Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 5

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 5
;E. E. COONEY: Link^ í æf íngatækið ■pG vil byrja á því, að taka fram, að „Link“ æfinga- tækið er ekki sarna og flugvél. Tilgangur „Linksins" er sá, að æfa flugmanninn í notkun blindflugstækja. Enda þótt „flug“ í „Link“ að nokkru leyti samsvari raunverulegu flugi í vél, þá er stjórn „Link“-tækisins all mjög ólík meðferð flug- vélar. í fyrsta lagi eru stjórntæki „Linksins“ mikið létt- ari í meðferð en samsvarandi tæki flugvélar. Enginn loftstraumur er frá skrúfu, enda þótt hægt sé að setja tæki í samband við „Linkið“, er framkalli svip- uð áhrif, þá er það venjulega ekki notað. Þegar flogið er í „Link“, þarf flugmaðurinn að gleyma utanað- komandi áhrifum og er það auðveldara, ef loft- straumnum er sleppt. Þegar áhrifa loftstraumsins gætir ekki, verður flug- nraðurinn sjálfur að setja stjórntækin í hlutlausa stöðu, eftir að hver hreyfing þeirra hefir verið fram- kvæmd. Það er að segja, ef flugmaðurinn til dæmis ætlar að framkvæma vinstri beygju í „Linkinu“, verð- ur hann að hreyfa hliðarstýrið framávið með vinstra fæti, þar til „Linkið“ snýst með réttum hraða, eða 3° á sekúndu, sem nefnt er fyrstu gráðu beygja. Síðan er hliðarstýrið ákveðið sett í hlutlaust aftur, annars mundi „Linkið“ halda áfram að auka hraða beygjunnar, unz mesta hraða yrði náð. Sama er að segja um halla. Stýrisstönginni er hallað yfir til vinstri, þegar snúið er í þá átt, unz gervisjóndeildar- hringurinn sýnir réttan halla eða 15° í fyrstu gráðu beygju, síðan verður að setja stöngina í hlutlaust aftur. Ef um raunverulega flugvél hefði verið að ræða, þá hefði loftstraumurinn frá skrúfunni orsakað að tækin færðust í hlutlausa stöðu jafnskjótt og flug- maðurinn losaði tak sitt á þeim. Á þessu sést, að í „Link“ þarf tvær hreyfingar fyrir hvert frávik frá lá- réttu flugi á móti einni hreyfingu, ef um flugvél er að ræða. Magni hverrar hreyfingar er gætt af hlutaðeigandi mælitæki. Til dæmis er beygju gætt af halla- og beýgjumæli, sem stundum er kallaður „nálin og kúl- an“. Þetta tæki sýnir hraða beygjunnar til hægri eða vinstri og jafnframt hvort vængurinn skríður inn í beygjuna eða geigar út frá henni. Þegar rétt beygja af fyrstu gráðu er gerð, á nálin í halla- og beygjumælinum að sýna frávik, sem sam- svarar breidd sinni frá miðju, einnig skal kúlan í tæk- inu haldast í miðdepli. Sýnir þetta, að réttu hlut- falli milli halla og beygjuhraða hefir verið náð. Sé hins vegar hallinn of mikill, mun kúlan skríða til vinstri, ef vinstri beygja er tekin, og sést þá, að um vængskrið er að ræða í beygjunni. Þetta sam- svarar manni, sem á reiðhjóli beygði fyrir hom af miklum hraða. Ef hjólreiðamaðurinn hallar sér of mikið inn í beygjuna, á hann á hættu að falla, þar sem hjólin vilja skríða undan honum í öfuga átt. Þetta orsakast af miðflóttaaflinu, sem hefir áhrif á jafnvægi hjólreiðamannsins. Ef hann hallar sér mátu- lega í beygjunni, nær hann henni auðveldlega án þess að falla eða hjólið skríði undan honum. Svipuðu máli er að gegna um flugvél eða „Link“. Kúlan í halla- og beygjumælinum verður að haldast í miðdeplinum, svo að réttu jafnvægi sé náð í beygj- unni. í „Linkinu“ er þetta æft af flugmanninum þannig, að hann les af mælitækjunum hvort hann beitir stýr- isstönginni til að ná réttum halla og einnig hvort hann beitir hliðarstýrinu hæfilega til að ná tilskild- um hraða í beygjunni. í fyrstu gráðu beygju: Nálin breidd sína frá mið- depli og kúlan nákvæmlega í miðju. Þá er beygjan rétt og hvorki um vængskrið eða geigun að ræða. í flugvél þarf flugmaðurinn ekki að halda stöðugt um stjómtækin, en hann verður að hafa auga með nálinni og kúlunni alveg eins og í „Linki“. Þar sem „Link“-æfingatækið er svo fjarskylt raun- verulegri flugvél, af hverju er það þá notað til æfinga- flugs? FLUG - 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.