Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 32
Á móti þessum tveim kröftum verður skurðstillis-
dælan að vega á meðan blöðin fara í grófan skurð.
Til að breyta skurðhorninu úr grófum í fínan, ýtir
flugmaðurinn skurðstönginni í stjórnklefanum frani,
sem með hjálp víra og stanga orsakar það, að gorm-
inum í skurðstillinum er þrýst niður á ventilinn og
opnar leið inn í sveifarhúsið fyrir skurðstillidæluolí-
una. Við það að óhindruð leið opnast fyrir olíuna,
fellur þrýstingurinn niður, en miðflóttaaflsvindingur
blaðanna og mótorolíuþrýstingur taka við og ýta bull-
unni aftur, sem með hjálp sammiðjunganna breyta
skurðhominu í fínan.
Öfugt gerist, ef á að færa blöðin úr fínum í gróf-
an. Flugmaðurinn dregur skurðstöngina aftur og lin-
ar þar með átakið á viktargorminum. Gormurinn
megnar ekki lengur að halda viktunum niðri, sem
snúast á fullunr hraða og slást þær því út eins langt
og þær komast, en lyfta um leið ventlinum. Þegar
ventillinn lyftist, lokar hann fyrir niðurfallið inn í
sveifarhúsið, en opnar fyrir beina leið gegnum olíu-
greinirinn að bullunni mótormegin. Þrýstingurinn
eykst, þar til hann yfirvinnur hina tvo áðumefndu
krafta og ýtir bullunni fram og færir blöðin í grófan
skurð aftur.
Flugmaðurinn getur valið hvaða skurðhom sem
er á milli hinna áður nefndu tveggja með því að
setja skurðstöngina á þann snúningshraða, sem hann
óskar. Skurðstillisgormurinn tekur sér þá stöðu, þar
sem hinir þrír kraftar eru i jafnvægi. Ef mótorhrað-
inn eykst, leita viktamar út með meiri krafti, yfir-
vinna mótstöðu gormsins, loka ventlinum og auka
þar með olíumagnið og pressuna mótormegin við
bulluna, sem aftur eykur skurðhornið og dregur úr
snúningshraðanum, þar til viktarnar falla aftur í fyrri
stöðu. Ef nú snúningshraðinn minnkar, gefa vikt-
amar eftir fyrir gorminum og ventillinn opnast og
hleypir dálitlu olíumagni inn í sveifarhúsið, bullan
hreyfist aftur og gerir skurðhomið fínna, snúnings-
hraðinn eykst, viktarnar lyftast aftur og loka ventl-
inum, þegar þær hafa fengið fyrri stöðu sína.
Flestar skiptiskrúfur, sem nú eru notaðar, er hægt
að fjaðra. Fjaðringin er mjög áríðandi, sem hægt er
að skýra með einföldu dæmi. Hugsum okkur að bullu-
stöng brotni á flugi, í því tilfelli væri það lífsspurs-
mál, að geta stöðvað mótorinn, því að annars mundi
hann brjóta sig niður úr flugvélinni og sjálfsagt brjóta
hana unr leið. Með fastri skrúfu, eða skrúfu, sem ekki
er hægt að fjaðra, er það ómögulegt. Loftstraumur-
inn heldur áfram að snúa skrúfu dauða mótorsins
og snýr þar með sveifarásnum. í því tilfelli að hægt
væri að fjaðra skrúfuna, er blöðunum snúið þannig,
að blaðeggin snýr í flugstefnu, eða því sem næst. Til-
gangurinn er að þrýstingur blaðsins sé jafnt beggja
megin.
Til að fjaðra blöðin, þarf fyrst að þrýsta á fjaðr-
ingarhnappinn, sem er í stjórnklefa. Með því er sér-
stök rafmagnsdæla sett af stað. Dælan dælir olíu
úr mótorolíugeyminum eftir sérstakri leiðslu, sem
liggur í skurðstillihúsið. Olíuþrýstingurinn opnar loka
í skurðstillishúsinu, sem, þegar opinn er, hleypir
olíunni óhindrað að bakhlið bullunnar, ýtir henni
fram, þar til hún kemur á fjaðringartakmarkið. Bullan
getur nú ekki hreyfzt lengra fram, en dælan er sjálf-
virk og heldur áfram að dæla, þar til þrýstingurinn
er kominn í 400 lbs., en þá opnast annar loki í skurð-
stillihúsinu, sem, um leið og hann opnast, rýfur
strauminn til dælumótorsins. Fjaðringar-hnappurinn í
stjórnklefa hrekkur út og eiga þá blöðin að vera í
fjaðringu. í því tilfelli, að eitthvað sé að, er mótorinn
stöðvaður um leið og fjaðrað er.
Ef á að úr-fjaðra, er fjaðringar-hnappnum haldið
inni og olíu dælt sömu leið inn í kúluna, mótor-
megin við bulluna. Á þessu stigi verður það að vera
ljóst, að öll olía, sem fer inn í kúluna, annað hvort
framan við bulluna eða að aftan, fer í gegnum olíu-
greinirinn, sem skrúfaður er í enda sveifarássins. í
olíugreininum er loki, sem haldið er kyrrum með
sterkum gormi. Lokinn hefir nokkra sívala kvista og
rennur í stýringu. Þegar þrýstingur olíunnar frá fjaðr-
ingardælunni hefir náð 600 lbs., opnar olíuþrýsting-
urinn þennan loka, sem, um leið og hann dregst til
í stýringunni, breytir rás olíunnar þannig, að fjaðr-
ingarolían fer nú fram fyrir bulluna og ýtir henni
aftur, þ. e. a. s. snýr blöðunum úr fjaðringu í grófan
skurð, en olían frá mótordælunni fer nú bak við
bulluna. Þegar mótorinn hefir náð ca. 1000 s. n. m.,
er fjaðringar-hnappnum sleppt, sem hrekkur út með
það sama. Skurðstillirinn tekur þá við, olíuþrýsting-
urinn fellur niður, lokinn í olíugreininum lokast og
eðlilegur gangur olíunnar hefst á ný.
Að því athuguðu, sem lýst hefir verið hér að fram-
an, er einfaldleiki skrúfunnar sérstaklega áberandi,
enda er í honum falið öryggi hennar. Mótorolíu-
þrýstingurinn er aðeins notaður til að aðstoða mið-
flóttaaflsvinding blaðanna, við að snúa blöðunum í
fínan skurð, en öll stjóm skrúfunnar í láréttu eða
eðlilegu flugi, fjaðringu og úr-fjaðringu, er fengin með
einni olíuleiðslu á milli skurðstillisins og skrúfunnar.
30 - FLUG