Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Qupperneq 38

Heima er bezt - 01.11.2008, Qupperneq 38
nefndu þeir félagar Eyjaijörð eftir eyjum nokkrum sem lágu þar úti fyrir. Helgi tók land á Arskógsströnd, fyrir innan Svarfaðardal og gegnt Hrísey. Þar reistu þeir félagar skála og neíndu bæinn Hámundarstaði. Brátt gekk vetur í garð og var hann bæði harður og snjóþungur. Þegar voraði gekk Helgi upp á Sólarfjöll og sá þá að snjóléttara varð því lengra sem kom inn í fjörðinn. Akvað hann þá að flytjast suður í héraðið og bar allt sitt á skip. Sigldi hann síðan með fólki sínu inn fjörðinn, en Hámundur varð eftir um sinn á Hámundarstöðum. Helgi lenti um síðir við Galtarhamar við austanverðan fjarðarbotninn. Þar sleppti hann tveimur svínum á land, gyltu einni og gelti, sem nefndur var Sölvi. Svín þessi týndust í skóginum og fundust ekki fyrr en eftir þrjú ár og þá í afdal einum sem gengur til suðausturs ffá meginhéraðinu. Hafði þá heldur betur fjölgað svínunum, því að þau voru orðin sjötíu að tölu. Dalur þessi heitir síðan Sölvadalur í höfuðið á þessum magnaða gelti. Helgi gerði sér bæ á Bíldsá og bjó þar það ár. Um sumarið kannaði hann allt héraðið og nam síðan Eyjafjörð allan milli Sigluness og Reynisness. Helgaði hann sér landið með því að gera elda mikla við alla árósa. A þriðja vori á nýja landinu fluttist hann svo búferlum vestur yfir Eyjaijarðará og byggði sér nýjan bæ sem hann nefndi Kristnes, því að eins og fyrr sagði var hann kristinn maður. í þessum búferlaflutningum ffá Bíldsá að Kristnesi gerðist það að Þómnn hyma, kona hans, varð léttari á Þórunnareyju í Eyjaijarðará. Fæddi hún þá yngsta bam þeirra hjóna, sem var dóttirin Þorbjörg hólmasól. Helgi magri var síðan héraðshöfðingi yfir öllum Eyjafírði sem brátt varð fjölbyggður. Allir aðrir innflytjendur fengu lönd og staðfestu með leyfi hans og tilsögn. Meðal annars gaf hann Hámundi, tengdasyni sínum, jarðnæði milli Merkigils og Skjóldalsár og byggði hann sér bæ á Espihóli. Böm þeirra Kristneshjóna vom átta að tölu. Elstir vom synir tveir, Hrólfur áNúpufelli og Ingjaldur á Þverá syðri. Dætumar sex vom Ingunn, sem var fyrri kona Hámundar á Espihóli, Helga, er var seinni kona sama manns, Hlíf átti Þorgeir Þórðarson á Fiskilæk, Þóra átti Gunnar í Djúpadal, sem var sonur Úlfljóts lögsögumanns, Þórhildur átti Auðólf á Syðri-Bægisá og loks Þorbjörg hólmasól, sem fékk fyrir mann Böðólf Grímsson, landnámsmann á Tjömesi. Afkomendur Helga magra og Þórunnar hymu vom upp til hópa dugnaðar- og manndómsfólk, sem kom mjög við sögu í Eyjafírði um langan aldur. gt Snorri Jónsson Frá 19. öld tvö entbszttLsbréf frá séra Tómasi í Villingaholti til Þórðar * sýslumanns Sveinbjörnssonar Lengi hefurbóndann Þórð Eyjólfsson í Syðri- Gróf langað til að fjölga mannkyninu, eignast afkvæmi og uppfylla þar með eina fyrstu ákvörðun og boðorð ins alvalda, en forgeflns reynt það yfir 20 ár með eiginkonu sinni Halldóru, nú yfir 50 ára skeið kominni, - þangað til nú þann 13. yfírstandandi mánaðar, að honum bættist brestur þessi og eignaðist ungan son með vinnukonu sinni, Helgu Pétursdóttur, hvað ég vil hér með ekki undan fella að tilkynna yður. Jafnframt má ég þess geta, að tilfelli þetta er að nokkru leyti að akta sem Rachelar breytni forðum, sem lengi var óbyrja ötluð, og biður kona Þórðar, án þess að erfa í enu minnsta við hann afbrot sitt, manni sínum allrar þeirra líknar og linkindar, sem lögin mest geta veitt brotlegum manni, þar hún ann honum og ambátt sinni og veitir til vorkunnar það orðið er, telur hana líka sér heila og vinveitta alltjafnt verið hafa eins og dugnaðar- og aóstoðar mann sinn í sínum lasleika tilfellum og má ekki hennar við missa, nema því aðeins að einhver kvenmaður aftur fengist, sem varla telst mögulegt að hennar jafngildi orðið gæti. Allt þetta felst yður á hendi af viðkomendum til vægðar sömustu meðferðar og vorkunnarfyllstu aðgjörða. Villingaholti, þann 30. oktober 1824 Th. Guðmundsson Hér með vi 1 ég ekki undanfella að tilkynna yðar veleðlaheitum til þóknanlegrar meðferðar, að Olafur Jónsson vinnumaður á Mýruni hefur brugðið sér upp á bóndadótturina Kristínu Þórðardóttur á sama bæ og með henni barn eignazt fyrir skemmstu, sem að er beggja fyrsta frillulífisbrot. Villingaholti, þann ó.januarii 1825. Thómas Guðmundsson. 518 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.