Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Síða 36
18
af forstjóra og' deíldarstjóra að öllum jafnaði, en þyki einhver vafi leika
á um bótaskyldu eða annað, eru slík mál lögð undir úrskurð Tryggar-
ráðs. Ennfremur geta hinir tryggðu áfrýjað úrskurði Tryggingarstofnun-
arinnar um slysabætur til Tryggingarráðs og er það alloft gert. Úrskurði
Tryggingarráðs má áfrýja til dómstólanna.
Öll slysamál eru lögð fyrir tryggingaryfirlækni, sem gerir tillögur
um það, hvort bætur skuli greiddar og' athugar læknisvottorð þau,
sem fylgja eiga tilkynningum um slys. Ennfremur metur tryggingaryfir-
læknir örorku, ef um örorkubætur er að ræða; byggist mat hans ýmist
á eigin rannsókn eða vottorðum frá læknum þeim, er stundað hafa hinn
slasaða.
Atvinnurekendur hafa heimild lil þess að skipa sérstaka 5 manna
nefnd til þess að gæta hagsmuna sinna við skiptingu í áhættuflokka
og ákvörðun iðgjalda. Ennfremur hefir nefnd þessi rétt til að velja einn
mann til þess að fylgjast með stjórn og' rekstri slysatryggingarinnar.
Sama rétt hefir og Alþýðusamband íslands. Hafa þessir menn aðgang
að öllum skjölum slysatryggingarinnar og er heimilt að vera viðstaddir
þegar slysabætur eru úrskurðaðar.
h. Slys.
Nokkur vafi getur oft leikið á því, hvað telja beri slys, og er því
þýðingarmikið atriði, að })etta hugtak sé sem bezt skilgreint. Er það
gert í 9. gr. laganna og 7. gr. reglugerðar um slysatrygging'ar, sem setl
hefir verið samkvæmt lögunum.
Samkvæmt þeim reglum eru •slysabætur ekki aðeins greiddar fyrir
það, sem i daglegu tali eru kölluð slys, heldur einnig fyrir atvinnu-
sjúkdóma, þ. e. sérstaka sjúkdóma, sem hægt er að rekja til vinnunnar,
eftir því, sem nánar er ákveðið í reglugerðinni.
Slys samkvæmt slysatryggingarlögunum telst hvers konar áfall eða
áverki, er maður verður fyrir i tryggingarskyldri vinnu óviljandi, vegna
ákveðins, óvænts atviks, enda valdi áfallið eða áverkinn finnanlegu
heilsutjóni þegar í stað, eða þannig, að rakið verði til áfallsins.
Það er ekki talið bótaskylt slys, þótt maður slasist eða veikist við
vinnu, ef ekki er hægt að álíta, að vinnan sjálf eða sú áhætta, sem henni
fylgir, sé hin beina orsök heilsu- eða líftjónsins, heldur ekki, ef tryggður
maður stofnar sér af ásettu ráði í hættu, nema það sé gert til þess að
bjarga mannslífi; sama máli gildir ef hinn tryggði fer að nauðsynja-
lausu um hættusvæði til og frá vinnu eða tekur á sig krók í þágu ein-
hvers annars, eða ef hann brýtur vísvitandi lögreglusamþykktir og
öryggisreglur. Ennfremur er það ekki talið bótaskylt slys, þó sjúkdómur
eða bilun, sem hinn tryggði kann að hafa gengið með, komi fram við
vinnuna, nema því aðeins, að áfallið eða ákverkinn hafi valdið því, að
sjúkdómurinn eða bilunin hafi versnað.
Samkvæmt reglugerðinni eru eftirtaldir atvinnusjúkdómar bóta-
skyldir: blýeitrun, lungnasjúkdómar, er fram koma við innöndun á