Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Síða 37
19
steinefnum og steinryki og ennfremur miltisbrandssýking. Auk l>ess er
Tryggingarráði lieimilt að bæta að nolckru eða öllu ieyti atvinnusjíík-
dóma, sem að dómi tryggingaryfirlæknis stafa beinlínis af skaðleguin
efnum, sem notuð eru við vinnuna.
c. Hverjir eru slysatryggðir?
í fyrsta lagi er skylt að trygg'ja alla sjómenn, hvort sem um er að
ræða stór eða lílil skip, fiskiskip eða flutninga, og hvort sein atvinnan
stendur yi'ir skemmri eða lengri tíma. Sjómannatryggingin er, eins og
áður er getið, sérstök deild í slysatryggingunni og er reikningum hennar
haldið sér.
Verkamenn og starfsmenn, sem vinna fyrir kaupi í eftirtöldum at-
vinnugreinum, er og' skylt að tryggja: ferming og afferming skipa og
báta, vöruhúsavinna, vöruflutningar í sambandi við það, hverskonar
bifreiðastjórn og stjórn aflvéla við jarðvinnslu, vinna i verksmiðjum
og verkstæðum, sláturhúsum, mjólkurbúum, námugröftur, bjargsig,
fiskverkun, isvinna, vinna við raflagnir, húsabyggingar i kaupstöðum
og í sveitum, að því er snertir tvílyft hús og heyhlöður, vega-, brúa- og
hafnargerð, vitabyggingar, símalagningar og viðgerðir, vinna við vatns-,
raforku- og gasleiðslur, skipasiníði og viðgerðir, varðstaða á skipum
við bryggju eða í lægi, bátasmíði- og viðgerðir, þvotta- og ræstivinna,
eftir nánari ákvæðum í reglugerð, sendisveinastörf og loks ýmiskonar
opinber störf, svo sem störf hafnsögumanna, lögregluþjóna, tollþjóna,
vitavarða, sótara, pósta, slökkviliðs o. þ. h.
Af þessari upptalningu sézt að langmestur hluti þess fólks, sem
vinnur erfiðisvinnu — en við liana er slysahættan jafnan mest — er
skylt að tryggja, að undanteknu fólki við landbúnaðarvinnu. Er það
að vísu allmikill galli á gjöf Njarðar og verður vonandi úr því bæll
áður en langt um líður.
Tryggingin nær til sendistarfa í þágu atvinnurekstrarins og eins
til þess tíma, er menn fara til og frá vinnu sinni, en það er ósjaldan
að slys vilji til þegar svo stendur á. Ennfremur eru þeir, sem slasast
við að bjarga manni úr lifsháska, taldir tryggðir eftir sömu reglum og
slysatryggðir menn.
Sú takmörkun er á ofangreindri tryggingarskyldu, að einungis
þau störf, sem stunduð eru eða rekin fyrir reikning ríkis eða sveitar-
telag's, eða einstaklings eða félags, sem hefir þau að atvinnu, eru trygg-
ingarskyld. Undantekning frá þessu er aðeins húsasmíði, þótt hún sé
framkvæmd fyrir reikning manna, sem ekki hafa húsasmíði að atvinnu.
Af þessu leiðir, að eiginleg heimilisstörf eru ekki tryggingarskyld og
að einstaklingar, sem vinna fyrir sjálfan sig, eru ekki tryggingarskyldir.
Eins og siðar skal á drej)ið, er þeim heimilt að tryggja sig' í frjálsri
tryggingu.