Heima er bezt - 01.11.2008, Page 35
Vér smávaxnir erum, en eitt sinn verðum menn,
og efnum svo heitin, sem gerð hér voru þrenn,
að biðja og starfa og styðja til þarfa;
það gerir oss djarfa og dugnað eykur senn.
Ekki er það neitt ótrúlegt, að slíkir söngvar sem þessi hafi
blásið drengjunum kapp í kinn. Fermingarfaðir minn, séra
Björn O. Bjömsson, hafði notið leiðsagnar sr. Friðriks í
KFUM sem ungur drengur, og hann sagði um hann þessi orð:
„Merkilegur maður, merkilegur maður“, (tvítók það).
Nyrst á Sjálandi er bær, sem heitir Gilleleje. Þangað hef ég
einu sinni lagt leið mína, um hásumar, Þar er náttúrfegurð mikil.
Það segir okkur Gilleleje-valzen, er þannig hljóðar:
Gilleleje-valzen
Ved saa skön en strand,
som man önske kan
hist ved Kattegats og Oresundets bred
ligger byen, som jeg vil synge om,
thi det er det bedste stedjeg ved.
Omkvad (Viðlag)
Ja, Gilleleje, du lille fiskerby,
mange glade minder gemmer jeg om dig.
Gilleleje, dit navn har verdens ry,
hvor jeg end lever,
saa glemmer jeg dig ej.
Og hvernig væri að birta hér stúdentasönginn gamla,
Gaudeamus, bæði á latínu og frónsku.
Gaudeamus igitur
juvenes dum sumus.
Post jucundam juventutem,
post molestam senectutem
nos habebit humus.
Jón Helgasin, prófessor og skáld, í Kaupmannahöfn, sneri
þessu ljóði á okkar fagra móðurmál á þessa leið. Finnst
ykkur ekki honum hafa tekist það með ágætum?
Kœtumst meðan kostur er
kátra drengja flokkur.
Æskan líður ung og fjörleg,
el/in bíður þung og hrörleg.
Moldin eignast okkur
Og enn til Danmerkur. Islendingar sækja stöðugt til þessa
gamla sambandslands. Sumarið 1964 var ég um skeið við
nám í Askov og síðar í Kennaraháskólanum Kaupmannahöfn,
í Emdrupborg. Þá setti ég saman Ijóð undir lagboðanum „En
sömand har sin enegang" (Johannes V. Jensen).
I Islendingum enn sem fyrr
býr útþrá, sterk og heit.
Til flarri landa fjölmennir
þeir fara í menntaleit.
Og kennara yflr kaldan á/
til Kaupinhafnar bar,
En það er ekki nýtt af nál,
að nemi Landar þar
Og kátir gengu kennarar
um Kaupinhafnartorg.
Og hratt þá alla hugur bar
til húsa í Emdrupborg.
En þangað skyldi skeiðið þreytt,
að skerpa œðri mennt.
Og nám er fœstum nokkuð leitt,
ef nógu vel er kennt.
Og vonin ekki varð þeim tá/
né vondar freistingar.
Þeir lœrðu drjúgt hið danska mál,
- og dásamlegt það var
Þeim léðist einnig leiðsögn góð
um lendur máls og fen,
því rétt að verki röggsöm stóð
hún Ragna Lorentzen.
Og tíðum hún hjá töflu stóð
og tók sér krít í hönd.
Með /éttu fasi lyfti þjóð
og leysti málsins bönd.
Hinn mjúki tónn og milda lund
var megin kennarans,
því lifðu allir Ijúfa stund
og litu upp ti/ hans.
Við hö/dum senn í heimalönd
um háan /oftsins geim.
Af Sjálands fögru sumarströnd
er svifið norður- heim
til Islands, þar sem álfur býr,
og áttum gleði og sorg.
En hugur seinna hrifinn snýr
til húsa - í Emdrupborg.
Þá er þessi þáttur á enda. Jólaþáttinn tek ég senn að undirbúa.
Er nokkur, sem vill senda mér jólaljóð, gömul eða ný? Það
mundi gleðja mig ósegjanlega. Með fyrirfram þökkum.
Auðunn Bragi Sveinsson,
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík.
audbras@simnet. is
Heima er bezt 515