Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 18
Kongo og í Khartoum í Súdan. Sökum víðfeðmi
landsins átti ég þess kost að ferðast mikið um og
oft og tíðum langar leiðir yfir óbyggð svæði og frum-
skóga. Hafði ég þess vegna litla flugvél til eigin um-
ráða, sem ég notaði óspart. En ég lærði að fljúga
1946 og hefi réttindi til einkaflugs. Á þessum ferðum
mínum hafði ég ávallt vatnsbirgðir með, svo og byssu,
sem ætluð var til þess eins að afla mér fæðu með,
ef ég hefði neyðst til að lenda fjarri mannabyggð-
um.“
— Var ekki óþolandi hiti að jafnaði?
„Nei, ekki eins og ætla mætti. Nairobi er uppi í
fjöllum í tæplega 6000 feta hæð yfir sjávarmáli, og
átti loftslagið þar mjög vel við mig. Hitinn að jafnaði
þurr, nerna á regntímabilinu, sem er tvisvar á ári,
og nætumar voru yfirleitt svalar, svo að auðvelt var
um svefn.“
— Eru flugmál komin vel á veg í Austur-Afríku?
„Já, núna. Þegar ég kom þangað 1946, voru aðeins
til 15 flugvélar þar, en um það leyti, sem ég fór
þaðan, hafði þeim fjölgað upp í 120.“
— Svo að við snúum okkur frá Afríku og að yður
aftur, hvenær byrjuðuð þér að starfa við flugmál?
„Árið 1936. Þá réðst ég til Airwork Ltd. sem nemi
í flugvirkjun. Þar var ég í tæplega eitt ár, unz ég
innritaðist í College of Aeronautical Engineering í
London, en þaðan lauk ég prófi með Honours Dip-
loma sem vélfræðingur eftir þriggja og hálfs árs nám.
Stríðsárin vann ég svo sem eftirlitsmaður hjá Brook-
lands Aviation Ltd., en það fyrirtæki vann fyrir
brezka flugherinn að viðgerðum og smíði hemaðar-
flugvéla. Þar vann ég einnig nokkuð sem flugvélstjóri
við margvíslegar tilraunir á flugvélum, en þegar ég
hætti vinnu hjá Brooklands, var ég orðinn annar af
yfir-eftirlitsmönnum fyrirtækisins."
— Hvenær hófuð þér svo starf hjá A. R.B.?
„1. janúar 1945 réðst ég þangað, starfaði fyrst í
prófdeild A. R.B., síðan varð ég eftirlitsmaður á
Hum og Hythe flugstöðvunum og yfir-eftirlitsmaður
á Croydon flugvellinum, en allt eru þetta mjög um-
famar og mikilvægar flugstöðvar í Bretlandi. Áður
en ég var svo sendur til Afríku, vann ég einnig um
tíma á aðalskrifstofu A. R. B. í London."
— Starf yðar hefir þannig verið all fjölbreytt og
þér hafið ferðazt mikið vegna þess. Hvernig lízt yður
á ísland og dvöl yðar hér?
„Satt bezt að segja, mér leizt hreint ekkert á
blikuna, þegar ég steig fvrst út úr flugvélinni
í Keflavík. Feikna kuldi var og snjókoma, svo
að mér hraus jafnvel hugur við. Umhverfið allt
og landslag tala ég ekki um. En sem betur fer
hefir álit mitt breytzt til batnaðar frá þeim tíma.
Þótt landið sé mjög hrjóstrugt og gróðurlaust, hefi ég:
séð marga mjög fallega og hlýlega staði, sem stinga
í stúf við annað, sem ég hefi séð áður. Vegirnir eru
með fádæmum slæmir, en samt hefi ég séð þá verri
í Afríku. Yfirleitt kann ég vel við fólkið og ég get
ekki annað en dáðst að því, hversu margir kunna hér
ensku og hversu vel hún er töluð. Það hefir orðið
mér ómetanleg hjálp."
Síðan berst tal okkar að flugmálum íslands og
framtíðarmöguleikum þeirra. Aðspurður kveðst Mr.
Wall hafa orðið mjög undrandi yfir þeim miklu
framförum, sem orðið hafa á flugmálum okkar og
öllum þeim fjölda flugvéla, er við eigum, þessi litla
þjóð.
„Sérstaklega furðaði mig á því, hversu stórar flug-
vélar íslendingar eiga, og ekki gat mig órað fyrir því,
að hér væri starfandi svifflugfélag, sem jafnvel smíð-
ar sínar eigin flugur sjálft. Mér þykir íslendingar alveg
sérstaklega áhugasamir um flugmál, enda þurfa þeir
mikið á flugvélum að halda til samgöngubóta, þar
eð landið er hálent og illt yfirferðar og auk þess
rnjög dreifbýlt. Sumir staðir, eins og t. d. Vestmanna-
eyjar, eru að öllu leyti háðir flugvélinni sem sam-
göngutæki til mannflutninga."
— í hverju álítið þér, að okkur sé einna mest að
vanbúnaði, hvað flugið snertir?
„Þessu er dálítið erfitt að svara, þar kemur margt
til greina, og auk þess verður maður að taka tillit til
óvenjulegra aðstæðna á mörgum sviðum, ekki sízt
gjaldeyrisskortsins, sem hér er tilfinnanlegur. En ef
ég á að gera þessari spurningu einhver skil, þá verð
ég að segja, að mér kom á óvart þau lélégu vinnuskil-
yrði og aðbúnaður, sem flugvirkjar eiga við að búa,
ekki sízt á veturna. Og samt er þeim ætlað að inna af
höndum vandasama og ábyrgðarmikla nákvæmnis-
vinnu, sem verður þeim mun margbrotnari, sem vél-
amar eru stærri. Sömuleiðis finnst mér mikill skort-
ur á góðum og sjálfsögðum tækjum, sem myndu
auðvelda störf flugvirkja til mikilla muna og um leið
draga úr viðhaldskostnaði og tíma.
Þá get ég heldur ekki neitað því, að mér finnst
skipulagning og stjómsemi þurfa mikilla endurbóta
við, sér í lagi, hvað vinnuafköst snertir. Of mikið
kæruleysi ríkir með ásigkomulag alls konar hjálpar-
tækja, svo sem vinnupalla (sem oftast eru bilaðir),
rafgeyma, hjólaklossa, trappa og dráttarvéla. En slíkt
á ekki að eiga sér stað.
Þá finnst mér hreinlæti yfirleitt ekki í hávegum
haft og mætti það gjarnan vera meira. Sérstaka at-
hygli mína vekja öll þau kynstur af ónýtum flug-
16 - FLUG