14. öldfara að
berast hrollvekjandi tíðindi
austan úr álfum.
Jarðskjálftar, illviðri, plágur
og illa þefjandi þoka lagðist
yfir kínverska keisaradœmið.
Halastjörnur óðu um
himinhvolfið og óttaðist fólk
að þœr væru aðvörun til
mannkynsins um að miklir og
voveiflegir atburðir vœru rétt
handan við hornið. Svarti
dauði varð lyftistöng hjátrúar
og skelfingar. Sú skoðun lifði
lengi að plágur vœru refsing
guðs á óstýrlátt mannkynið.
Svo rammt kvað að hjátrúnni
að annað nafn á pestinni var
,,Plága guðs. ’ ’ Víða i
Rússlandi og Síberíu gerðu
menn plógfar í kringum
þorpin, jarðir sínar og
heimili. Trúin á plógfarið
hefur löngum verið sterk í
Rússlandi og barst sú trú til
Vestur-Evrópu.
IGamla testamentinu er minnst
á plágur sem gengu yfir og
stráfelldu syndugt mannfólkið.
Þessi ægilega pest sem nefnd
er svarti dauði stingur sér enn
niður í nokkrum stöðum í heiminum
eins og í Norður- og Suður-Ameríku
og í Austurlöndum en þar eru
frumheimkynni veikinnar. Gyðingar
og nærliggjandi þjóðir fóru ekki
varhluta af pestinni og er getið um að
samskonar pest hafi bæði mýs og
rottur fengið. Lýsingar á fyrstu
drepsóttum sem sögur fara af eru
mjög ófullkomnar og erfitt að
henda reiður á hvort það var svarti
dauði eða aðrar drepsóttir. Drepsótt,
sem geisaði í Aþenuborg í
Pelopseyjarófriðnum árin 425-430
fyrir Krist, var mjög skæð og telur
sagnaritarinn Þúkydides að sú pest
hafi drepið þriðjung íbúanna. Um
rómverska ríkið gekk mjög skæð
drepsótt árin 251-266 eftir Krist.
Lýsing Prókopiusar á skæðri pest
sem gekk á dögum Jústiníans
keisara, bendir sterklega til að það
Freyja Jónsdóttir:
hafi verið svarti dauði. í lýsingu er
getið um kýli í nárum og víðar.
Á öndverðri 14. öld geisaði svarti
dauði í Evrópu, mannfall varð
gríðarlegt og er talið að pestin hafi
drepið um einn þriðjung allra
Evrópubúa. Borgir eyddust og að
öllum líkindum hefur pestin ekki
fjarað út á þeirri öld eða þeirri
næstu.Til Islands barst Svarti dauði
1402 og kom pestin hingað aftur
seint á þeirri öld.
Frá fyrri plágunni er sagt í Nýja
annál, Vatnsljarðarannál og
Skarðsannál, en annálum ber ekki
saman um hvaða ár það var sem
svarti dauði barst til landsins. Fyrir
sunnan gekk pestin um haustið með
mikilli ógn þannig að víða dóu allir á
sama bænum og virðist sem sumar
sveitir hafi lagst í eyði af völdum
pestarinnar. Reynt var að láta senr
flesta fá skriftamessu áður en þeir
létust. Það þótti nauðsynlegt svo að
sálin næði að komast í Guðsríki.
Sagan segir að séra Áli
Svarthöfðason hafi dáið fyrstur
kennimanna og hann hafi dáið um
haustið eftir að pestarinnar varð vart.
Síðan varð mikið kennimannahrun
og ekkert óeðlilegt við það, vegna
þess að prestar fóru á milli sjúkra og
veittu þeim skriftamessu. Sú hugsun
læðist að manni að skriftamessur
hafi upphaflega orðið til vegna
544 Heima er bezt