Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Síða 53
ímnast skoðun á öllum þeim, er sækja um örorkubætur í Reykjavík og
lætur þeim í té örorkuvottorð. Auk jiess hvílir á honum endurskoðun ú
örorliuvottorðum og endanlegt mat á örorku á öllu landinu, til þess að
sem bezt samræmi geti orðið í örorkumatinu og' úthlutun örorkubótanna.
Loks hefir verið ákveðið með lögunum 1940, að setja megi reglii-
gerð, er ákveði nánar um tilhögun úthlutunar ellilauna og örorkubóta,
en hún hefir ekki verið sett þegar þetta er skrifað.
e. Yfirlit ijfir úihliitun ellilaunn og örorkubóta árin 1936—39.
Þá fara hér á eftir tölur, er sýna hve miklum ellilaunum og örorku-
bótum úthlutað hefir verið á öllu landinu árin 1936—39, en að öðru
leyti vísast til nánari greinargerðar uin úthlutunina síðar i árbókinni.
Úthlutunartímabil Heildarúthlutun
1. okt. 1936—30. sept. 1937 .......... 942 420,08
1. okt. 1937—30. sept. 1938 .......... 1 370 819,76
1. okt. 1938—31. des. 1938 .......... 307 501,86
Almanaksárið 1939 .................... 1 513 216,89
Alls 4 133 958,59
2. Lífeyrissjóður íslands.
a. Stofnun og stjórn.
Með alþýðutryggingarlögunum var ákveðið, að stofnaður skyldi
almennur elli- og örorkulífeyrissjóður, er nefnist Lífeyrissjóður íslands.
Sjóðurinn skyldi myndast á þann hátt, að inn í hann skyldu renna
ellistyrktarsjóðirnir gömlu, þegar hlutverki þeirra væri lokið (þ. e. þegar
hætt er að veita ellilaun og örorkubætur), ennfremur Lífeyrissjóðfr
embættismanna og barnakennara, og loks af iðgjöldum tryggingarskyldra
manna.
Með lögunum 1937 var þó horfið frá því að leggja niður Lifeyris-
sjóði embættismanna og' barnak.ennara, og skyldu þeir starfa eins og
áður, en vera undir stjórn Tryggingarstol'nunaíinnar, en meðlimir
þeirra vera ;undanþegnir greiðsluskyldu til Lífeyrissjóðs íslands. —
Lífeyrissjóður íslands er undir stjórn Tryggingarstofnunarinnar, eins
og' áður var sag't, og eru elli- og örorkutryggingarnar sjáifstæð deild
í Trygging'arstofnuninni með sérstakan fjárhag. Ellitryggingardeildin
annast einnig' úthlutun ellilauna- og örorkubóta að svo miklu leyti, sem
hún heyrir undir Tryggingarstofnun ríkisins.
b. Hverjir ern tryggðir?
Allir íslenzkir ríkisborgarar, með nokkrum undantekningum, eru
tryggingarskyldir. Tryggingarskyldan hefst með fullnuðum 16 ára aldri
og lýkur með fullnuðum 67 ára aldri. Það er skilyrði fyrir tryggingar-