Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Side 41
23
Frjáls slysatrygging sainkvæint 20. gr. laganna er að öllu leyti hlið-
sta>ð skyldutryggingunni hvað slysabæturnar snertir. Er þeim, sem reka
eða stunda einhverja þá atvinnugrein, sem ekki er tryggingarskyld,
heimilt að tryggja sjálfa sig eða verkamenn sína gegn slysum. Tryggingu
jiessa verður að tilkynna fyrirfram og greiða iðgjöldin um leið, og gildir
hún aðeins fyrir ákveðinn tíma og' fyrir nafngreinda menn, sem til-
kynntir hafa verið til tryggingar.
Ýms þessara starfa eru tekin með í reglur slysatryggingarinnar
um áhaittuflokkun, sem áður var getið, og skiptast þau á hina ýmsu
áhættuflokka, auk þess sein 11. áhættuflokkurinn er einung'is fyrir
þessa frjálsu tryggingu. Ákvæðunum um frjálsu trygginguna var liætt
inn i lögin 1937.
Trygging sú, sem nú var gelið, hefir sameiginlegan fjárhag með
skyldutryggingunni, en hin eiginlega frjálsa trygging, sem tekur að sér
ýmiskonar tryggingar á einstökum mönnum, er sérstölc deild í slysa-
tryggingunni með aðskilinn fjárhag. Tók hún til starfa á árinu 1939 og
var setl sérstök reglugerð um starfsemi hennar 21. febr. 1939.
í fyrsta lagi tekur hin frjálsa slysatrygging að sér eiginlegar slysa-
tryggingar; í þeirri tryggingu er ávallt innifalin örorkutrygging, en auk
]>ess nær tryggingin til dánarbóta, dagpeninga eða sjúkrahjálpar.
Þá getur deild Jiessi einnig tekið að sér sjúkratryggingar, þ. e. dag-
peningatryggingu, ef menn verða óvinnufærir vegna sjúkdóma, en þó
aðeins á þeim mönnum, sem slysatryggðir eru hjá deildinni.
Loks er hægt að tryggja farþega í einkabifreiðum gegn slysum.
Þessi frjálsa trygging er að ýmsu leyti frábrugðin skyldutrygg-
unni og þeirri frjálsu tryggingu, sem fyr um ræðir.
í fyrsta lagi má geta þess, að bótaskyldan er ýmsum takmörkunum
bundin, t. d. er ekki greitt vegna slysa, sem stafa af stríði, jarðskjálftum
o. fh; ennfremur er hinum tryggðu frjálst að ákveða tryggingarupp-
hæðina, þá eru ýms skilyrði — um heilsufar og aldur — fyrir því að
vera tækur í trygginguna.
Frjálsu slysatryggingunni er skipt í áhættuflokka á sama hátt og
skyldutryggingunni eftir því, hve áhættusöm atvinna hins tryggða er,
en auk þess eru sérstök viðbótaiðgjöld fyrir aukaáhættu, t. d. við íþróttir,
fjallgöngur o. s. frv.
Tryg'gingu þessa er hægt að taka sem viðbótartryggingu við skyldu-
trygginguna.
Hér verður ekki farið nánar út í reglur þær, sem hin frjálsa slysa-
trygging starfar eftir, en þeim, sem hefðu áhuga á að kynnast skil-
málum hennar, skal vísað til hinnar fyrrnefndu ítarlegu reglugerðar,
sem fá má á afgreiðslu slysatryggingarinnar.
g. Yfirlit ijfir rekstur slijsatri/ggingarinnar 1936—1939.
Að lokum skal hér gefið yfirlit um rekstur slysatryggingarinnar,
síðan lögin um alþýðutryggingar gengu í gildi. Er það sundurliðað á,