Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Síða 14
XII
sjúklingur geti eigi mmið, og tryggja meðliiniiia því eigi gegn missi
starfsorkunnar, en hins vegar gegn öðrum afleiðingum sjúkdómanna.
Og atvinnuleysistryggingin er enn þá aðeins lil á pappírnum, enda er
og ákvæðum hennar á ýmsan hátt mest ábótavant. Stafar það án efa
að verulegu leytí af því, að sú skoðun er mjög almenn. að í landi, eins
og okkar, þar sem gnægð óleystra verkefna híða við hvers manns dyr,
eigi ekki að greiða fullhraustum mönnum atvinnuleysisstyrki og legg'ja
fé til sjóða í slíku skyni, heldur eigi að sjá þeim fyrir starfi, með opin-
berum ráðstöfunum, ef ekki sé unnt að gera það á annan hátt. Nokkuð
er til í þessu. En orðin tóm leysa ekki vandræði þeirra, sem atvinnu-
lausir eru og ekkert fá að g'era. Til þess þarf opinberar aðgerðir í
stærri stíl og' skipulegri en hingað til. Eins og atvinnu er háttað hér á
landi tjáir elcki að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að jafnvel
þótt sæmilega ári, verður allt af að gera ráð fyrir þvi, að nokkur tíma-
bil verði á hverju ári, þegar atvinna er lítil og stopul, of litil fyrir alla
þá sem eftir leita, og afgangur frá öðrum árstíðum ekki nægilegur ti!
að framfleyta fjölskyldu. Og styrkur af hálfu hins opinbera og atvinnu-
rekenda til sjálfhjálpar verkamanna gegn þessu böli, virðist því full-
komlega eðlilegur og sjálfsagður.
Enginn neitar þvi lengur, að það sé í sjálfu sér æskileg't bæði fyrir
þjóðfélagið og einstaklingana, að allir eignalausir eða eignalitlir menn
og konur séu trygg'ð gegn afleiðingum af missi starfsorkunnar.
Þeim fjölgar einnig stöðugt, sem játa, að ekki sé ástæða til að
láta sér kostnaðinn í augum vaxa. Sé rétt og skynsamlega á málum
haldið, kappkostað að koma í veg fyrir misnotkun og tryggingarnar
auknar stig af stigi, þarf kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið í heild ekki
að aukast frá þvi, sem hann nú er, uinfram það, sem svarar lil þess, sem
kjör fólksins yrðu bætt. Sjúkum, slösuðum, öryrkjum, ellihrumum og
atvinnuleysingjum er séð fyrir lifsviðurværi nú, einn veg eða annan.
Mörgum bjarga trygg'ingarnar nú þegar, einkum ef missir starsork-
unnar varir stuttan tíma, og því fleiri og lengur, sem lífeyrissjóðirnir
eflast meir. Fáeinir lifa á eignum sínum meðan þær endast, ýmsir
á hjálp vina og vandamanna eða ölmusugjöfuin óskyldra. Berklaveikir,
holdsveikir, geðveikir og fleiri sjúklingar njóta hælisvistar og aðhlynn-
ingar á kostnað hins opinbera. Nokkuð fé hefir jafnan verið lagt fram
árlega lil atvinnubóta hin síðari ár, og loks er fátækraframfæri sveita
og bæjafélaga. Aðalmunurinn, ef trvggingarnar eru gerðar víðtækari,
verður sá, að rétturinn til ákveðinnar aðstoðar, ef sérstök öviðráðanleg
atvik bera að hönduin, verður skýiaus á ýmsum sviðum, þar sem að-
stoðin nú er veitt eftir inisjöfnu mati fátækranefnda fyrir skamman
tíma í einu, eða sem ölmusa til gustukamanns. Þessi réttur yrði alveg
samskonar og réttur slasaðs tnanns nú lil sjúkrahjálpar, dagpeninga
eða örorkubóta, réttur opinberra starfsmanna til eftirlauna úr lífeyris-
sjóði, eða réttur sjúkratryggðra manna til læknishjálpar og sjúkrahúss-
vistar fyrir sjálfa þá og börn þeirra,