Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 17

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 17
rj'LUGMÁL okkar íslendinga hafa vaxið svo ört hin síðari ár, að slíks munu vart dærni annars staðar í heiminum á svo skömmum tíma. Djörfung og stórhugur, ásamt sívaxandi þörf og skilningi lands- manna fyrir auknum flugsamgöngum, hafa haldizt þar í hendur og skipað flugvélinni þann sess, að hún má heita helzta samgöngutæki okkar í bæði innan- lands og utanlands samgöngum. Mikill fjöldi manna starfar að flugmálunum á einn eða annan hátt, og nú þegar eigum við mjög álit- legan hóp sérmenntaðra ungra manna, sem lokið hafa námi erlendis á ýmsum sviðum flugmálanna, enda er mikil þörf fyrir slíka menn hér á þessu nýja atvinnusviði. Eins og skiljanlegt er, þegar þess er gætt, hversu ung flugmál okkar eru enn að árum og hversu ör þróunin hefir verið og stórstíg, höfum við átt við óvenjumikla byrjunarörðugleika að etja, sem aðrar og reyndari þjóðir hafa löngu yfirstígið. Kemur þar margt til greina, sem of langt mál yrði upp að telja, en tilfinnanlegast hefir þetta komið í ljós í sambandi við vinnuskilyrði öll, skipulagningu og yfirstjórn ýmissa mála, ásamt mikilli vöntun á alls konar nauð- synlegum tækjum og varahlutum, sem stafar m. a. af fátækt og gjaldeyrisskorti. En auk alls þessa hefir skortur á reynslu, og í sumum tilfellum kunnáttu, valdið því, að okkur hefir reynzt nauðsynlegt að ráða til okkar í lengri eða skemmri tíma erlenda kunn- áttumenn okkur til leiðbeininga og tilsagnar við ýmis vandamál. Einn af þessum mönnum er Robert T. Wall, eftir- litsmaður, sem starfar hér með loftferðaeftirliti ríkis- ins til aðstoðar og leiðbeininga við skoðun og eftirlit flugvéla og öryggistækja þeirra. Mr. Wall er brezkur að þjóðerni og starfar hjá Air Registration Board í London. Leitaði flugmálastjórnin hér hófanna hjá A. R. B. með útvegun eftirlitsmanns flugvéla til að koma þeim málum okkar í gott horf, og varð það úr, að Mr. Wall var sendur hingað til að starfa með loftferðaeftirlitinu um eins árs skeið. í sambandi við störf hans hér á landi hefir FLUG átt stutt viðtal við hann: — Hvenær komuð þér til landsins og hversu lengi búizt þér við að starfa hér? „Ég kom hingað til lands snemma í marz síðast- liðnum, og er ætlunin, að ég starfi hér með loftferða- eftirliti ríkisins í eitt ár.“ — Mér skilst, að þér hafið áður dvalið í Afríku við svipuð störf og hér, er það rétt? „Já, A. R. B. sendi mig til Austur-Afríku árið 1946, þar sem ég starfaði með loftferðaeftirlitinu þar á lík- an hátt og hér í tvö og hálft ár skoðun og eftirliti flugvéla." — Getið þér sagt mér eitthvað af dvöl yðar þar? „Ég kunni afar vel við mig í Afríku, og fólkið þar reyndist mér mjög vel, sérstaklega samstarfsmenn mínir. Var ég lengst af í Nairobi, sem er höfuðborg Austur-Afríku, en starfaði auk þess nokkuð í Belgiska FLUG - 15

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.