Heima er bezt - 01.01.2005, Síða 17
var nú vegna þess sérstaklega að syn-
ir okkar tveir höfðu reynslu á þessu
sviði frá Svíþjóð. Þetta gekk sæmi-
lega íyrir sig og reyndar seinna nokk-
uð vel. Einn sona okkar stýrir þessu
fyrirtæki núna.”
Hugurinn leitar aftur suður á bóg-
inn, þar sem hjónin voru farin að
dvelja um jól og áramót löngu áður
en þau fluttu alfarin til Spánar.
Blundaði ekki í ykkur að vilja eiga
jólin á íslandi, það er svo ríkt í mörg-
um? „Náttúrulega var eftirsjá eftir
mörgu frá íslandi, ekki síst í byrjun á
meðan foreldrar okkar voru á lífi.
Það varð bara að fóma því eiginlega.
Vissulega hefði verið hægt að fara á
milli og við gerðum
svolítið af því. En við áttum engin
börn á Islandi svo ekki voru það
börnin sem drógu okkur þangað.
Við létum okkur því hafa það að
gera þetta svona.“
Sér Garðar eftir því?
„Nei, ég hef aldrei séð eftir neinu í
þessum efhum,“ segir Garðar og lítur
kankvís á spyrilinn. Þetta hefur allt
verið skemmtilegt og ánægjulegt.
Ljóst er að ekki hentar það öllum
að rífa sig upp eins og fjölskyldan
gerði, kasta sér í raun út í óvissuna
hvað eftir annað. Skipta um um-
hverfi, starf og land.
Garðar svarar því til að ef til vill sé
flökkueðli í þeim hjónum báðum.
Erfiðast hafi þó verið að koma sér frá
íslandi. „Eftir að við vorum farin frá
Islandi varð málið ekki eins flókið.
Fyrst flytjum við til Noregs en svo
til Svíþjóðar, Stokkhólms nánar til
tekið, með það í huga að vera þar að-
eins stuttan tíma, sem reyndust á end-
anum tvö ár. Þá vomm við hins vegar
búin að taka stefnuna á Spán.”
Garðar sá lengi um fjármál og bók-
hald ferðaskrifstofanna, sem fjöl-
skyldan
hefur rekið, en er smám saman að
draga sig út úr því, finnst kominn
tími til að slaka á. Ekki hefur vafist
fyrir honum að stunda starfsemina ífá
Spáni, tölvurnar sjá til þess.
„Nú eru tölvurnar þannig að þær
gera manni kleift að gera allan
skrambann, meira að segja borga
„Ég tel að það sé mjög gott fyrir fólk
og fyrirtækin sem það vinnur hjá, að
skipta fremur ört um störf. Fimm ár
eru til dæmis prýðilegur tími við
hvert starf. Ég hef nú setið mun fastar
en það reyndar, bæði í ferðamennsk-
unni, sem ég hef verið viðloðandi í
tíu ár, og sveitarstjórnarbransanum,
sem ég vann við í ellefu ár. Skipti
sem þessi eru mjög holl. Eins og þeg-
ar ég fór frá íslandi til Noregs þá
fékk ég mjög áhugavert starf og fékk
tækifæri til að gera ýmislegt sem
þýddi það að ég fékk algjöra endur-
menntun og þurfti á því að halda.
Maður verður að þora og treysta á
sjálfan sig.“
1 1 l 4? i ¥i sðF ]
1 y I !
' ^ * 1 rmmzt iw
Með „ nordiska venner “ í Villajoyosa.
reikninga í hvaða landi sem er. Ég
nýti mér það. Mér finnst besti tíminn
í þessi verk snemma á morgnana, svo
þegar fer að hitna er maður búinn
með það sem þarf að gera.“
Garðar byrjaði gjarnan að vinna
klukkan sex á morgnana og vann
framundir hádegi.
Kjarkur og þor
Maðurinn hefur garfað í ýmsu eins
og heyra má, hvaða ráð á hann að
gefa fólki sem er að hefja starfsferil-
inn?
„Sumir hafa sagt að ég hafi tollað
illa í vinnu,“ segir Garðar og hlær.
Hafði Garðar alltaf trú á því að
hann hefði hæfileika bæði í stjóm-
mál, fjármál og ferðamennsku?
„Það þvældist nú fyrir mér að ég
hefði hæfileika í stjórnmál,“ segir
Garðar og brosir út í annað. „En
maður lætur leiðast af stað. í fyrstu
var það ekki stjórnmálastarf heldur
aðeins sem starfsmaður sveitarfélags.
Það þróaðist þannig að ekki varð að
gleypa allan bitann í einu heldur með
nokkrum skeiðum, þannig fór hann
betur í maga.”
Hann segir að vissulega hafi verið
gaman að vera síðasti sveitarstjórinn í
Heima er bezt 17