Heima er bezt - 01.08.2009, Page 48
Einar E.
Sœmundsen
Hestavísur
Þáttur um hesta, reiðmenn og hagyrðinga
Nú er hlátur nývakinn.
Nú er grátur tregur.
Nú er ég kátur nafni minn.
Nú er ég mátulegur.
Ekki veit ég hvort þið, sem þátt þennan lesið, eruð svo
gerðir, að ykkur hlýni um hjartarætumar, þegar þið heyrið
farið með vísu þessa, eða raulið hana sjálfir.
En svo er um mig. Þessi vísa kemur mér ævinlega i gott
skap. Hún er eitthvað svo notalega hressandi.
Þessi vísa er ein af þeim mörgu stökum þjóðarinnar, sem
ekki hefír tekist að feðra. Að minnsta kosti verður hér ekki
neinu slegið föstu um hinn rétta töður hennar. En það hafa
menn komist næst um heimkynni hennar, að fullyrða má,
að hún muni kveðin vera í Húnaþingi um eða eftir miðja
síðustu öld. En hún er líka ein af þeim mörgu góðkunningjum
alþýðu, sem margir viidu eflaust kveðið hafa og þóst menn
að meiri, eins og þeir líka máttu.
Ekki veit ég heldur, hvort ykkur verður eins og mér, að
setja vísu þessa í samband við skemmtireið að sumarlagi, eða
eitthvað þess háttar. En ég geri það. Mér fínnst vísan hljóti
að vera kveðin undir áhrifum þess yndis, er góðhesturinn
veitir hagyrðingnum, þegar Bakkus er með í förinni og allt
leikur í lyndi fyrir kátum og frjálslyndum sveinum. Og mér
finnst ekki ósennilegt, að hún muni kveðin vera til dýrðar
flöskueigandanum, sem býður guðaveigarnar félögum sínum
á meðan að hestarnir rása og blása og jafna sig undir næsta
sprettinn, er bíður þeirra. Að minnsta kosti þekki ég þá
hrifning, er hún vekur í hópi slíkra drengja. Og ég trúi
ekki öðru, en að einhver, sem línur þessar les, kannist við
eitthvað þess háttar.
Mér fannst síst óviðeigandi, að hefja þátt þennan með
stöku þessari, því efni hans er náskylt skilning þeim, er ég
legg í uppmna vísunnar. Það em hestavísumar, eða sá þáttur
alþýðuvísnanna, sem helgaðar er hestinum og sambúðinni
við hann, er ég ætla að rifja hér upp að nokkru. Og ég get
fullvissað ykkur um það, áður en lengra er haldið, að það
er langt frá því að vera ómerkilegt efni.
Eins og ef til vill ýmsa rekur minni til, hefi ég nokkmm
sinnum áður i erindum mínum um alþýðukveðskap, minnst
á hestavísur. Sömuleiðis hefi ég og á þær drepið í greinum,
sem ég hefi birt í blöðum og tímaritum, um sama efni. En
ég hefi alla jafnan orðið að fara svo fljótt
yfir sögu vegna þess, að rekja varð að nokkru efni
alþýðuvísnanna yfír höfuð og benda á gildi þeirra. Þó mun
ég hafa frá því skýrt að hestavísumar væri álitlegur flokkur
í alþýðuvísnasafninu og hann ekki sá lakasti.
Og það er einmitt það, sem ég ætla að rökstyðja að nokkm
í þætti þessum.
Frá því sögur hófust í landi þessu, hafa íslendingar haft
miklar mætur á hestum sínum. Þegar á söguöld létu fommenn
sér mjög annt um hesta sína. Sumir mætir menn í heiðni
höfðu átrúnað á hestunum og helguðu þá goðunum. Og kapp
var mikið margra heldri manna í millum, að eiga sem besta
og fegursta hesta. Höfðingjar skiptust og á góðhestum til
trausts og vinfengis og geta sögumar þess ekki ósjaldan,
að hestar þeir, er afbragð þóttu, voru merkilegustu gjafimar
höfðingja í milli.
Og svo hefír það verið á öllum öldum, að hesturinn hefir
verið í hávegum hafður og meira virtur en önnur húsdýr.
Þá hefir það og jafnan verið talið mönnum til prýði, að
vera hestamenn og ekki síður reiðmenn. Reiðmennskan
hefír verið ein af þjóðlegustu íþróttum einstaklinganna
og þeir menn mikils virtir, er kunnir vora að því, að vera
taumslyngir og reiðkænir.
Svo hefir að minnsta kosti þótt allt fram á okkar daga, þó
að þess gæti minna nú, þegar hver reiðbjálfinn þykist mestur
og bestur af því, að böðlast einhvem veginn áfram og skeyta
hvorki um skömm né heiður. Það er ekki gæðingsefninu
að kenna, þó að hesturinn stigi „aldrei ærlegt spor alla sína
daga“. En þau dæmin era alltof mörg nú á dögum, enda
afiturför mikil í þessu efni frá því sem áður var.
I þáttum og ævisögum ýmissa manna á öllum öldum og
fram á okkar daga, er margan fróðleik að finna um ágæti
fjölda hesta, er góðum kostum þóttu gæddir og margar
frægðarsögur af þeim skráðar. Jafnframt er og getið tjölda
manna, er sérstaklega þóttu fram úr skara um reiðmennsku
og hestavit.
Um Stefán Olafsson, prófast og skáld í Vallanesi, er þess
336 Heima er bezt