Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 42

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 42
~F-: •: w*:f u x • !f ' /r,'» ■ !.\ t\_» v,- ;■ \ N1 ^ Í - \ 1 -V í- \ / V.. ■ i V - ? \ f: | . . . ‘f Nemar (þ. e. byrjendur og for- ingjaefni) og kennarar á flug- skólanum. í byrjun námsins var mjög lítið flogið, svo lítið, að við fórum að reikna út, að hlutföllin væru 98% þrælavinna, þ. e. hreingerningar, róður á mjög þung- um tíæring, en árarnar voru ekki lengi að fara með allt skinn úr lófunum, hælaspark og gæsagangur, leik- fimi og byssuæfingar, skylmingar, sundæfingar, göngu- æfingar, skotæfingar og jarðvinna með skóflu og haka, og svo flugnámið 2%, þegar bezt lét. Og þegar við áræddum að hafa orð á þessu misræmi við einhverja af skólaforingjunum, var okkur tjáð, að það væri enginn vandi að kenna okkur að fljúga á tilskildum tíma, en að eiga eftir að gera úr okkur flugliðsfor- ingja á tæpum tveim árum, væri allt annað en létt verk. Og svo var haldið áfram að marséra, skjóta, róa, gera leikfimi, hrópa sig hásan í fyrirskipunar- æfingum, læra herlög og þvo flugvélar. Öðru hvoru fengum við þó að fljúga sem farþegar í sjóflugvélum af Heinkel HE 8 gerð. Þetta voru allstórar könnunar- og sprengjuflugvélar fyrir flugmann, radíó-vélamann og skyttu. Náminu var skipt í tvo meginkafla, fyrst „Aspir- ant“-tíminn, en þá vorum við í matrósafötum, og síðan „Kadett“-tíminn, en þá vorum við allt í einu orðnir fínir rnenn. Fyrsta árið fór hér um bil ein- göngu í að kenna okkur „hernaðarvísindi“, og var sáralítið flogið; þó var okkur kennt undir einflug, til þess að kanna flughæfni okkar. Við það féllu fjórir af félögum okkar. Síðan féllu aðrir tveir, og fengum við að vita, að ekki hafði líkað við þá sem liðsfor- ingjaefni Við urðum tólf flugkadettar, og höfðum nú lokið prófurn í öllum þeim fræðum, sem að flug- inu lutu, þar á meðal flugeðlisfræði, flughreyflafræði, veðurfræði, sjómannafræði, loftsiglingafræði, radíó- fræði, merkjamálsfræði flotans, lögfræði (herlög), vopnafræði 0. fl., „Pensumið“ var allt of stórt og tím- inn naumur, enda urðurn við að lesa eins og óðir menn. Að loknu þessu námi hófst sjálft flugnámið fyrir alvöru, og hófst það á blindfluginu. Við vomm nú orðnir „kadettar", og höfðum Amra um okkur, höfðum fyrirskipunarvald yfir fjölda óbreyttra „mat- rósa“ og gátum snúið þeim töluvert í kring um okkur. Við landflugnámið notuðum við aðallega Avro Tutor flugvélar með 215 hestafla hreyfli, alveg ágæt- ar skólaflugvélar, en mjög dýrar, kostuðu rúmar 60 þús. danskar krónur. Það var líka „dauðasök“ að brjóta þær, og minnist ég þess ekki að hafa séð hvítan mann verða svartan í framan af vonzku nema einu sinni, en það var þegar einn félaga minna braut eina Avro Tutor í lendingu, „lenti“ í tíu metra hæð. Skóla-„Commandantinn“ horfði á slysið og varð svona dökkur í framan. Félagi okkar varð að fara af skólanum daginn eftir. Blindflugið var æft af miklu kappi og ekki hætt við það fyrr en við gátum flogið 150 km. þríhyrning undir tjaldi lýtalaust. Er við höfðurn lokið við að fljúga síðustu hliðina, áttum við að setja hreyfilinn í hægagang í 1500 metra hæð og ná inn á flugvöllinn án þess að nota hreyfilinn til þess. Væri skekkjan svo mikil, að við gætum ekki náð vellinum úr þessari hæð, náði maður ekki prófi, en heimilt var að reyna tvisvar. Eftir blindflugið 40 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.