Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 47
Bylgjiiiuppstreymí í Kalifomiu.
Hogíð í 10200 metra hæ8 í svifflugiti.
T TlN alþjóðlega flugmálastofnun F.A.I. (Federa-
A tion Aeronautique Internationale) tilkynnti 17.
maí síðastliðinn, að viðurkennt hafi verið heimsmet
ameríska svifflugmeistarans John Robinson fyrir
mestu hæð, sem náðst hefir í svifflugu. Hæðin, sem
Robinson náði, reyndist nákvæmlega 10210.821 metr-
ar. Met þetta er sett eftir nýjum reglum, settum á
síðastliðnu ári, þar sem miðað er við mestu hæð,
sem næst í fluginu, en ekki eingöngu hæðaraukn-
ingu, eins og áður.
Þó er það tilskilið, að hæðaraukning má ekki vera
minni en 5000 nretrar. Met í hæðaraukningu verða
þó viðurkennd áfrarn í sérstökum flokki.
Svíinn Per Person, sigurvegarinn frá alþjóða svif-
flugkeppninni í Samaden, á heimsmet í hæðaraukn-
ingu. í cumulo-nimbus skýi komst hann upp í 8700
metra hæð yfir sjó og hafði þá hækkað um 8050
metra frá því hann sleppti vélflugunni, sem dró hann
á loft.
Robinson flaug aftur á móti í bylgju-uppstreymi
eins og Helgi Filippusson gerði, þegar hann kornst
í 5600 metra hæð yfir nágrenni Reykjavíkur.
Robinson hóf flug sitt frá borginni Bishop í Cali-
forníu, en þar virðast vera sérlega góð skilyrði til
bylgjuflugs að vetrarlagi.
Bishop er lítill bær, 400 km. frá Los Angeles.
Hann er í dal og flugvöllur hans er í ca. .1250 metra
hæð vfir sjávarmáli. Vestan við völlinn er Sierra
Nevada fjallgarðurinn, en fyrir austan eru Withe
Mountains. Þessir fjallgarðar em 3500 til 4000 metrar
á hæð. Mount Whitney í Sierra Nevada er hæsta
fjall Bandaríkjanna, 4520 rnetrar.
Owensdalurinn, sem Bishop er í, er 40 til 65 km.
breiður og 200 km. langur.
í Bishop býr Bob Symons. Hann lifir af því að
framleiða rigningu. Vatnsból Los Angeles borgar eru
í fjöllunum nálægt Bishop, og flýgur Bob með sér-
stakt efni, sem hann dreifir yfir skýin og framleiðir
þannig regn. Til þessara hluta á hann m. a. eina
Lockheed Lightning, Bellanca og fleiri vélflugur
ásamt einni svifflugu.
Dag nokkum, þegar svifflugan var í viðgerð, sá
hann á skýjunum, að það var bylgju-uppstreymi yfir
fjöllunum. Flann náði þá í Bellanca vélfluguna sína og
flaug upp í uppstreymið, en er hann náði þangað
upp, fékk hann svo slæma ísingu í blöndung hreyf-
ilsins, að hann stöðvaðist með öllu.
Þetta olli Bob ekki neinurn kvíða. Með stöðvaða
skrúfu hélt hann áfram upp á við, upp í 9000 metra
yfir sjó, áður en hann fór að fara niður. Aðrir vél-
flugmenn hafa komizt í kast við ofsaleg upp- og
niðurstreymi á þessum slóðum.
Einn fór úr 600 metra hæð yfir flugvellinum upp
í rúmlega 7000 metra á 8 mínútum. Flugkennari
nokkur stöðvaði hreyfilinn á Cessna 140 flugvél sinni
í 3500 metra hæð og hækkaði síðan flugið upp í
5000 metra, nemanda hans til mikillar undrunar.
Þá var það herflugmaður nokkur, sem oft var strítt
af félögum sínum vegna þess að hann var svifflug-
maður.
Hann flaug risaflugvirki B 29 inn í uppstreymi
og hækkaði sig með tíu metra hraða á sekúndu upp í
7500 metra. Slíkum stighraða var áhöfnin ekki vön
og gerði víst ekki grín að svifflugi eftir það.
Hið kröftuga bylgju-uppstreymi, sem oft er meira
en 10 m/sek., myndast þegar hvass vestanvindur blæs
frá Kvrrahafinu inn yfir fjallgarðinn. Beztu skilyrðin
eru um veturinn frá nóvember til marz, og bezta
árangrinum var náð um s.l. áramót.
Hópur amerískra svifflugmanna eyddi síðasta jóla-
leyfi sínu í Bishop. Bob Symons ásamt öðrum svif-
flugmönnum, sem hafa náið samstarf við veðurfræð-
inga veðurstofu Bandaríkjanna (U. S. Weather
Bureau), ætluðu að vera þarna við rannsóknir. Hinn
23 ára garnli stúdent Paul Mac Cready, sem varð
sigurvegari á Elmira-mótinu 1948 og á heimsmet í
flugi að ákveðnu marki og heim aftur, 368 km., hafði
um langan tíma undirbúið sig og gömlu pólsku „Or-
lik“ svit'fluguna sína undir hæðarflug.
Hann hafði 30 kg. af radio, flugmælitækjum og
súrefnistækjum um borð og hafði gert sérstakar ráð-
stafanir til að verja sig og sviffluguna kulda og áhrif-
um snöggra hitabreytinga. Þá hafði hann í þar til
gerðum klefa þjálfað sig í notkun súrefnistækja í
FLUG - 45