Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Qupperneq 50
32
sem styrks nýtur, þurfi ekki fyrirsjáanlega að njóta almenns frani-
færslustyrks. — Þetta ákvæði var sett inn í lögin 1937.
Af framansögðu sézt, að sveitarstjórnir ákveða í fyrsta lagi hverjir
af umsækjendunum skuli fá ellilaun eða örorkubætur, og í öðru lagi
hve háar upphæðir hverjum umsækjanda er úthlutað. Aðeins er það
fyrirskipað, að þær niegi ekki vera svo lág'ar, að umsækjandinn þurfi
fyrirsjáanlega að leita almenns framfærslustyrks að auki.
b. Hverjir koma til greina við úthhitunina?
Til greina við úthlutunina koma:
1. Öll gamalmenni eldri en 67 ára.
2. Gamahnenni á aldrinuin 60—67 ára, sem áður höfðu fengið ellistyrk
samkv. eldri lögum um ellistyrk. Þetta ákvæði var sett með bráða-
birgðalögum skömmu eftir að lögin gengu í gildi. Aldurstakmarkið
fyrir hinum eldri ellistyrk var 60 ár, og þótti ekki sanngjarnt að
tekinn væri styrkur af neinum, sem áður hafði haft hann. Að vísu
þurfti svo ekki að vera nema í mjög fáum tiífellum, þar sem veita
mátti flestum þeirra örorkubætur, sbr. 3. tölulið.
3. Öryrkjar á aldrinum 16—67 ára. En sá téíst öryrki samkvæmt lög-
unum, „sem ekki er lengur fær um, við störf, er samsvara lifskröft-
um hans og verkkunnáttu og sanngjarnt er að ætlazt lil af honum,
með hliðsjón af uppeldi hans og undanfarandi starfa, að vinna sér
inn helming' þess, er andlega og líkamlega heilbrigðir menn eru vanir
að vinna sér inn í því héraði."
Ekki þarf að taka það fram, að sami maðurinn getur ekki fengið
bæði ellilaun og örorkubætur.
Ennfremur skal fram tekið, að þau gamalmenni og öryrkjar, sem
kunna að hafa þegið sveitarstyrk, eiga fullan rétt til að koma lil greina
við úthlutunina. En svo er til ætlazt, að sami maður njóti ekki bæði
framfærslustyrks og ellilauna eða örorkubóta, nema alveg sérstaltlega
standi á, sbr. fyrrnefnt ákvæði laganna um, að úthlutuninni skuli haga
þannig, að g'amalmenni eða öryrkjar, sem styrks njóta, þurfi ekki fyrir-
sjáanlega að njóta alinenns framfærslustyrks.
Til þess að hægt sé að fylgjast með þessu, skulu sveitastjórnir
senda Tryggingastofnuninni skýrslu um það, hverjir hafa notið almenns
framfærslustyrks jafnframt ellilaunum og örorkubótum.
c. Hverju er úthlutað?
Fé það, sem árlega er varið til ellilauna og örorkubóta, kemur sum-
part beint frá sveitarsjóðum, sumpart frá Lifeyrissjóði íslands og loks
er vöxtum ellistyrktarsjóðanna gömlu úthlutað.
Eins og áður var sagt, ákveða sveitarstjórnir hverjir skuli fá elli-
laun og örorkubætur og hve háar upphæðir hverjum einstakling slculi
veittar. Hins vegar geta þær ekki reiknað út nákvæmlega fyrirfram,
hver verður heildarupphæð sú, sein sveitarfélagið þarf að leggja fram,
/