Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 24
undir þær löngu stundir framundan, þegar við legð-
um upp í langflug okkar.
Við höfðum þegar gert fjórar tilraunir, en þrjár
þeirra höfðu reynzt árangurslausar, því að okkur hafði
ekki tekizt að vera á lofti nógu lengi, svo að metandi
væri. Fjórða tilraun hafði borið meiri árangur, og vor-
um við á lofti í 49 klukkustundir og 27 mínútur,
en þetta var samt langt fyrir neðan metið, og við
gerðum okkur grein fyrir, að í þessari fimmtu og síð-
ustu tilraun yrðum við að reyna til þess ítrasta.
í þessum undirbúnings-flugum höfðum við upp-
götvað ýmislegt, sem þurfti lagfæringu, og sérstak-
lega það, sem kallað er „stél flökt“ (tail flutter).
Stél flökt er skjálfti, sem myndast á aftari stýrisfleti
flugu, sem er þungt hlaðin og flýgur of hægt; eða
öfugt á flugu, sem er létt hlaðin og flýgur of hratt.
Mills Field, þar sem flugið átti að hefjast, hafði
4.900 feta langa flugbraut. Flugvöllurinn var víðáttu-
mikið opið svæði, sem hafði verið endurheimt úr
sjónum og umkringt af flóðgarði. Þessi flóðgarður
var 10 feta hár, og fyrir framan hann var skurður
20 feta breiður og 5 fet á dýpt.
Dálítill hópur manna hafði safnazt saman til að
sjá okkur hefja flugið, og þar á meðal voru margir
sérfræðingar í flugi og áhugamenn, sem vissu, hversu
alvarlega erfiðleika og áhættu við áttum við að etja
í flugtakinu.
Þegar allt var tilbúið, var skrúfunum sveiflað í
gang og hófust nú ógurlegar drunur, sem smám sam-
an jukust á meðan við keyrðum upp mótorana til
að fá olíuna nægilega heita, og þar með minnka nún-
ingsmótstöðuna og auka snúningshraðann. Að lok-
um voru skorðurnar teknar frá hjólunum, áhorfend-
ur færðu sig fjær, við opnuðum benzíngjöfina fyrir
mótorana þrjá eins og unnt var, og nærri ómerkjan-
lega byrjaði „Southern Cross“ að mjakast áfram. Við
höfðum 4.900 feta flugbraut framundan — og ekki
feti meira. Með benzíngjöfina „í botni“, drógst flug-
an áfram á ekki meira en gönguhraða. Það virtist
líða heil eilífð áður en hún byrjaði að komast á
skrið, en smátt og smátt jókst ferðin um leið og
hinir aflmiklu mótorar bættu við sig snúningshraða.
Við 2000 feta markið byrjaði stél flugunnar að lyft-
ast af jörðu og skömmu síðar fór sívaxandi hraði
okkar að verða nægur til að rétt lyfta henni af jörð.
Við vorum sem sé núna nærri komnir á lágmarks-
hraða fyrir flugtak — 90 mílur á klukkustund.
Ég leit framundan. Flóðgarðurinn — sem virtist
gnæfa fyrir ofan okkur — kom til móts við okkur
með ægilegum hraða. Pond var við stýrin. Ég leit
til hans. Hann beit á jaxl — og einblíndi á flóðgarð-
inn framundan. Önnur hönd mín var á hana, sem
tengdur var við aðal-benzíngeyminn, því að á síðasta
örvæntingarfulla augnabliki átti ég að reyna að kasta
nægilega miklu benzíni til að við gætum sloppið
yfir flóðgarðinn. Móts við 3000 feta markið á braut-
inni urðum við að ákveða hvort við slyppum yfir garð-
inn eða ekki. Þetta var voðaleg ábyrgðarstund. Ef
við ákváðum að ógjörningur væri að sleppa yfir, urð-
urn við að reyna að stöðva fluguna á þeim stutta spöl,
sem eftir var. Og hún var þá að æða áfram með yfir
90 mílna hraða á klukkustund — og við vorum hemla-
lausir.
Á hinn bóginn, ef við ákváðum að við rétt slypp-
um, þá var ekki annað ráð en að láta benzíngjöfina
standa galopna og geisa áfram á sem mestum hraða.
Við geistumst áfram. Einhver eðlishvöt, sem er
sameiginleg öllum flugmönnum, sagði okkur að gamla
fleytan mundi hafa það.
Okkar trausta fluga neytti nú allrar orku. Þegar
við áttum ófarin um 900 fet, lyftust hjólin nokkra
þumlunga upp af jörðinni. Síðan settust þau aftur.
Síðustu 300 fetin!
Af ásettu ráði ýttum við hæðarstýrinu fram á við.
Afleiðingin var að þrýsta flugunni niður á brautina,
en við það skoppaði hún upp aftur.
Við höfðum skoppað flugunni yfir flóðgarðinn og
nú var hún fljúgandi.
Við vorum sloppnir yfir garðinn, en nú amstraði
okkar ofhlaðna fluga aðeins nokkrum þumlungum
fyrir ofan sjávarflötinn handan við hann. Við flug-
um áfram sem svara mundi um mílu í þessari hættu-
legu hæð áður en okkur tókst að smá-mjaka flugunni
dálítið hærra.
Við vildum komast hjá því að eyða benzíni í að
hækka flugið og okkur var brýn nauðsyn að draga
af benzíngjöfinni hið bráðasta til að spara benzínið.
Smám saman léttist flugan, og í 500 feta hæð minnk-
uðum við ofurlítið benzíngjöfina og reyndum stöð-
ugt að halda góðu jafnvægi á milli hámarkshraða
fyrir öryggi og lágmarks fyrir benzíneyðslu. Þetta
þýddi að við urðum að halda flugunni rétt fyrir ofan
minnsta hraðann fyrir flug — sem var stórhættulegt
með svona yfirhlaðna flugu. Samt sem áður urðum
við að spara benzín á allan mögulegan hátt.
í huga mínum verða þessir fimmtíu tímar, sem
við Pond hringsóluðum yfir San Franciscoflóa ávallt
eins og martröð. Það var nístingskuldi; við gátum
aðeins talast við með blýantsskrifuðum sneplum; við
vorum krepptir í stjórnklefanum, því að gangurinn
að aftari klefanum var fylltur með benzíngeymum;
við gátum ekki reykt; við gátum ekki sofið; við urð-
22 - FLUG