Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 6

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 6
Svarið er, að í „Link“ æfist flugmaðurinn í notk- un ýmissa flugtækja. Hann venst notkun þeirra og lærir að treysta þeim betur en eigin hugboði. Hann venst á að gæta þeirra og að sjá á augabragði, hvort vél hans flýgur beint, í réttri hæð, eða beygir, klifrar, lækkar, er með lafandi væng eða hvers konar frávik frá réttu flugi. Þetta sér hann allt án nokkurrar hlið- sjónar af jörðinni fyrir neðan sig eða sjóndeildar- hringnum framundan. Þetta kernur einkum að haldi, þegar lágskýjað er eða slæmt skyggni hindrar hann í að sjá til jarðar. í „Linkinu" getur flugmaðurinn æft í fullkomnu öryggi hinar ýmsu aðflugsaðferðir, þar sem braut hans er samtímis skráð með vegritanum á borði kennarans. Þannig er hægt að fylgjast með hverri smá skekkju, hún síðan rædd og lagfærð án þess að líf flugmanns eða flugvél sé í hættu statt. Aukið traust flugmanns- ins á mælitækjunum auðveldar honum starfið, þegar erfiðleikum er mætt í hinu raunverulega flugi, og gerir hann hæfari til að leysa ur þeirn. Munið orð- takið: „Þekking er máttur,“ sem hér á vel við. Þar sem flugmaðurinn í „Linki" verður að fram- kværna hverja hreyfing og leiðréttingu sjálfur, verður „Linkflug" ennþá nákvæmara, svo að flugmaðurinn æfist að fara rétt með tækin alveg ósjálfrátt. í „Link“ er líkt eftir öllurn radio-hjálpartækjum við loftsiglingar. Allar tegundir aðflugs er hægt að æfa. Þannig verða hinar ýmsu tegundir aðflugs kunn- ar flugmanninum og hann getur án tafar fvlgt þeim reglum, er gilda á hverjum stað undir mismunandi veðurskilvrðum. Þetta er mjög nauðsynlegt, einkum á stöðum, þar sem flugumferð er mjög mikil, líkt og í New York og London. Hugsið ykkur hvað kæmi fyrir, ef flugmaður kæmi t. d. til New York í blindflugi og væri fyrirskipað bið-flug eftir sérstakri reglu og viss.i ekki, hvað hann ætti að gera. Hvílíkur hrærigrautur. sem úr því yrði, að ógleymdri þeirri hættu, sem flugmaðurinn stefndi bæði sér og öðrum í. Flugmanninum mundi síðan aðeins verða leyft sjónflug til vallarins, sem rnundi orsaka tafir og aukinn kostnað fyrir hlutaðeigandi flugfélag. Ef flugmaðurinn hins vegar væri öllum hnútum kunnugur, mundi allt ganga eins og í sögu, engar tafir fyrir hans vél eða aðrar, sem sagt allt væri „OK“. Slík hæfni fæst aðeins með stöðugri þjálfun, og hvar er hægt að ná slíku með fullkomnu öryggi ann- ars staðar en í „Linkinu“? Verði flugmaður fyrir einhverju óvenjulegu á flugi, á hann að koma í „Linkið“ og reyna að framkvæma það sama aftur. Reyna að gera nákvæmlega eins og hann gerði í fyrra skiptið, svo að hann geti á braut vegritans séð, hvað raunverulega kom fyrir. Á því get- ur hann lært, hvað gera ber í slíku tilfelli. Oft er spurt: Þarf reyndur flugnraður með öllum réttindum æfingu í „Link“? Hiklaust já. Án tillits til hversu góður eða reyndur flugmaður er, þarfnast hann rninnst tveggja stunda æfingar á mánuði hverj- um. Það er til þess, að flugmaður geti fullvissað sig sjálfan, að hann sé í fullri æfingu og með því að framkvæma þær aðferðir, er hann hefir ekki notað um skeið, getur hann einnig leiðrétt smá galla, er hann getur hafa tileinkað sér á löngurn flugtíma. Sjálfstraust getur orsakað kæruleysi, en slíkt má ekki koma fyrir á flugi. Flugmaðurinn hefir ekki efni á að gleyma sér, þótt urn skamma hríð sé. Flugmaður þarf tíma til æfinga. Kynna sér hin ýmsu hjálpartæki til blindflugs og vera öruggur að gleyma þeim ekki eða rugla þeim saman, og með viðræðum við kennarann finna leiðir til meiri full- komnunar. Öll stærstu flugfélögin, jafnt sem flugherir þjóð- anna, hafa „Link“-æfingatæki, þar sem hver flug- maður, án tillits til reynslu eða stöðu verður að eyða tveim eða fleiri stundum í „Linki“ mánaðarlega. Þetta var urn atvinnuflugmenn, en hvernig er með áhuga- eða einkaflugmenn? Þurfa þeir á „Linki“ að halda? Já, þótt í minna mæli sé. Flestar vélar, sem slíkir flugmenn nota, hafa ekki fullkomin blindflugstæki, svo ógjörlegt er að fljúga blindflug á þeim. Þekking á blindflugstækjum hjálp- ar samt við sjónflug. Það kennir þeim að trevsta því, er þeir sjá á mælitækjunum. Einnig verða þeir færir um að gera réttar beygjur og fyrirbyggja þar með hættuna á ofrisi. Svo er alltaf hætta á að lenda óvænt í slæmu veðri. Ef þekking á blindflugstækjum er til staðar, er flugmaður færari að bjarga sér aftur út í bjartviðri og öryggi. Flugmaðurinn lærir einnig að meta gildi hraðamælisins og þannig hindra ofris eða spinn í augnabliks óaðgæzlu. Að lokum: Enda þótt „Link“ sc ekki og fljúgi ekki eins og flugvél, er nauðsynlegt fyrir flugmann, hvort heldur einka- eða atvinnuflugmann að nota „Link“ reglulega til að öðlast þá blindflugshæfni, að hann sé eins og heima hjá sér við stjórnvöl, við allar að- stæður og hafi það sjálfsöryggi við framkvæmd allra athafna, sem nauðsynlegt er. Bogi Þorsteinsson þýddi. 4 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.