Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Page 19
í. Löggjöf um alþýðutryggingai*
fram til 1936.
Um leið og hin fyrsta árbók alþýðutrygginganna íslenzku kemur út,
þykir hlýða að gefa nokkurt yfirlit yfir þróun löggjafar um alþýðu-
tryggingar á íslandi fram til 1936, eða þess tíma, er lögin um alþýðu-
tryggingar ganga í gildi, en þau marka stórkostleg límamót í sögu alþýðu-
trygginganna og í raun og veru einnig í sögu íslenzkra þjóðmála yfirleitt.
Enn vantar tilfinnanlega sögu hinnar félagslegu þróunar á íslandi,
hæði hvað snertir löggjöf og annað, og er þess að vænta, að því verkefni
verði gerð skil áður en lang't um líður. Hcr verður þó að fara fljótt yfir
sögu.
Að þessu sinni verður aðeins gefið stutt yfirlit yfir þróun þeirrar
löggjafar, sem beinlínis snertir alþýðutryggingar í nútínia skilningi,
aðeins reynt að rekja í fáum dráttum forsögu þeirra tryggingagreina
— að því er löggjöfina snertir —, scm nii falla undir Tryggingarstofnun
ríkisins.
A. Slysatrygging'ar.
Slysatryggingarnar eru sú grein tryggingarstarfseminnar, sem fyrst
náði verulegum þroska og litbreiðslu hér á landi, og hefir svo einnig verið
víða erlendis.
Slysfarir á sjó hafa alla tið verið mjög tíðar hér á landi og þjóðin
goldið mikið afhroð þeirra vegna. Fjöldi ungra og hraustra manna hafa
árlega látizt fyrir aldur fram af völdum sjóslysa. Það var því mjög
eðlilegt, að þessari grein alþýðutrygginganna væri fyrst verulegur
gaumur gefinn hér á landi, einkum eftir að sjávarútvegurinn færðist i
aukana og fór að verða langsamlega veigamesti atvinnuvegur landsins
að því er snertir framleiðslumagn og útflutningsverðmæti.
Fyrstu slysatryggingalögin, eða eins og þau voru kölluð, lög um lifs-
ábyrgð fyrir sjómenn, voru frá 10. nóv. 1903.
Tryggingarskyldir samkvæmt þeim lögum voru aðeins íslenzkir
hásetar, stýrimenn og skipstjórar á þilskipum, er stunduðu veiðar hér
við land.
Einu bæturnar, sem greiddar voru samkvæmt lögunum, vorii dánar-
bætur. Skyldi tryggingin greiða 100 kr. á ári í 4 ár til éftirlátinna vanda-