Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 11

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 11
benzín, sem ég hafði látið senda þangað. Síðan héld- um af stað aftur, og ætlaði ég nú að fljúga yfir Kamba til Reykjavíkur, en þegar þangað kom, lá þoka yfir öllum fjallgarðinum, og eftir að hafa flogið þarna um og athugað rnálið, virtist mér allar leiðir til Reykjavíkur lokaðar vegna þoku. Nú var líka óðum að skyggja. Ég varð því að hafa hraðann á, að sjá mér út stað til að lenda á. Ég hafði tekið eftir því á leiðinni suður, að fyrir austan Stokkseyri var ágætur staður til að lenda á, flaug nú beina leið þangað og lenti og gekk það vel. Þetta var rétt fyrir neðan bæinn á Loftsstöðum, en þegar ég lenti var orðið svo dimrnt, að varla sá heim að bænum. Þar gistum við um nóttina. Næsta morgun, þriðjudaginn 15. ágúst, flugum við til Revkjavíkur og lenturn þar í Vatnsmýrinni. Þar með var þessari ferð lokið. Ég þarf víst ekki að taka það fram, að við stóðum niðri á hafnarbakkanum í Reykjavík, þegar Esjan lagði upp að honum. Síðan að ég flaug þessa ferð, eru liðin tíu ár, en á þessum tíu árum hefir flugið tekið svo stórkostleg- um framförum, og orðið svo mikilvirkt farartæki, að ekki verður um deilt. Nú fljúga flugvélar búnar full- komnum blindflugstækjum alveg án tafa af þoku eða rigningu daglega um landið þvert og endilangt, og heimsálfanna á milli með fullu öryggi. í sambandi við það, sem ég hefi sagt hér frá, vil ég benda hinurn ungu en djörfu flugmönnum okk- ar á, að ekki er það ráðlegt, að fljúga lágflug í þoku með símalínur sem leiðarvísi, slíkt er ekki til eftir- breytni og getur haft alvarlegar afleiðingar. Enda munu þegar hafa hlotizt slvs af slíku lágflugi hér. Við skulurn láta reynslu og óhöpp annarra okkur að kenningu verða, og fljúga með fullu öryggi og þekkingu á flugleiðum framtíðarinnar. í ágúst 1949. í síðasta tölublaði FLUGS var reynt að gefa lesendum lýs- ingu á hinni merkilegu De Havilland Comet, eftir þeim fáu upplýsingum, sem þá voru fyrir hendi. Hefir Comet síðan flogið og birtist hér mynd af henni. FLU&PÓSTUBINN Blaðinu hafa borizt nokkur bréf frá áhugamönnum flug- málanna og eru bréf þeirra mjög vinsamleg í garð FLUGS. Við viljum hvetja alla, sem áhuga hafa á flugmálunum, að skrifa blaðinu um áhugamál sín á sviði flugsins. Meðal þeirra bréfa, sem okkur hafa borizt, eru bréf frá mönnum, sem að frjálsum vilja hafa safnað áskrifendum í sveit sinni. Vill blaðið sérstaklega þakka þeim mikilvægt starf í þágu blaðsins og tökum við með þökkum slíkri hjálp frá áhugamönnum. Hérna koma tvö bréf frá áskrifendum FLUGS: Tímaritið FLUG. Eins og þér vitið, hefi ég verið áskrifandi að blaði yðar frá byrjun og hefi ég ætlað mér að vera það áfram, þar sem ég álit, að skemmtilegra og fróðleiksmeira tímarit sé ekki gefið út hér á íslandi. Tilgangur minn með þessu bréfi er að tilkynna yður bústaða- skipti mín. Áður átti ég heima í bakaríinu á Blönduósi, en nú er ég fluttui til Akureyrar, í Norðurgötu 16. Vil ég taka það fram, að þrátt fyrir þetta fékk ég síðasta blað með góðum skilum, og vona ég einnig, að þér hafið skilvíslega fengið áskriftargjaldið. Að síðustu vil ég óska tímaritinu alls þess bezta í komandi framtíð. Virðingarfyllst, Reynir VaJdimarsson. Svar: Við þökkum hinar góðu óskir þínar og ummæli um blaðið, og vonum við, að við getum orðið þér og hinum mörgu áskrifendum til skemmtunar og fróðleiks. Áskriftargjaldið er móttekið með þökkum. Blaðið FLUG. " Er ég frétti um að ný útgáfa af FLUGI stæði fyrir dyrum, fannst mér rétt að leggja þessu málgagni flugsins á íslandi ofurlítið lið, ef mögulegt væri, og tókst mér að útvega því 14 fasta áskrifendur og fylgja nöfn þeirra hér eftir (Síðan koma nöfn hinna 14 nýju áskrifenda.) Með kærri kveðju. Sig. Steindórsson, c/o Loftleiðir, Akureyri. Svar: Við þökkum þér kærlega fyrir þann mikla skerf, sem þú liefir lagt til FLUGS, og er okkur ljúft að játa, að á slíkum áhugamönnum byggist tilvera blaðsins að miklu leyti. Við vonum, að áhugi þinn fyrir velgengni FLUGS hvetji aðra, sem áhuga hafa á flugmálunum, að hefja allsherjar sókn í öflun áskrifenda. Ef hver kemur með einn áskrifenda (hvað þá 14), er útkoma blaðsins örugg. Til áskrifenda: Skrifið blaðinu um áhugamál ykkar viðvíkjandi fluginu. FLUG - 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.