Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Side 9

Heima er bezt - 01.01.2005, Side 9
Ræturnar eru fyrir norðan í gegnum tíðina hefur Sigmar safn- að hlutum sem hafa menningarlegt gildi. Eftir að hafa safnað verkfær- um, sem þjóðin notaði á öldum áður og á síðustu öld, þótti honum nóg komið. Þessir munir tóku mikið pláss enda eittþúsund að tölu. Miklu af þessu safhaði Sigmar fyrir þrjátíu til íjörutíu árum, flestir munirnir eru að norðan, úr hans heimahögum og víð- ar, til þess að bjarga þeim frá glötun. Það tók hann tvo vetur að skrá mun- ina og gera við þá í aukavinnu, með því að halda vel áfram. Hann gaf allt safnið til Héraðssafns Langnesinga, sem er í hinu forna íbúðarhúsi prestsins á Sauðanesi. Síðastliðið vor fór Sigmar norður til þess að koma mununum fyrir með aðstoð sérfræð- inga frá Þjóðminjasafninu, en eins og gefur að skilja var það gríðarleg vinna. Sigmar segir að líf sitt skipt- ist niður í tímabil og núna sé lokið söfnunartímabilinu í lífi sínu. Húsið á Sauðanesi var byggt á ár- unum 1879-1880. Það er hlaðið úr tilhöggnu holtagrjóti og eru vegg- irnir 75 sm þykkir. Grunnflötur hússins er 8 x 6,85. Það er ein hæð, kjallari og risloft. Þak er klætt með járni. Smiðir við húsið voru Sveinn og Björgúlfur Brynjólfssynir, sem báðir voru miklir hagleiksmenn og áttu heima á Sauðanesi á þeim tíma sem húsið var byggt. Árið 1880 flutti séra Vigfús inn í húsið. I Langnesingasögu eftir Friðrik G. Olgeirsson segir að húsið hafi ekki verið fullgert fyrr en tíu árum síðar í tíð séra Arnljóts Ólafssonar. Rétt áður en byrjað var að byggja það rak á land rauðviðarbjálka. „Hann var kaffibrúnn og á lit og glerharður. Dyraumbúnaður og allar hurðir í hinu nýja húsi voru smíðaðar úr þessum við, einnig margar hirslur. Sömu menn stóðu að verkinu og hlóðu húsið,” segir í Langnesingasögu. Nýlega er búið að gera húsið á Sauða- nesi upp og er það eins og nýtt bæði að utan og innan. Bróðir Sigmars, Aðalsteinn Jóhann Maríusson, múrari, sá um múrverkið og Jóhannes Jónasson um tréverkið. Sigrar og sorgir I gegnum tíðina hafa fáir munað eftir eða gert sér grein fyrir hinu skelfilega slysi Sigmars, það sést ótrúlega lítið á göngulagi hans og hann notar aðeins einn staf en gleymir honum oft. Hjólastóllinn er ljarlægur í huga hans og uppgjöf er eitthvað sem hann veit ekki hvað er.Sigmar á miklu barna- láni að fagna og Þórdís kona hans og hann voru mjög samhent. En sorgin gleymir engum og hún læddist að fjölskyldunni árið 1964, þegar Svan- ur Mar, sonur þeirra hjóna, lést tæp- lega ársgamall. 18 árum síðar knúði dauðinn aftur dyra. Nú var það kona Sigmars, Þór- dís Jóhannsdóttir, sem lést árið 1982, eftir tveggja og hálfs árs baráttu við krabbamein. Sigmar segir að Þórdís hafi sýnt ótrúlegan dugnað í veikind- unum og hún hafði það að markmiði að lifa eins eðlilegu lífi og henni var mögulegt. Verkjalyf reyndi hún að nota sem allra minnst. Hún var sér- staklega myndarleg húsmóðir og dugleg ásamt því að vera einstaklega góð móðir. Henni tókst það ótrúlega lengi að vinna öll verk á heimilinu og lét sjúkdóminn hafa sem minnst truflandi áhrif á lífsmunstur sitt. Börn Sigmars og Þórdís- ar eru: Sigrún Ásta, bóka- safnsfræðingur, Berglaug Selma, gullsmiður, Svanur Mar, lést eins árs, Hanna María, fatahönnuður og Þórdís Halla kennari. Sam- býliskona Sigmars var Ragnheiður Ríkarðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og dóttir Sigmars og Ragn- heiðar er Áslaug. Árið 1994 var Sigmar sæmdur fálkaorðunni, þá var Vigdís forseti. Einnig hefur hann verið sæmdur gullmerki Sjálfsbjargar og íþróttafélagi fatlaðra, fyrir störf að félagsmálum þeirra, ásamt heiðursskjölum o.fl. Nýlega var Sigmar útnefndur heiðursfélagi íslenskra gullsmiða. Það að verður að segjast eins og er að það var dálítið erfitt að fá hann til að segja frá því þegar hann hefur ver- ið heiðraður og þess vegna nokkur hætta á að eitthvað sé vantalið. Þegar Sigmar er spurður hvort hann sakni ekki einhvers úr heimabyggð sinni, segir hann að það séu björtu vor- og sumarnæturnar, þegar varla sést munur á degi og nóttu. Hann fer oft norður og hefur alltaf haft mikið samband við fólkið í sveitinni, þar sem hann sleit barnsskónum. Vigdís forseti Islands ásamt Sigmari og Sigfúsi A. Jóhannssyni, bónda að Sum- artröð í Þistilfirði, á 150 ára verslun- arafmæli Þórshafnar. Dætur Sigmars, á góðri stund. Heima er bezt 9

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.