Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 33

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 33
Hreyflar Brabazon vélarimiar eru átta að tölu og er peim komið fyrir inni í vœngnum. Ur þeim liggja svo drifásar fram í skrúfurnar, sem einnig eru átta talsins, en tvcer og tvœr saman og snúast gagn- stcett hvor við aðra. — Stóru opin framan á vcengnum eru til að beina loftstraumnum inn yfir hreyflana fyrir kœl- ingu þeirra. JÓN N. PÁLSSON: BRISTOL BRABAZON. gRISTOL BRABAZON, sem sögð er stærsta far- þegaflugvél, sem smíðuð hefir verið, flaug ný- lega í Bretlandi með ágæturn árangri. Þessi flugvél er ein af mörgum nýjustu flugvélum Breta, sem ætl- að er að tryggja þeim öruggt sæti í hinni hörðu sain- keppni stórþjóðanna í flugsamgöngum framtíðar- innar. Nefnd, er Bretar skipuðu á stríðsárunum til þess að vinna að framtíðarflugáætlunum'þeirra, lagði á ráðin um smíði flugvéla af ýmsum stærðum og til margvís- legra nota, sem byrjað skyldi á strax að loknu stríði. Formaður nefndarinnar var Brabazon lávarður af Tara, sem er einn af áhrifamestu mönnum Breta í flug- málum, og er þessi stóra Bristol flugvél látin heita eftir honum, en hún er ein af flugvélum þeim, sem ákveðið var að smíða samkvæmt ráðleggingum nefnd- arinnar. Aðrar nýjustu flugvélar Breta, smíðaðar að raði sömu nefndar, eru t. d.: Airspeed Ambassador, Avro Tudor II, H. P. Hermes, D. H. Comet, Miles Marathon og D. H. Dove. Bristol Brabazon vegur 130 smálestir og getur flutt 100 farþega, auk tæplega 6 smálesta af pósti og öðr- um flutningi í einum áfanga milli London og New York á 14 klst. Þægindi farþeganna eru hin beztu, sem hugsast geta, t. d. er í flugvélinni eldhús og cocktail-bar og firnrn þjónurn er ætlað að vera far- þegunum til þjónustu. Þá er flugvélin þannig úr garði gerð, að sérstakar loftþjöppur á hreyflum henn- ar dæla inn í skrokkinn lofti til þæginda farþegun- um, þegar hátt er flogið. Þannig er hægt að halda loftþyngdinni inni í vélinni í 25.000 feta hæð eins og um 8000 fet væri að ræða. Getur Brabazon vélin því, ef með þarf, flogið upp fyrir öll veður, sem á leið hennar kunna að verða, og valið sér leið eftir aðstæðum. Hreyflar Brabazon vélarinnar eru 8 að tölu og er þeirn komið fvrir inni í vængjunum, tveim og tveim saman. Mynda þeir síðan sameiginleg „hús“ fram úr vængnum, 4 að tölu, þar sem loftskrúfunum er kom- ið fyrir, tveim og tveim saman, og snúast þær í gagn- stæða átt hvor við aðra. Hreyflarnir heita Bristol Centaurus, 18 cvlindra FLUG - 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.