Heima er bezt - 01.01.2005, Side 23
alltaf var valinn sunnudagur. Þetta var sennilega merki-
legasta ferðalag ævi minnar, í mínum barnsaugum var
þetta veruleg langferð.
Þegar féð kom eftir mæðuveikiniðurskurðinn fékk
pabbi meðal annars lambhrút sem hann nefndi Blakk.
Hann var metfé og pabbi hélt mikið uppá hann en hann
var eina skepnan sem mér hefur um mína daga verið illa
við, hann var mannýgur þegar ég var annars vegar, en
engum öðrum sýndi hann þá takta. Átti ég stundum erfitt
með þetta þegar Blakkur var með kindunum, en svo var
það að einhver af Reykjavíkurgestunum sem komu á
sumrin, gaf mér baunabyssu, sem gerði töluverðan smell
þegar maður skaut baun. Næst þegar ég lenti í Blakki hóf
ég baunabyssuna á loft og skaut á hann. Hrúturinn lagði
strax á ílótta og fyrir hom á fjárhúsunum, er þá pabbi að
koma á fleygiferð til þess að bjarga mér og þeir skullu
saman og munaði minnstu að pabbi færi kylliflatur. Var
ég nú hróðug mjög og lék mér að þessu eftir þetta.
Stundum var stanslaust rölt og hlaup við féð, sérstak-
lega lambféð eins og gengur og getur orðið þreytandi
þegar maður er nýbúinn að eignast lítinn hvolp og hefur
engan tíma til þess að sinna honum, þá verður auðvitað
að grípa til einhverra ráða. Mitt ráð var að bera hann með
mér, margar ferðir á dag og varð helmingi þreyttari fyrir
vikið.
Einhvern tíma man ég eftir að lítið lamb var borið í bæ-
inn til aðhlynningar og vel tókst að bjarga þessari litlu
kind, ég var með hana í kassa í eldhúsinu í fáeina daga og
kallaði hana Kibbu. Hún var óvenjuleg í háttum og aldrei
heyrðist í henni ef hljótt var í húsinu en ef hún heyrði til
mín jarmaði hún og var að biðja um hressingu. Svo þegar
ég þvoði henni í framan fór hún að sofa eins og þægasta
barn. Einar vandi hana undir einhverja ána og þær voru
settar út á tún, voru fyrst í námunda við bæinn en ég gat
kallað hana til mín, hætti því þó þar sem hún þurfti að
fara með fósturmóður sinni. Á þessum árum, á milli
1980-90 var ég sáralítið við féð, hjálpaði þó til við smöl-
un og þannig. Nokkrum árum seinna, að hausti til, sé ég
Kibbu niður á túni, að hausti til og kalla til hennar. Kem-
ur hún þá ekki á fullri ferð og kom alltaf til mín þegar ég
kallaði, og það sem meira var, hún þekkti bílinn minn.
Benjamín heitinn Oddsson á Flateyri gaf mér rauðjarpa
hryssu sem hét Freyja.
Hún sýndi okkur margar skrítnar og skemmtilegar til-
tektir, var ijörmikið ganghross, skapmikil og dugleg eftir
því. Við Einar lékum okkur að því að senda hana á milli
húsa og bæjar. Um árabil hafði ég það fyrir venju að fara
strax eftir vinnu á veturna í hesthúsið sem við gerðum
upp úr Qósinu, leggja á og fara á bak. Var á þessum árum
með 3 hross á húsi sem ég hafði fyrir mig. Þessu sinni
lagði ég á Sindra, það var brúnn gæðingshestur sem Einar
Sigtryggsson á Sauðárkróki gaf mér, og svo teymdi ég
Mósa minn sem var heimaalinn öðlingur. Fór ég mína
leið og hafði hestaskipti og reið Mósa heim, þetta tók
töluverðan tíma og þegar heim kom lagði ég á Freyju sem
Séð heim að Mosfelli.
var ör en allt í lagi með hana og við fórum okkar leið.
Þegar við komum inn fyrir heimreiðarhliðið dettur mér í
hug að ríða suður á sléttuna og leyfa Freyju að taka
skeiðsprett þar á glæru svelli, en sunnan við veginn var
mikill snjór. Freyja tók völdin af mér og ég gat ekkert
gert nema sitja, hún hleypti sér á feiknalegan sprett og
stefndi á heimreiðarveginn og skaflinn mikla og ryðst í
gegnum hann. í vegkantinum hrasaði hún og ég hrökk af
baki, ekkert kom fyrir en ég reiddist og leit ekki við
henni, hún reif sig af stað og skildi þarna með okkur og
hún þaut heim á hlað. Einar var að koma utan veginn og
sá hverju fram fór, og ég hugsaði mér að hann myndi
spretta af henni og setja hana inn, ekki ætlaði ég að
sleikja .úr henni fýluna, heldur labbaði snúðugt heim á
hlaðið og um leið og ég opna hurðina að kjallaranum
gerðist tvennt i einu. Freyja kom og henti sér á hnén við
tröppurnar og teygði til mín hausinn, greinilega að biðjast
afsökunar, um leið kemur Einar fyrir hornið og sér þessa
undarlegu sjón. Fyrirgefningin var auðfengin, manni fer
að þykja mikið til svona persónuleika koma.
Þriðja gæðingshrossið sem mér var gefið af góðum
vini, Hilmari heitnum Jónssyni frá Ási í Hegranesi, er
moldótt hryssa sem heitir Gola og er systir Þokka frá
Garði. Molda, eins og ég kalla hana, er bæði falleg og
góð. Hilrnar bað Einar fyrir hana í endurhæfingu sem
tókst frábærlega vel. Undanfarin ár hefur hún verið í fol-
aldseign og ég er þess fullviss að á hverju vori þegar hún
kastar vill hún að ég dáist að barninu hennar og leiki við
það. Það hef ég líka gert þegar ég hef getað, það muna
folöldin og verða gæf upp frá því.
Störfin utan búskaparins
Ég byrjaði að vinna á Húnavöllum haustið 1974. Man
ég að ég hitti Þuríði frá Gilá, sem þá var ráðskona við
skólann, og barst í tal að við værum hætt að búa með
kýrnar. Hún segir: „Þú kemur bara í eldhúsið til mín“
sem og varð, því áður en ég vissi af var ég ráðin starfs-
stúlka við mötuneyti Húnavallaskóla. Átti ég þar frábæra
daga, vikur, mánuði og ár, allt til 2002, að undanskildu
því að ég vék úr starfi tímabundið 1992, fyrir konu sem
vildi fá vinnu í mötuneytinu, en ég vann þann tíma í
Heima er bezt 23