Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 40
Skólahúsið í bakistöð flotans við Kaupmannahöfn.
auma fjárhag, en ég sat við minn keip, og lofaði hann
þá að svara strax játandi.
Þegar ég svo kom út nokkrum mánuðum síðar og
nokkrum dögum áður en nárnið skyldi hcfjast, var
mér tjáð af flotaforingja þeim, sem stjórnaði skólan-
um, að svar hefði aldrei borizt frá utanríkisráðuneyt-
inu í Revkjavík, og útilokað væri, að ég kæmist að
skólanum fyrr en eftir rúmt ár. Það tók mig heila
viku að kippa þessu í lag, og taldi ég þó ekki eftir
mér sporin á milli ráðuneytanna og íslenzka sendi-
ráðsins, en Sveinn Björnsson sendiherra, núverandi
forseti, reyndist mér hin mesta hjálparhella í basli
mínu, og loksins komst þetta þó í lag. Þá voru það
peningarnir; flotamálaráðuneytið vildi strax fá trvgg-
ingu fyrir allri upphæðinni, en ég að verða auralítill,
þótt ég borðaði eingöngu í „automötum“ og við
pylsuvagnana og byggi á allra ódvrasta hótelinu í
Helgolandsgötu. Það tók mig viku tíma að koma
þessu í lag, en erfiðara verk lield ég að ég hafi
aldrei unnið. Ég greiddi inn aleiguna, sem var þá
535 danskar krónur, og lofaði bót og betrun, en gjald-
evrisvandræði voru þá liin rnestu heima, og revndist
það mér mjög kærkomin afsökun. Eftir þetta var mér
tjáð, að nú ætti ég að ganga undir skoðun herflug-
manna. Fyrst var venjuleg, en rnjög nákvæm læknis-
skoðun, sem tók heilan dag, og var hún framkvæmd
af göinlum og geðillum herlækni. Þá psykoteknisk
skoðun til að kanna viðbragðsflýti, jafnvægiskennd,
ónænii fyrir svima, fjarlægðardómgreind o. fh, o. fl.
Mér fannst þetta merkilegt þá, en hefi síðar kornizt
að þcirri niðurstöðu, að svona skoðanir séu yfirleitt
harla fánýtar. Þá kom zofysiologisk skoðun, en hún
er framkvæmd þannig, að maður er lokaður inni i
stálkassa, eða litlu herbergi, og loftinu dælt út, þar
til það jafngiklir að öllu leyti því ástandi, sem venju-
lega er í 7000 rnetra hæð. Þetta var nokkuð gagnleg
skoðun, og taldi ég mig heppinn að halda fullum
sönsum allan tírnann, en við vorum látnir skrifa
klausur úr bók og stafrófið við hverja 1000 metra.
Þó héldu prófdómendurnir, sem allir höfðu súrefnis-
grírnur, að stafirnir ð og þ væru grillur úr mér, og
væri ég eitthvað farinn að bila, en það kom þó ekkert
fram á línuriti því, sem tekið var af hjartanu og púls-
inum jafnframt. Loks var svo eyrnaskoðun og ná-
kvæm augnskoðun, þar sem prófuð var náttblinda og
litblinda. Eftir þessar skoðanir var nokkur bið eftir
úrslitum, en við vorum 94, sem höfðum gengið í
gegnurn skoðanirnar. Loksins kom þó úrskurðurinn,
og inn komst ég ásarnt 17 öðrum. Sumum finnst
Flotastöðin „Avnö“
á Suður-Sjálandi.
38 - FLUG