Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 12

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 12
Békleg keiansJa í fiiuigfræðutm á vegum loftferðaeftirlitsins. Ql’RAX eftir að síðustu heimsstyrjöld lauk og ís- lendingar höfðu tekið við flugvellinum í Revkja- vík, vaknaði mikill áhugi meðal ýmissa manna hér á landi urn að stofna flugskóla, og þar með kenna mönnum flug hér heima, í stað þess að rnenn þvrftu að leita út til landa til að stunda nám. Áður en hér var kornið sögu, höfðu verið fluttar inn til landsins tvær tveggja sæta Luscombe flug- vélar, fyrir tilstilli áhugamanna innan Svifflugsfélags íslands, og var þeim flogið með leyfi herstjórnar- innar, aðallega frá flugvellinum í Kaldaðarnesi. í fyrstu var hér aðeins um fáa nemendur að ræða, og þeir flugmenn, er önnuðust flugkennsluna, urðu auk þess að kenna flugnemununr öll bókleg fræði. Sökum þess, að hér var urn fleiri en einn flug- kennara að ræða, var það augljóst mál, að bóklega kennslan hlaut að verða all misjöfn, sérstaklega þar, sem ekki var völ á neinum íslenzkum kennslubókum í þessum fræðum. Haustið 1947 var sú ákvörðun tekin af loftferða- eftirlitinu, að efna til námskeiðs í bóklegum fræðum undir einkaflugmannspróf (A-próf), og þar með sam- ræma hið bóklega nám kröfum þeim, sem gerðar eru í öðrum löndum og grundvallarreglum I.C.A.O. Af óviðráðanlegum orsökum tókst ekki að hefja námskeiðið fyrr en eftir áramótin, og sóttu um 20 nemendur að jafnaði námskeiðið. Lauk því í júní- mánuði með því að 18 nemendur stóðust prófið, og hafa nú 13 þeirra réttindi til einkaflugs. Áður höfðu tæplega 40 flugnemar verið á námskeiðum flug- skólanna, og af þeim hafa nú 16 réttindi til einka- flugs, og 8 réttindi til atvinnuflugs, en þeir hafa allir fengið réttindi sín hér heima, að undanteknum tveimur, sem stunduðu nám í Bretlandi. Kennarar þeir, er kenndu við þetta fyrsta nám- skeið loftferðaeftirlitsins, voru þeir: Björn Jónsson, yfirflugumferðarstjóri, sem kenndi flugumferðarregl- ur og flugeðlisfræði, Jónas Jakobsson, veðurfræðing- ur, sem kenndi veðurfræði, Eiríkur Loftsson, loft- siglingafræðingur, er kenndi siglingafræði, Og Hall- dór Sigurjónsson, yfirvélamaður, sem kenndi mótor- fræði. EFTIR SIGURÐ JÓNSSON Hinn mikli fjöldi A-prófs rnanna gaf tilefni til að álíta, að einhverjir þeirra hugsuðu sér að halda áfram og gerast atvinnuflugmenn, og auglýsti því loftferða- eftirlitið, haustið 194S, að það hefði í hyggju að efna til námskeiðs undir atvinnuflugmannspróf (B-próf) og einnig fyrir einkaflugmannspróf (A-próf), þar sem vitað var, að margir nýir flugnemar höfðu bætzt við á árinu. Þátttaka í námskeiðunum var miklum mun meiri heldur en búizt hafði verið við, og sóttu að jafnaði tuttugu nemendur B-prófs námskeiðið, en þrjátíu nemendur A-prófs námskeiðið, og varð því að skipta því sökum húsnæðisþrengsla, og hófst seinna A-prófs námskeiðið ekki fyrr en eftir áramót með 13 nemendum. B-prófs námskeiðinu lauk í júní s.l., og gengu 21 nemandi undir próf, þar af hafði einn nemandi, Magnús Guðbrandsson, lesið „utanskóla", en hann er einn með þeim fyrstu, er tóku A-próf hér heima. 15 nemendur stóðust prófið, en einn nemandi hætti vegna fjarveru úr bænum. Fimm þessara manna hafa nú einnig lokið öllum flugprófum, og hafa öðlazt réttindi til atvinnuflugs. Fyrra A-prófinu lauk í febrúar 1949, og stóðust 16 prófið, en einn nemandi lauk ekki prófi, vegna fjarveru úr bænum. 10 - FLUG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.