Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 14

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 14
Eínn af nemendum f lugskólans hefír orðíð SAMTÁL VIÐ LOFT JÓHANNESSON jClNN þeirra nemenda, er lauk prófi í bóklegum fræðum hjá loftferðaeftirlitinu s.l. vor, var Loftur Jóhannesson. Lauk hann hæsta prófi allra nemenda skólans og hlaut ágætiseinkunn, 91,7 stig. Fyrir hina ágætu frammistöðu og dugnað við nárnið voru hon- um veitt námsverðlaun. FLUG hefir haft tal af Lofti Jóhannessyni í til- efni af hans ágæta flugprófi og innt hann tíðinda af því helzta, sem við hefir borið á flugnámsferli hans, og á annan hátt í sambandi við áhuga hans á flugmálunum. — Ég er fæddur hér í Reykjavík, þann 23. desern- ber 1930, segir Loftur. — Hver voru fyrstu kynni yðar af flugmálum? — Ég var þá smástrákur — patti — eins og það er nefnt á Reykjavíkurmáli. Ég sá „Suxinn“ og „Örn- inn“ fljúga hér yfir Reykjavík og það var svo stór- kostlegt ævintýri í mínum augum, að mig langaði til að verða þátttakandi í því. Mig langaði til að verða einn af þeim hamingjunnar panfílum, sem yrði þess hnoss aðnjótandi að sjá dásemdir jarðar- innar úr lofti. — Og svo? — Svo byrjaði ég að smíða flugmódel. Löngun mín í þessa átt var ákveðin orðin, og ég lét ekkert tækifæri ónotað til þess að kynna mér allt, sem ég gat við komið varðandi flug. — Höfðuð þér nokkra tilsögn við flugmódelsmíð- ina? — Helgi Filippusson stóð um þær mundir fyrir fyrirtæki, sem nefnt var „Flugmo“, eins konar leik- fangagerð, en þó flugmódel-smíðaskóli um leið. Þar hafði ég mína fyrstu tilsögn. Að vísu varð sú kennsla næsta stutt, því að ég gat ekki verið hjá honum nerna nokkurn hluta eins námskeiðs. Ég hafði jafn- framt öðrum störfum að sinna. — Seinna hefir yður svo gefizt tækifæri til að sinna flugmálunum? — Fyrst hélt ég áfram að smíða fluglíkön á eigin spýtur, án tilsagnar. Hugurinn var allur orðinn við þetta og ég gat ekki hætt. — Hvenær kom svo sjálfur veruleikinn vður til hjálpar í þessurn efnum? — Það var fyrir þremur árum, eða 1946. Þá hélt Svifflugfélag íslands flugdag á flugvellinum í Revkja- vík. Það varð afdrifaríkur dagur fyrir framtíð mína. — Hvemig þá? — Þann dag varð mér fyrir alvöru ljóst, hve flug- tæknin er orðin mikil. Þann dag hugsaði ég með sjálfum mér, hvort ekki væru möguleikar á að kom- ast eitthvað lengra en smíða líkön af flugvélum, og hvort ég myndi ekki geta lært að fljúga sjálfur. Ég lét ekki sitja við hugmyndina eina, heldur byrjaði að leita fyrir mér um kennslu. Um þetta leyti var Guðmundur Baldvinsson fram- kvæmdastjóri fyrir Vélflugdeild Svifflugfélags fslands. Til hans fór ég og spurði hann, hvort ég kæmist að hjá honum við flugnám. Hann taldi mig að vísu vera næsta ungan að árum, því að ég var þá aðeins 15 ára, en sarnt skyldi ég fá að fljúga til reynslu og úr því gætum við svo séð til. — Það var seint um sumarið 1946, sem ég fór í þessa flugferð og með vél frá Vélflugdeildinni. Mér 12 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.