Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 17
óslökkvandi forvitni sálusorgaranna
um náungann. Nokkuð er víst að við
slíkar messur hafi prestar og aðrir
mennskir heilagleikar, orðið margs
vísari um líf skjólstæðinga sinna. í
þeirri blindu trú almúgans er eins
víst að hver og einn, sem vissi að
hann eða hún væri að dauða komin,
hafi ekki legið á neinum
leyndarmálum, hversu alvarleg sem
þau annars voru, eins og
framhjáhald, þjófnaðir, illt umtal,
misnotkun og jafnvel morð. Hver og
einn var þess nokkuð fullviss að Guð
myndi fyrirgefa ef viðkomandi drægi
ekkert undan við sálusorgara sinn.
Skip Hval-Einars kemur í
_______Hvalfjörð________
Nýi annáll segir frá því að árið
1402 hafi Hval-Einar Herjólfsson
komið í HvalQörð á skipi, sem hann
átti sjálfur. Kom þar út bráðsmitandi
veiki svo að menn lágu dauðir innan
þriggja sólarhringa. Þannig barst
svarti dauði hingað til lands með
áhöfninni að talið var. Þá urðu mikil
bráða dauðsfoll og segir í annálum
að séra Áli Svarthöfðason og 7
sveinar hans hafi andast í Botnsdal,
þegar þeir riðu frá skipi Hval-Einars,
er það var nýkomið að landi.
Breiddist nú veikin út með
ógnarhraða en eina fyrirstaðan var að
samgöngur milli landshluta voru
litlar og fór pestarinnar ekki að gæta
í sumum landshlutum fyrr en 1403,
ef marka má annála.
Ýmislegt var gert til þess að hefta
útbreiðslu svarta dauða, t.d. var
gerður ljósbruni, lofmessur sungnar
með sæmilegu bænahaldi og lofað
var þurraíostu fyrir kyndilmessu og
vatnsföstu fyrir jól, en ekki dugði til,
fólk stráféll. Ekki virðist neinum
hafa dottið það í hug að pestin væri
smitandi og gengi þannig mann frá
manni. Því síður að hægt væri að
einangra sig og sína til að forðast
pestina. Þó er til saga um bónda einn
sem virðist hafa verið langt á undan
sinni samtíð. Hann fór með hyski sitt
til fjalla eða upp á jökul og kom ekki
niður í sveit fyrr en pestin var gengin
yfir. En svarti dauði smitaðist ekki
eingöngu mann frá manni, þessi
voðalega pest berst með ýmis konar
dýrum og þá helst músum og rottum,
en flær sem lifa á þeim, eru
smitberar.
Reynt var að láta sem flesta fá
skriftamessu áður en þeir létust. Séra
Áli Svarthöfðason deyr fyrstur
kennimanna um haustið og síðan
Grímur kirkjuprestur í Skálholti og
þar á eftir aðrir heimaprestar á
staðnum. Séra Höskuldur ráðsmaður
deyr á jóladag, en hann deyr síðastur
lærðra manna í Skálholti fyrir utan
biskup sjálfan og tvo leikmenn.
Mikill mannadauði var árið 1403.
Þá lést Halldóra abbadís á Kirkjubæ
og 7 systur, 6 systur lifðu veikina af.
Þá eyddist Kirkjubær af öllu
þjónustufólki svo að systur, sem
lifðu af hremmingar svarta dauða,
urðu sjálfar að mjólka ær á kvíum og
annan mjólkandi búsmala.
Manndauðaveturinn síðari eyddi
Skálholtsstað aftur af fólki, nema
nokkrar hræður af þjónustufólki lifði
af. Eins og auga gefur leið, hefur nýtt
fólk verið komið í Skálholt, því eins
og áður segir, dóu flestir á staðnum
árinu áður.
Á Norðurlandi geisaði svarti dauði
árið 1403 og varð mannfall mikið,
ekki síður en á Suðurlandi. Ekki
lifðu pláguna af nema 6 prestar í
Hólabiskupsdæmi. Til marks um
hvað plágan var skæð, var sagt að ef
15 manns fylgdu einum til grafar,
komu ekki aftur heim nema 4, hinir
létust á leiðinni.
Laust fyrir páska 1405 létti
sóttinni. Ekki eru til neinar tölur um
hvað svarti dauði lagði marga að
velli en víða lögðust heilu sveitirnar í
eyði. Þessi mikla fólksfækkun varð
til þess að auðurinn færðist á fáar
hendur. Sumstaðar lifði aðeins einn
af í heilum fjölskyldum og erfði
hann þá allar eignir. Mikill fjöldi
jarða fór í eyði og verð hrapaði. Þrátt
fyrir þá sorg og eymd sem pestinni
fylgdi, urðu nokkuð margir ríkir, sem
að öðrum kosti hefðu alla tíð orðið
annarra manna hjú og sannaðist þar
máltækið: „Eins dauði er annars
brauð.”
Plágan kom aftur
Árið 1495-96 gekk svarti dauði
aftur yfir landsbyggðina og var talið
að plágan hafi borist með ensku
skipi sem kom í Hafnarijörð. Pestin
fór um allar byggðir nema Vestfirði
og 4 bæi í Grímsnesi og Hreppum.
Sagan segir að dýr hafi komið úr
bláu klæði sem var í skipinu og verið
fyrst að sjá sem fugl en síðan eins og
reykur upp í loftið. Fólk trúði því að
reykur og móða boðuðu voveiflega
atburði.
Fólksdauði var mikill eins og í
fyrra skiptið sem plágan gekk. Þá
andaðist Ásgrímur ábóti og allir
kennimenn fyrir norðan, alls 20 með
biskupnum. Þá kom fátækt
alþýðufólk af Vcstfjörðum, hjónafólk
með börn, því að fólkið vissi að
auðir bæir voru víða; valdi fólkið
jarðir sér til ábúðar og búnaðist
mörgum vel. Vissulega var svarti
dauði hvalreki fýrir þessa vestfirsku
fátæklinga.
Svo hatrömm var pestin að eftir að
hún gekk yfir fundust aðeins tveir
piltar 11 vetra í Kjalarnesþingi öllu
og enginn jafnaldri þeirra í allri
sýslunni. Gríðarlegt mannfall stóð
yfir allt sumarið og eyddi nálega
allar sveitir. Konur sátu dauðar við
vinnu sína í búrum og við mjaltir á
stöðlum. Mannfallið var svo mikið
að algengt var að 3 til 4 færu í sömu
gröfina.
Ekki er ólíklegt að í annálum séu
frásagnir ýktar og ber að taka þar
margt með varúð. Líklegt er að
fuglinn, sem sást fljúga úr bláa
klæðinu, hafi verið rotta en flærnar á
þeim eru taldar mestu smitberar
svarta dauða. Reykinn, sem lagði af
klæðinu bláa, er ekki gott að vita
hvað var og ekki ólíklegt að
þjóðtrúin ein hafi skapað hann.
I gömlum heimildum eru
sjúkdómseinkennum svarta dauða
lýst þannig að veikin hafi lagst á
lungu með miklum hita og allir eitlar
og þá sérstaklega í nárum og undir
höndum hafi bólgnað og ígerð komið
í þá.
Svarti dauði var bráðsmitandi og ef
marka má annála þar sem sagt er frá
Heima er bezt 545