Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Side 44

Heima er bezt - 01.01.2005, Side 44
fyrirmynd, svo hef ég gríðarlega reynslu af fæðingum, þótt þær hafi nú allar komið úr rollurössum, þar til nú”. Mamma Unnar hringdi til hennar um kvöldið, og bauð hana velkomna heim með þá litlu, og sagði að þau pabbi hennar vildu gjaman halda fyrir þau skímarveislu þegar þau vildu láta skíra. Unnur sagðist vilja láta skíra þann 25. apríl og mamma hennar sagðist skyldu sjá um allt, koma með ættarskímarkjólinn þveginn og tilbúinn með bleikri slaufu og dúllum, hringja í fólkið og bjóða því og þau þyrftu bara að mæta. „Skírir ekki séra Víglundur annars?“ spurði hún og Unnur hélt það nú. Séra Víglundur var mjög glaður yfir því að fá að skíra stúlkuna eins og öll önnur böm í ijölskyldu Unnar, og sérstaklega vegna þess að Erla eignaðist þarna nöfnu og var guðmóðir bamsins. Hinn skírnarvotturinn var svo Kristín, sem fékk að lesa upp skímarskipunina í kirkjunni. Víglundur var jafnvel svo á- nægður að hann bauð öllum börnum sínum og tengdaböm- um að koma, sem þau gerðu og þetta varð hin mesta skím- arveisla í Lækjarbrekku. Unnur horfði með aðdáun á Steinar, þar sem hann hélt baminu þeirra undir skím í gömlu kirkjunni á Völlum, og lét hugann reika aftur á bak þangað sem hún stóð í rigning- unni á 25 ára afmælisdaginn sinn fyrir utan Hótel Island, næstum viss um það að hún myndi aldrei sjá hann aftur og ást hennar hefði verið fótum troðin af ævinfyramanni sem ætti kæmstu í hverri höfn, eins og þar stendur. Hana óraði ekki fyrir því að hún stæði hérna ári seinna við skímarat- höfn stúlkunnar þeirra. Eins og í ijarska heyrði hún séra Víglund segja: „Og hvað á bamið að heita?“ Og Steinar svara: „Kristín Erla”. Sú stutta vaknaði ekki einu sinni þegar hún var vatni aus- Nytt timarit um dulræn malefní Meðal efnis: Þáttur um Hafstein Björnsson miðil, frá sjónarhóli Guðlaugar Elísu, ekkju hans. Þórunn Kristín Emilsdóttir ritar um upplifun sína á huldufólki og orku. Guðmundur Sæmundsson segir frá reimleikum í félagsheimili og óskildu atviki er tengdist umræðum um Einar Jónsson, lækningamiðil frá Einarsstöðum. Örnólfur Thorlacius skoðar fréttir um að boð hafi borist utan úrgeimnum. Birgitta H. Halldórsdóttir er með þátt um grös og lækningamátt þeirra. Spurt hvort gamla, kínverska hefðin Feng Shui, geti hjálpað eitthvað til í skipulagningu húsnæðis. Sagt frá andlegum leiðbeinendum að handan. Fróðleikur um skönnun áru mannsins í leit að sjúkdómum Birtur kafli, sem talinn er vera samtal við Hitler að handan. ■' Hafsteinn Björnsson miðill, frá sjónarhóli Guðlaugar Elísu ® Andamyndir Huldufólk og orka Rcimleikar i felagsheimili Grosalækningar Englar Hvar er Hitler Hringasetur Áruskónnun sem sjúkdómsgreining Hjálpar Feng Shui? Boð utan úr himingeimnum X9T\ W málefní Bulrazn ' ibl I. drg. . Haut'helli 2004 . Verð i,,. 790 Ýmislegt fleira er í blaöinu, sem fæst á öllum helstu blaðsölustöðum. 44 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.