Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Side 21

Heima er bezt - 01.01.2005, Side 21
veikjast í Borgarfirði 1763 og það ár fór veikin vestur um Snæfellsnes, Skarð- og Fellströnd. Ekki finnast neinar sagnir um að bólan hafi verið að herja á fólk 1764 og hafði þá lík- lega lokið helreið sinni um landið. Espolín segir frá því að veturinn 1761 hafi verið harður og víða stór- viðrasamur. Páskar voru á góu en sú trú var ríkjandi að góupáskum fylgdi gott vor en það varð öðru nær. Vorið var kalt og gróðurlítið fram að miðju sumri. í kringum Jökul var mikill afli en annarstaðar á landinu undir með- allagi. Síðla árs 1785, í lok móðu- harðindanna, kom bólusótt. Gekk hún um landið allt fram á árið 1787. Hún virðist ekki hafa verið mjög skæð en rúmlega 20 ár voru liðin frá því að hún gekk. Mikið hallæri var í landinu, sultur og önnur óáran, hefði veikin verið eins skæð og Stóra bóla var, hefðu dauðsföll orðið mun fleiri. Þessi far- aldur var sá síðasti á íslandi. Margir telja að Kínverjar hafi ver- ið fyrstir að bólusetja fyrir bólusótt. í Indlandi var einnig farið að bólusetja við veikinni um 10 öldum áður en Vesturlandabúar fóru að huga að því að reyna að hefta útbreiðslu sóttar- innar með bólusetningu. Þessi ráð- stöfun var ekki fullkomnari en það að þeir sem ekki höfðu fengið sótt- ina, gat stafað hætta af þeim nýbólu- settu og hlotið smit og þar af leiðandi gat bólusóttarfaraldur brotist út. Seint á 18. öld fann Jenner kúa- bólusetninguna, sem ekki hafði í för með sér neina teljandi hættu en mikla vörn. Jenner er það að þakka að núna eru jarðarbúar lausir við þennan vágest sem bólan var. Helstu heimildir: Annálar, Islands árbœkur Jóns Espolíns og Sóttarfar og sjúkdómar á íslandi 1400-1800. Steinunn Eyjólfsdóttir: f)\ JlCáífar Ég, sem þetta rita, get gengið að því vísu að komast í fúlt skap að minnsta kosti einu sinni á dag. Þetta gerist þegar ég hlusta á þuli sjónvarps og út- varps segja fréttirnar með tilheyrandi viðtölum og tilvitnunum. „Sjá'ann, við'ann, hitt'ann“ virðist rikjandi orðalag hjá fréttamönnum. Ennþá hjákát- legri verður þessi framburður í kvenkyni: „Jón Jónsson talaði „við'ana””. Þá sýnist bókstafurinn „þ“ hafa verið dæmdur í útlegð hjá vissum stofnun- um, að minnsta kosti heyrist hann sjaldan. í hans stað er notað „ð“ eða eitt- hvert ókennilegt hljóð, sem ekki hefur enn fengið nafn. „Með ðí móti - er ðað satt”, segja menn. Stundum kemur manni í hug að þessir tveir bókstafir, „h“ og „þ”, eigi fyrir sér að hverfa alveg úr íslensk- unni. Þá yrði rætt um Ornaíjörð og Usavík. Forsætisráðherra héti þá Alldór, þegar einhver talaði „við'ann”. Ég nefndi þetta framburðarvandamál einu sinni við íjölmiðlamann. En honum fannst þetta eiga að vera svona. Það væri svo tilgerðarlegt að vera að kveða fast að orðum, sagði hann. Já, það er munur á Reykjavíkurtunglinu og helvískum Ornafjarðarmánanum, eða segir þjóðsagan ekki þannig frá? Vísir menn hafa raunar sagt mér að um miðja síðastliðna öld hafi lestrar- kennarar og leikarar mælt mjög með þessum lina framburði, hann átti að vera svo léttur og eðlilegur. Hafi þeir skarpa skömm fyrir, ef satt er. Engin teljandi hætta er á því að málið slípist ekki í framsögn, það er frá hinum pólnum, sem hættan stafar, svo sem nú hefúr sýnt sig. Ætli þulir og þátta- stjórar sjónvarps og útvarps þurfi að sýna þau próf sem þeir (kannski) hafa fengið í íslensku, áður er þeir eru ráðnir? Eða stjórarnir, hvaða einkunn eru þeir með? Var þeim kennt að tala um rest, flóru, femínista og fleira og fleira, sem ágæt íslensk orð eru til yfir? Það er ekki erfitt að nálgast orða- bækur ef maður er í vafa. Mörg undarleg málblóm hafa reyndar verið að skjóta rótum í íslenskunni þessi árin. Orð, sem raunverulega eru aðeins til í eintölu, eru nú komin i fleirtölu, svo sem orðið hámark. Mörg hámörk voru í framleiðslunni, stóð einhvers staðar fyrir skömmu, í stað: Framleiðslan var oft í hámarki. Mörg hámörk eru ekki til, þá er ekki lengur um hámark að ræða, eins og allir hljóta að skilja. í knattspyrnu er aftur á móti rétt að tala um mörg mörk. En þessu er ekki heppilegt að rugla saman. Eins er um gæði, þau eru ekki mörg eða fá, heldur mikil eða lítil. Reynum að hugsa svolítið áður en við tölum. Heima er bezt 21

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.