Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Qupperneq 18

Heima er bezt - 01.11.2008, Qupperneq 18
Meðal sumra fugla gætir verulegs lauslætis, þar sem meira eða minna „allir eru með öllum“. Hjá flestum fuglum er einkvæni samt algengast, þar sem einn karlfugl og einn kvenfugl eiga saman egg og unga. Hjá öðrum tegundum tíðkast ijölkvæni. Þar eiga aðeins fáir hraustustu eða glæsilegustu karlamir alla ungana og eðla sig með mörgum kvenfuglum hver. Hið gagnstæða, íjölveri, þekkist meðal allmargra tegunda. Þá velur sama kerlan sér tvo eða fleiri karla og verpur í hreiður þeirra. Til að tegundin haldist við verður fjöldi fullorðinna, frjórra dýra að vega á móti afföllum í stofnunum þegartil lengri tíma er litið. Skipta má fuglum - og raunar öðmm dýrum - í tvo meginflokka eftir því hvernig þessu markmiði er náð: Annars vegar em þeir sem reyna að koma upp sem flestum ungum, hins vegar þeir sem eignast fáa unga og sinna þeim að sama skapi betur, þannig að ungum og ungfuglum gefst kostur á að læra af reynslu hinna eldri. Inn í þetta dæmi kemur ævilengd fuglanna. Aldur fugla í náttúmnni hefur I heiminum lifa nú rúmlega 9000 tegundir fugla, og hátterni þeirra er afar fjöl- breytt. Meðal annars birtist þessi fjölbreytni í mismunandi fjölskyldulífi. Hér verður greint frá fáeinum forvitnilegum þáttum í félagslífi og félagstengslum ýmissa fugla, einkum makavali og sambandi makanna. Örnó/fur Thorlacius r-? jA| einkum verið greindur með því að merkja unga og fylgjast með merktum fuglum nýdauðum. Langhæst er dánartalan á fyrsta ári, þegar gífurleg afföll verða á eggjum og ungum. Eftir það virðist nokkum veginn fast hlutfall af stofninum drepast ár hvert. Þetta hlutfall er mjög mishátt, lægst hjá stórum fúglum. Þar sem þeir lifa yfirleitt lengur geta þeir komist af með færri unga. Hjá smáfúglum fer jafnan saman mikil viðkoma og há dánartala. Stórir sjófuglar lifa fúgla lengst í náttúrunni, og er talið að stöku fugl komist yfír fímmtugt. Alifuglar, til dæmis stórir páfagaukar, verða enn eldri. Kon- ungstrosar eru stórir albatrosar, með allt að þriggja metra vænghaf, sem verpa einkum á eyjum suður af Nýja-Sjálandi. Af stofni fullvaxinna konungstrosa deyja aðeins 3% árlega, og meðalaldur þeirra sem lifa fyrsta árið er rúm 37 ár. Hjá minni frænda hans hérvið land, fýlnum, eru samsvarandi tölur um 6% og ein 17 ár. Ymsir smáspörfuglar verða hins vegar að þola 60-70% afföll á ári, og jafnvel þeir sem komast yfír fyrsta árið lifa að jafnaði innan við tvö ár. 498 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.