Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 50
KÁRL EIRÍKSSON: '
11000 míliar í Píper Cmb
FLUGFERÐ í LÍTILLI FLUGU UM ÞVER OG ENDILÖNG BANDARÍKIN
ÞRIÐ]A GREIN
'W'IÐ flugum meðfram norðvesturströnd Colur
d’Alene vatnsins, en borgin, sem ber sama nafn,
stendur við norðurenda vatnsins. Lentum við á velli
þar, sem er grasi vaxinn, eftir 2 klst. 10 mín. Eigandi
vallarins var kona og var hún í senn flugkennari,
viðgerðarmaður og framkvæmdastjóri vallarins. Flug-
konan tók á móti okkur, fyllti vélina af benzíni og
gaf okkur leiðbeiningar um flugið til Spokane Wash.
Það er ekki langt, aðeins um 30 mílur, en það tók
okkur þó 45 mín., sökum þess að smá fjallgarður,
sem liggur milli þessara borga, teygir sig upp í 5200
feta hæð.
Við lendinguna á flugvelli Spokane-borgarinnar
slitnuðu gúmmí„demparar“ á afturhjóli vélarinnar,
og reif það sig upp úr klæðinu á stélinu, og varð
þetta til að ráða okkar næturstað að þessu sinni.
Sem oftar kom amerísk hjálpsemi okkur til aðstoð-
ar, núna í mynd ungs flugmanns, sem sá, hvað að
var. Hann byrjaði á því að síma í bæinn og panta
fyrir okkur herbergi, ók okkur á gistihúsið, náði í
verkfærin sín og á leiðinni út á völlinn kom hann
við í verzlun, þar sem við gátum fengið keyptan
„dempara“. Vann hann svo með okkur, og þegar
vélin var komin í samt lag, ók hann okkur í bæinn.
í býtið næsta morgun var hann mættur til þess að
fylgja okkur út á völl.
Meiningin var að komast vestur að Kyrrahafsströnd
og eitthvað suður með henni þennan dag. Helzt lang-
aði okkur að komast alla leið suður til San Francisco.
Landslagið á þessum slóðum var dálítið svipað og
á leiðinni frá Suður-Dakota til Miles City í Mont-
ana, en það var þar, sem við fengum fyrstu kynni
af Klettafjöllunum, en nú vorum við að leggja þau
að baki. Hér voru árgljúfrin mikið dýpri og hrika-
legri.
Á leiðinni skoðuðum við, að vísu bara úr vélinni,
einhverja stærstu vatnsrafstöð í heimi, Coulee Dam.
Létum við okkur það nægja, því að næsti flugvöllur
var um 25 mílur frá stöðinni.
Síðan tókum við stefnu suðvestur á bóginn og
flugum nú yfir lítt ræktað eða byggt land, mikið
sundurskorið af djúpum gljúfrum, og lentum í borg-
inni Yokima í Washington ríki eftir tæpra 3 klst.
flug frá Spokane.
Við gáfum okkur varla tíma til að rétta úr okkur,
heldur héldum við strax áfram til The Dallas. Var
fjallgarður milli staðanna, og til þess að losna við
hann, fórum við mikinn krók. Flugum við fyrst í
suðaustur og síðan vestur niður með Columbiafljót-
inu. Er það mikið fljót, sem rennur í þröngum skorn-
ingum á þessum slóðum og við það skapast tígulegir
hávaðar. Eftir að við sveigðum til vesturs, fór að
verða mjög ókyrrt og virtist okkur lítið miða áfram.
Lestirnir, sem voru á sömu leið og við, skutust fram
úr okkur.
Skildum við að vindurinn væri mun meiri en við
höfðum fengið upplýsingar um að hann yrði, og
reiknaðist okkur að hann væri um 45 mílur. Þetta
gaf okkur minni tíma til að njóta hins fagra fjalla-
hrings, en við okkur blöstu fjallstindar frá 11 og
upp í 15000 feta hæð. Lengst til norðurs voru jökla-
toppamir á Mount Rainier. Aðeins nær var Adams-
Hrikalegt gljúfur i Washingtnnríki
48 - FLUG