Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 23

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 23
búin undir þá erfiðu þraut, er fyrir okkur lá. Pond og ég áttum að gera þessa tilraun til að endurbæta þolflugsmetið, en það þýddi að við yrðum að halda okkur á lofti án afláts eins lengi og okkur væri unnt. Fyrir slíka raun yrði að hlaða „Southern Cross“ með benzíni eftir því, sem hún frekast bæri — og þar frarn yfir. Hun var svo yfirhlaðin, að það var hræði- leg áreynsla að lyfta henni af jörðu. í næsta kapítula verður sagt frá því, hversu gífurleg sú áreynsla var. III. KAPÍTULI. Það var að morgni þess 17. janúar 1928, að við Pond settumst í stjómklefan á „Southern Cross“ til að reyna að setja nýtt heimsmet í þolflugi. Verkefnið, sem fyrir okkur lá, var að halda okkur á lofti í lengri tíma en 52 klukkustundir og 22 mínútur, en það met höfðu tveir Þjóðverjar, Risticz og Edzard, sett síðast- liðinn ágúst. Höfðu þeir flogið Junkers J. 3 stanz- laust í 60 mílna hringi yfir Leipzig. Það var heiðskír, kyrr en heldur kaldur morgunn, þegar „Southern Cross“ beið, með sína stóru benzín- geyrna fulla, á flugbrautinni í Mills’ Field í San Francisco. Við höfðum tekið úr henni hvern einasta hlut af útbúnaði, sem þyngja mundi hana; við höfð- um fyllt geymana með 1522 gallonum af benzíni, svo að hún vóg yfir sjö tonn, í staðinn fyrir hin reglulegu fimm. Áður höfðum við látið setja í hana nýja öxla og á hana sérstaklega smíðað hjól til að bera þennan feikna þunga, við höfðum svipt hana hemlum og öllu öðru, sem við gátum verið án, til að létta á henni eins mikið og mögulegt var. Það eina, sem fyrir okkur vakti, var að hlaða hana með eins miklu benzíni og frekast var unnt. Þetta var flug með algerlega hámarkshleðslu, og voru tvö frumatriði þar ráðandi. Annað var væng- hleðslan, en það var brúttó-þyngdin, sem hvert ferfet af vængfletinum bar; hitt var aflhleðslan — brúttó- þyngdin, sem hvert hestafl mótoranna bar. Það eru auðvitað takmörk fyrir því, hvað fluga get- ur flogið nreð mikla „samanlagða hleðslu". í þessu tilfelli var vænghleðsla okkar í pundum (lbs.) 23,2 á ferfet og aflhleðslan í pundum 26,3 á hestafl, en samanlagt gerði þetta 49,5, og var það þá hin hæsta „samanlagða hleðsla“, sem nokkur fluga hafði borið. „Southem Cross stundi undan þeirri byrði, sem við höfðum lagt á hana. Brúttóþyngd hennar var 15.807 pund (lbs.) — yfir sjö tonn — og spumingin um það, hvort flugan myndi láta nægilega að stjóm, vaknaði, því að það hafði verið sýnt, að mögulegt er að „hefja flug“ með flugu svo þungt hlaðna, að hún flygi ekki. Til dæmis, með nógu langri flugbraut, væri hægt að „hefja flug“ með Southern Cross“ hlaðna upp í segjum 17.500 pund. Hún myndi lyfta sér og fljúga, en meðan hún væri svona þungt hlaðin, gæti hún ekki náð meiri hraða en sem svara mundi lengdinni á milli vængbroddanna — í þessu tilfelli 72 fet. Þetta orsakast aðallega af þjöppun loftsins á milli vængsins og yfirborðs jarðar. Fluga undir þessum kringumstæðum er í mjög mikilli hættu, því að við minnstu hliðarhreyfingu (slip) myndi samanþjappaða loftið undir henni fá leið til burtrásar og flugan óhjá- kvæmilega falla niður. \rið höfðum þegar gert stighækkandi reynsluflug með 70, 80, 90 og allt upp í 100 prósent af þessari þyngd, sem við þurftum til Kyrrahafsflugsins, og höfðum við í reynsluflugum kastað útbyrðis yfir 3000 gallonum af benzíni til að ofreyna ekki fluguna að óþörfu í lendingu. Það má geta þess, að hættulaust er að kasta benzíni úr dálítilli hæð, þar sem það gufar upp áður en það kemst til jarðar. Við höfðum styrkt allan aftari hluta skrokksins, sett aukastoðir lóðréttar, þar sem mest reyndi á hann, sett inn sérstakar sveigjanlegar benzínleiðslur, sem þola mundu hristinginn, endurbætt öxlana til að bera hinn mikla þunga, og hjólbarðarnir og hjólin voru sérstaklega sterklega smíðuð. Síðan þessa löngu liðnu daga árið 1927 hafa auð- vitað orðið miklar framfarir í stærð, afli og þyngd vélflugna, og tölurnar, sem ég hefi nefnt, virðast ef til vill núna ekki svo tilkomumiklar. En það verður að taka tillit til þess, að í þá daga var „Southem Cross“ ein af stærstu flugum, sem til voru, og þetta var á brautryðjendadögum þungaflugstækninnar. Þolflug, eins og það, sem við vorum um það bil að hefja, hafði frá mínu sjónarmiði þrennt til síns ágætis. í fyrsta lagi var sá möguleiki, að við settum nýtt met og þar með ynnum til verðlauna, sem okkur var, fjárhagsins vegna, brýn nauðsyn að ná í. í öðru lagi vorum við að leggja fluguna undir einmitt þá prófun, sem þurfti, áður en við gætum lagt í Kyrrahafsflugið, og þar með söfnuðum við dýrmætri vitneskju um burðargetu hennar, afl og þol, þó að hér skipti meira máli vegalengd í mílum en þol í klukkustundum. Og að lokum var þolflug, með öllum þeim skelfi- lega tilbrevtingarlausu klukkustundum í loftinu, ágæt prófun fvrir mig sjálfan og gagnlegur undirbúningur FLUG - 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.