Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Qupperneq 42
24
sama hátt og yfirlitið uin rekstur hinnar eldri slysatryggingar (bls.
20—21) og því auðvelt að gera samanburð á þessum tveimur timahilum.
Að öðru leyti vísast til nánari greinargerðar um starfsemi slysatrygg-
ingarinnar aftar í árbókinni.
Tekjur Gjöld
Ár Iðgjöld Vextir, ríkistillag og aðrartekjur Slysabætur Kostnaður Eign í árslok
1936 . 383 212,00 58 278,/4 487 133,97 54 019,32 1 120 555,74
1937 . 438 654,38 52 603,45 362 244,75 58 792,01 1 190 776,81
1938 . 450 995,81 56 632,99 433 999,09 62 765,39 1 201 641,13
1939 . 575 382,33 75 310,36 375 145,50 64 868,44 1 412 319,88
Alls . . 1 848 244,52 242 825,54 1 658 523,31 240 445,16 1 412 319,88
Árið 1939 tók hin frjálsa slysatrygging til starfa, en hagnaðinum af
starfsemi hennar er sleppt vegna samanburðarins við hin árin, sömu-
leiðis hagnaði af stríðstryggingunni. Alls nam þessi hagnaður á árinu
1939 kr. 17 363,63, Sjá nánar síðar.
C. Sjúkratryggingardeild.
a. Stofnun sjúkrasamlaga.
Með lögunum 1936 var svo ákveðið að í hverjum kaupstað skyldi
stofna sérstakt sjúkrasamlag. Voru öll þessi samlög stofnuð og tóku flest
til starfa þegar á því ári, en sum þó ekki fyr en um næstu áramót. Það
var því ca. hehningur landsmanna, sem þegar varð tryggingarslcyldur
í sjúkrasamlögum, þegar lögin um alþýðutryggingar gengu í gildi.
í hreppum utan kaupstaðanna er hins vegar ekki skylt að stofna
sjúkrasamlög. En fara skal fram atkvæðagreiðsla um það, hvort stofna
skuli sjúkrasamlög' í hreppum, ef hreppsstjórn ákveður, eða % hluti
kjósenda æskir þess.
Ef meiri hluti atkvæðisbærra manna greiðir atkvæði með því, skal
sjúkrasamlag stofnað. Ef einfaldur meiri hluti atkvæða er með stqfnun
samlags, en ekki meiri hluti atkvæðisbærra manna, skal fara fram ný
atkvæðagreiðsla innan fjögurra vikna og ræður þá einfaldur meiri hluti
greiddra atkvæða úrslitum. Sé fellt að stofna sjúkrasamlag, getur at-
kvæðagreiðsla eigi l'arið fram á ný fyr en að ári liðnu.
Þessi ákvæði eru frá 1937 og eru nokkuð rýmri en upphaflega.
Eins og skýrt er frá á öðrum stað í árbókinni, hafa verið stofnuð alls
6 samlög utan kaupstaðanna. Nær hvert þeirra aðeins yfir einn hrepp,
en samlög geta náð yfir fleiri hreppa innan sama læknishéraðs, ef hlut-
aðeigandi hreppsnefndir óska þess og ráðherra ákveður það.
Með lagabreytingunum 1940 var ákveðið, að heimilt skyldi að stofna
skólasamlög, þar sem heimavistarskólar eru starfandi, ef meiri hluti