Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 25

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 25
um að halda skilningarvitunum vel vekandi, því að á okkar litla flughraða vorum við alltaf mjög nálægt „flugleysi“ (stalling). Þessi þreytandi dagur leið að lokum nóttin skall á; vetrarmistrið lagðist yfir San Francisco flóa, og sökum öryggis vorum við neyddir til að hækka hina ennþá yfirhlöðnu flugu upp í 1000 fet; við einblínd- um á benzínmælana; öðru hverju fengum við okkur brauðsneið eða heitan sopa úr hitabrúsanum, og smám saman, þegar minnkandi hleðsla leyfði okkur, drógum við úr snúningshraða vélanna til að spara benzín. Við hófum annan daginn, þreyttir en vongóðir. Benzínmælarnir gáfu okkur enn von um að geta verið á lofti lengur en hinir þýzku keppinautar okkar höfðu verið. Fyrir ofan höfuð okkar var innsiglað loftþrýsti- rit (barograph), sem umboðsmaður fyrir Federation Aeronauteque Intemationale hafði látið þar. Hann innihélt sívalning, sem snerist sífellt, en við hann var tengd loftvog, sem stöðugt merkti flughæð okkar og einnig tíma á lofti. Þegar tók að líða á annan daginn, fór það að verða augljóst, okkur til skelfingar, að benzínneyzlan var meiri en við höfðum áætlað. Benzín okkar var mjög rokgjarnt, og sökum kuldans var nauðsynlegt að dæla rneiru benzíni inn í blöndungana. Við héldum samt áfram, staðráðnir í að eyða öllu benzíni áður en við lentum. Og áfram hringsóluðum við; hvern 50 mílna hringinn á fætur öðrum yfir San Francisco flóa. Ég hugsa að ég þekki flóann eins vel og handarbakið á mér — hann er óafmáanleya stimplaður í huga mín- um. Önnur nóttin skall á, ein þeirra verstu, sem ég hefi orðið að þola. Ofan á líkamlegu óþægindin bætt- ist vitundin um að okkur var að mistakast. Við vor- um þreyttir og niðurdregnir, og ég sá, í gegnum ryk- gleraugu Ponds, að augu hans voru orðin rauð og blóðstokkin, og andlit hans mikið línudregið. Það var nístingskalt og þráði ég hlýtt rúm og svefn. í dag- renningu sáum við að spilið var tapað, og klukkan 7.30 sendi ég eftirfarandi skeyti til jarðar: „ „Southern Cross“ mun neyðast til að lenda kl. 9.30, sökum benzínskorts. Hún getur ekki lyft meira benzíni en til 50 klukkustunda flugs. Það er á tak- mörkum, að hér sé líft. Það er allt, sem við höfum að segja.“ Klukkan 9.30 yptum við öxlum af vonbrigðum og ákváðum að okkur hafði mistekizt, og að tími væri kominn til að fara niður. Við geymdum nægilegt benzín til fimm mínútna flugs í viðbót, svo að ef okkur mistækist lendingin í okkar þreytta ástandi, hefðum við nóg til að gera annan hring og reyna aftur að lenda. Við lentum kl. 10.13 f. h. þann 19. janúar, og höfðum þá, samkvæmt hinum opinbera tímaverði, verið 50 klukkustundir og 4 mínútur á lofti. Við vorum svo örmagna af þreytu og kulda, að við gátum varla talað eða staðið, og við vorum öldungis heym- arlausir. Okkur hafði mistekizt að hrinda heimsmetinu, en „Southem Cross“ hafði ekki brugðizt okkur. Flún hafði borið benzínþyngd, sem samsvaraði 68 mönn- um. Við höfðum ekki hrundið metinu og við höfðum ekki unnið verðlaunin, sem voru okkur svo bráðnauð- synleg. Við urðum allir þrír fyrir gífurlegum von- brigðum. Keith Anderson, sem hafði verið með okkur frá byrjun, og haldið tryggð við okkur í gegnum raunir og erfiðleika, kom til mín einn morgun með sím- skeyti í hendinni. Hann útskýrði, að þar sem vonlaust virtist að Kyrra- hafsflugið yrði nokkum tíma hafið, og þar sem sjóður okkar væri þrotinn, teldi hann sig tilneyddan að verða við ósk vina og vandamanna um að koma heim til Ástralíu. Virtist mér það vera það skynsam- legasta, sem hann gæti gert — það eina rétta, þó að okkur Ulm þætti mjög leitt að missa hann. Hamingjudísin virtist alveg hafa yfirgefið okkur, þegar við skömmu seinna fengum tilkynningu um að stjóm Nevv South Wales óskaði að við seldum flug- una og snerum heim til Ástralíu. Það virtist sannarlega ekkert annað, sem við gætum gert. Við höfðum nú verið sex mánuði í Bandaríkj- unum og vorum engu nær takmarki okkar en þegar við komum. Lánardrottnar okkar vora farnir að þjarma að okkur, og það var augljóst, að ekki var von á meiri aðstoð frá stjómarvöldum okkar. Okkur hafði verið skipað að selja „Southem Cross“ (ef við gætum) og koma heim til Ástralíu. Við vorum algerlega félausir og þar að auki stór- skuldugir. Við vorum svo fátækir, að við áttum ekki einu sinni vasapeninga fyrir sígarettum og mat. Okk- ur var ókleift að borga hótelreikninginn, og við vor- um neyddir til að nota alls konar undanbrögð til að halda lánardrottnum okkar í fjarlægð. Við vorum sem sé að þrotum komnir og alveg staur-blankir. Það var nauðsynlegt fyrir okkur að fara til Los Angeles, þar sem við gerðum okkur vonir um að selja Union Oil Company „Southem Cross“. En við höfð- um enga peninga til að borga járnbrautarfarið. Samt FLUG - 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.