Heima er bezt - 01.11.2008, Page 36
Ur hlafaarpannm
Þetta er svo alveg öfugt þegar virknin
er í lágmarki, og segja vísir menn á
þessu sviði að þannig ástand hafi verið
síðustu tvö árin.
Til eru þeir sem vilja meina að hin
svokallaða Litla ísöld, en það heiti
hefur verið notað yfir langvarandi
kuldatímabil sem ríkti á tímabilinu 1450-
1900, að talið er, komi heim og saman
við óvenjulega langt lágmarkstímabil
sólbletta, tímabil sem nefnt hefur verið
„Maunder lágmarkið“, og er það nefnt
eftir stjömufræðingnum Edward W.
Maunder, sem fyrstur tók eftir þessari
óvenjulegu lægð sólbletta, en Maunder
varuppi 1851-1928. Hefðbundin hringrás
sólblettanna mun svo hafa byrjað aftur
snemma á 19. öldinni og hitastigið
sömuleiðis.
Nýtt sólblettatímabil er því um það
bil að hefjast, og þá um leið tilheyrandi
áhrif á veðurfarið á jörðinni, ef marka
má orð þeirra veðurspámanna sem rýna
í slíkt út frá sólbletta fræðum. Þeir telja
sem sagt að það komist á skrið á næsta
ári og muni ákvarða nokkuð hitastig hjá
okkur næsta áratuginn. Þeir segja að þetta
nýja sólblettatímabil nái í hámarki sínu
um eða upp úr árinu 2013, og þá verði
nokkur hlýnun á jarðarkúlunni.
Við skulum því sjá hvað setur, og
verður gaman að fylgjast með hversu
sannspáir þessir ágætu fræðingar verða
í því efni.
Leiðrétting
Víxlun nafna varð undir myndum í
grein Ömólfs Hall í síðasta hefti, á
bls. 447.
Myndin til vinstri er af Elton Hall
og sú til hægri af Ragnari Hall.
Biðjumst við velvirðingar á misrit-
uninni.
Elton Hall. Ragnar Hall.
MYNDBROT
Átt þú í fórum þínum skemmtilega mynd, t.d. af atburði, stað, húsum, dýrum
eða fólki, sem gaman væri að birta í Myndbroti? Ef svo er því ekki að senda
hana til birtingar og Ieyfa lesendum HEB að njóta hennar líka?
Síldarárin í
Neskaupstað
Þessi mynd er tekin
á síldarárunum
í Neskaupstað,
líklega 1964. Ekki
er vitað hvaða fólk
sést á myndinni, en
athyglisvert er að
stúlkan, sem er að raða
síldinni í tunnuna, er
ekki há í loftinu.
Sendandi:
Helgi Hálfdanarson,
Höfn Hornafirði.
516 Heima er bezt