Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Side 45
27
Lágmarkshlunnindin eru sem hér segir: Ókeypis iæknishjálp, þ. e.
almenn læknishjálp hjá samlagslækni í vinnutíma hans og á sjúkrahúsi.
Lyf og' umbúðir greiðast að fullu á sjúkrahúsi, en að % utan sjúkra-
húss hvað hin nauðsynlegustu lyf snertir, en heimilt er að takuiarka
frekar greiðslur fyrir önnur lyf. Sú heimild var sett með lögunum
1940, en áður hafði Tryggingarstofnunin aðeins heimild ti! þess að
banna alveg ákveðin lyf.
Ókeypis vist á sjúkrahúsi í allt að 32 vikur á 12 mánuðum samfleytt,
þó aldrei meira en 26 vikur alls fyrir einn og sama sjúkdóm. Réttindi
þeirra, sem haldnir eru alvarlegum, langvinnum sjúkdóini, til sjúkra-
hússvistar, eru þeim takmörkunum háð, að samlögin greiða aðeins
fyrir lyrstu sjúkrahúss- eða hælisvist slíkra sjúklinga. Þurfi þeir að
leita aftur á sjúkrahús vegna sama sjúkdóms, verða þeir að leita lil ríkis-
framfærslu sjúkra manna og örkumla, sem tekur við þar sem sjúkra-
samlögin sleppa, hvað þessa sjúkdóma snertir, ef sjúklingurinn sjálfur
er ekki fær um að standast sjúkrahússkostnaðinn.
Með lögum 1940 var gerð sú breyting, til þess að létta undir með
fjárbag samlaganna, að þau fá endurgreiddan frá ríkisfrainfærslunni
nokkurn hluta þess kostnaðar, sem þau hafa af sjúkrahússvist sjúklinga
með alvarlega, langvinna sjúkdóma. Ákvæðið er þannig, að fari legu-
dagafjöldi samlagssjúklinga með berkaveiki, geðveiki eða kynsjúkdóma
á sjúkrahúsi eða heilsuhæli, fram úr meðaltali legudagafjölda allra sam-
lagssjúklinga á landinu, sem haldnir eru öðrum sjúkdómum, á hlutað-
eigandi samlag rétt á endurgreiðslu af fé því, sem verja má til styrktar
sjúklingum með þessa sjúkdóma, samkvæmt lögum um ríkisframfærslu
sjúkra manna og örkumla.
Ennfremur er sjúkrasamlögunum skylt að tryggja gegn sérstöku
iðgjaldi þeim meðlimum sínum, sem þess óska, dagpeningagreiðslu og
er heimilt að gera slíka dagpeningatrygg'ingu skylda öllum meðlimum
samlagsins.
Auk þessara lögboðnu hlunninda, veita öll sjúkrasandögin meiri
eða minni sjúkrahjálp umfram hið lögboðna. Má þar til nefna sængur-
konustyrk (10—40 kr.), nudd, 1 jóslækningar, röntgenmyndir og -lælín-
ingar. Eitt sveitasamlag greiðir lyfjakostnað að fullu. Ennfremur veita
samlögin flest meiri eða minni sérlælínislijálp, sérstaklega, augn-, háls-,
nef- og eyrnalækningar og greiða læknishjálp um nætur og á helgi-
dögum að nokkru eða öllu lejdi. Þá greiða sum sandög fyrir lijúkrun
í heimahúsum, og flest sveitasamlögin greiða ferðakostnað læknis eða
til læltnis, að meira eða minna leyti.
Hlunnindi þessi eru fyrst og fremst veitt þegar samlagsmenn dvelja
á samlagssvæðinu, en þó er einnig gert ráð fyrir að samlögin geti greill
sjúkrahjálp utan samlagssvæðis og jafnvel verið skvld til þess. Ákvæðin
þar að lútandi, þau er nú gilda, voru sett 1940.
Geti samlagsinaður ekki fengið fullnægjandi sjúkrahjálp á samlags-
svæðinu, er samlagsstjórn heimilt að greiða kostnað af henni utan sam-