Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Side 30
12
B. Sjúkrasamlögin.
Fyrsta sjúkrasamlagið, sem stofnað var á íslandi, var sjúkrasamlag
prentara, árið 1897, næst var stofnað Sjúkrasamlag Reykjavíkur 1909,
Akureyrar 1913, Sauðárkróks 1913, Hafnarfjarðar 1914, Seyðisfjarðar
1915, Siglufjarðar 1915, Akraness 1917, Holtahrepps 1927, Fljótshlíðar
1929. Alls 10 samlög i árslok 1935. Auk þessara samlaga höfðu verið
lögskráð 2 skólasamlög', en þeim er sleppt í yfirliti því, er hér fer á eftir.
Tala hluttækra samlagsmanna í öllum samlögunum var sem hér
segir: 1914: 856; 1918: 2022, 1927: 3276; 1928: 3688; 11)29: 4467;
1933: 4838; 1935: 5016. Hjá hinum einstöku samlögum var meðlima-
talan sem hér segir:
Tafla II.
1929 1933 1934 1935
Sjúkrasamlag Akranes 190 200 197 196
Akureyrar 139 133 124 100
Fljótshlíðar .... 53 79 77 81
Hafnarfjarðar . . 291 333 334 336
Holtahrepps .... } 63 00 55
prentara 137 187 197 205
Reykjavíkur .... 3319 3381 3352 3533
Sauðárkróks .... 110 144 154 168
Seyðisfjarðar .. . 128 152 152 153
Siglufjarðar .... 88 160 176 189
Alls 4 4 071) 4838 4823 5016
Þegar þessar tölur eru bornar saman vi ð meðlimatölu sjúk
laganna árið 1939 (sjá hls. 55), sést hve stórt stökk var tekið livað
sjúkratryggingarnar snertir með setningu alþýðutryggingarlaganna 1936.
Árið 1939 var tala þeirra, sem iðgjöld greiddu, 33 258, og tala hinna
tryggðu hefir þannig meir en sexfaldazt frá 1935 til 1939.
Eftirfarandi tafla III sýnir helztu tekju- og gjaldaliði samlaganna
og efnahag þeirra fram til ársins 1936, er alþýðutryggingarlögin gengu
í gildi.
l) Vanlar meðlimatölu sjúkrasamlags Holtalirepps þetla ár.