Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 24
Al Capone var einn þekktasti
bruggari Bandaríkjanna á
bannárunum svonefndu.
„í annað skipti hafði Bjöm ekki gert boð á undan sér og
var sestur inn á sýslumannskontór áður en nokkur vissi af.
Júlíus heilsar honum, opnar síðan dymar og kallar til konu
sinnar að nú mætti hún til með að senda einn krakkann til
ákveðins manns í kaupstaðnum (sem grunaður var um brugg.
Aths. mín) og kaupa hjá honum rauðmaga í matinn fyrir
Bjöm Blöndal.“
Hannes Hafstein sonur Júlíusar segir í ævisögu sinni „A
vaktinni“, „að Þingeyingar hefðu stundum sagt
um pabba hans, að hann hafi verið „dómari
hjartans““.
Margar fleiri bruggarasögur kunni ég en er
búinn að gleyma þeim. Af seinna lögbrotinu
em líka til góðar sögur. Einu sinni var ég
á ónefndum nýsköpunartogara. Þannig var
innréttingum á íbúðum í afturskipinu háttað að
svokölluð „ganering“ afmarkaði herbergin frá
skipsíðunni. Það var í rauninni hægt að skríða
bak við ganeringuna, bak við öll herbergin
í síðunum. En smálúgur (manngengar þó)
voru svo í hverju herbergi út í síðuna. A
skipi því, sem sagan er frá, vora kokkarnir í káetunni aftast,
bræðslumaður og bátsmaður í klefa stjómborðsmegin þar
fýrir framan. I þeim klefa var lúgan í efri kojunni en þar
svaf bræðslumaðurinn sem við skulum kalla Sibba. I koju
stjómborðsmegin í káetunni svaf fyrsti kokkur, sem við getum
kallað Magga.
Sibbi keypti oft smábirgðir af víni í Þýskalandi, svona til
að drýgja tekjumar, það kom sér oft vel ef leitað var hafnar
í brælum á miðunum.
Maggi kokkur var mikið gefin fýrir sopann eins og fleiri.
Stóð veislan oft yfir alla heimleiðina úr siglingu. Svo var það
eitt kvöldið drykkjarföng þrutu áður en veislan hafði verið
sleginn af. Maggi vissi af þessari aukabúgrein Sibba. Ákveður
hann nú þama um kvöldið að reyna að hnupla einni flösku af
birgðum hans. Skríður hann nú út um lúguna sem var í hans
koju og fram að birgðum Sibba. Eittvað svaf Sibbi laust því
hann vaknar við þmskið og opnar lúguna. Rekur þá Maggi
hausinn fram í lúguna og segir:
„Sæll Sibbi minn, það er ræs.“
Hinn, sem áttaði sig ekkert, lokaði lúgunni og klæddi sig
og skildi svo ekkert í af hverju kokkurinn hafi verið að ræsa
sig og hvaðan hann kom til þess.
í gamla daga voru svokallaðir „servantar“ í herbergjum
yfirmanna á kaupskipum. Þetta leit út eins og skápur en
samanstóð af tveimur tönkum að ofan og neðan, á milli var
vaskur sem opnaðist út og svo var smá rör og krani úr effi
tanknum, sem í var yfírleitt hreint, kalt vatn. Neðri tankurinn
tók svo við óhreina vatninu þegar menn höfðu lokið sér af
og lokað vaskinum, því við það helltist úr honum ofan í
tankinn.
Það var yfirleitt starf messastráksins að fylla á og losa.
Gómað brugg á bannárunum í
Bandaríkjunum.
Svo var það eitt sinn að eitt af okkar
flutningaskipum kemur til Reykjavíkur. Brytinn
stóð fýrir smá innflutningi á guðaveigum í
sterkari kantinum. Hann hafði t. d. þann háttinn á að hann
fyllti ferskvatnstankinn í servantinum af 96% spíra.
Svo, eftir að tollaramir höfðu lokið sér af, var tankurinn tæmdur
á flöskur, sem vinveittir fengu keyptar á vægu verði.
Nú vildi svo til að þeir könnuðust vel við hvom annan,
tollarinn sem stjómaði leitinni og brytinn. Brytinn var í þá tíð
einn af fjórum æðstu yfirmönnum skipsins og vitanlega kom
flokkstjóri tollaranna til hans að yfirfara birgðimar. Brytinn
býður honum sæti og upp á drykk, sem tollarinn þiggur. Brytinn
tekur upp fínustu sort af viskíi, hellir í glösin og segir svo:
„Ég þarf að skreppa eftir blandi.“
„Það þarf ekkert,“ segir tollarinn, opnar servantinn og pumpar
96% spíra út í viskíið.
Einhveija eftirmála hafði nú þessi sterka blanda, sem ekki
verða raktir hér. En þetta var fyrir tíma „flaska í vasann“
málins.
Einn skipsfélagi minn, sem var heljarmenni að afli, stóð
í smáinnflutningi, sem margir aðrir. Eitt sinn eftir að skipið
hafði verið „klarerað“ fór hann að bera innflutninginn í land
og var að rogast með tvær handtöskur fullar af guðaveigum.
Þá vill ekki betur til en svo að einn af tollumnum, sem að vísu
var góður kunningi hans, kemur labbandi niður bryggjuna
og á milli mannsins og bíls hans. Taka þeir nú tal saman en
tollarinn var ein af þeim mönnum sem þótti gaman að tala
um daginn og veginn. Sagði vinur minn mér það seinna að
þetta hefði verið sú mesta þrekraun sem hann hefði lent í, því
hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að setja töskumar niður, af
ótta við að glamrið í glerjunum kæmi upp um hann.
504 Heima er bezt